Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps vertu velkomin/n á heimasíðu félagsins

Fréttir 2021

         21. apríl 2021

   Aðalfundur félagsins fyrir árin 2019 og 2020, haldinn á Ytri-Bægisá 2 síðasta vetrardag 2021 þann 21. apríl.

 

Á fundinn mættu 10 félagar: Stefán Lárus Karlsson, Gestur Hauksson, Guðmundur Skúlason, Sigrún Franzdóttir, Hákon Þór Tómasson, Gunnar Gunnarsson, Doris Maag, Unnar Sturluson, Sigurður Skúlason, Margrét Halldórsdóttir og auk þeirra tveir nýir félagar sem gengu í félagið á fundinum þær Heiða Sturludóttir og Katrín Jónasdóttir á Þúfnavöllum.

 

Á fundinum var farið yfir öll venjuleg aðalfundar störf. Þetta var raunar fundur fyrir tvö ár þar sem fundurinn féll niður á síðasta ári vegna covidveirupestarinnar.

 

Formaður Unnar Sturluson flutti skýrslu stjórnar. Gestur Hauksson gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins fyrir árin 2019 og 2020. Ritari félagsins Hákon Þór Tómasson lagði svo fram fjölfaldað uppgjör skýrsluhaldsins fyrir árið 2020 og var farið yfir það og rætt talsvert.

 

Þá var rætt um að gera eitthvað á félagsgrundvelli og komu fram hugmyndir um að fara í skoðunarferð í haust sem gæti líka orðið til að kaupa hrúta af ósýktum svæðum. Einnig voru hugmyndir um hrútasýningu og að koma saman næsta vetur og spila hrútaspil eins og gert var fyrir nokkrum árum. Að lokum afhenti formaður, Stefáni á Ytri – Bægísá farandbikar félagsins fyrir hæst stiguðustu lambhrúta í félaginu bæði haustin 2019 og 2020

Hæst stigaðisti lambhrútur innan félagsins haustið 2020 var í eigu Stefáns og Elisabeth á Ytri-Bægisá 2. Hrútur þessi hefur nú hlotið nafnið Durgur 20-081 og var seldur í Búðarnes. Hann er fæddur einlembingur og gekk undir sem slíkur. Hann vó 61 kg. Ómtölur hans voru þessar: 32 mm ómv 5,2  mm ómf og 4,5 óml. Fótleggur er 110 mm. Stigun hans var: Haus 8,0 - h/h 9,0 - b/útl. 9,5 - bak 9,0 - malir 9,5 - læri 18,5 ull 7,5 - fætur 8,0 og samræmi 9,5  = 88,5 stig. Hrútur þessi er undan Nála 15-806 og á nr 15-513.

      Úrdráttur úr skýrslum fyrir haustið 2020:

Alls eru í uppgjörinu 1.603 fullorðnar ær, þeim hefur fækkað um 26 frá síðasta ári. Skýrslufærðar voru 404 veturgamlar ær, sem er fjölgun um 47 milli ára. Meðalafurðir voru 28,83 kg eftir hverja fullorðna á í félaginu, sem er 0,94 kg minna en haustið 2019. Hjá einstökum félögum voru mestar afurðir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 36,9  kg eftir fullorðna á. Hver veturgömul ær í félaginu skilaði að jafnaði 9,38 kg sem er 2,13 kg minna en á síðasta ári. Mestum afurðum skiluðu gemlingarnir hjá Gesti Haukssyni eða 17,9 kg.

Eftir hverja á í félaginu fæddust 1,81 lömb, en 1,62 komu til nytja. Meðalfallþungi dilka í félaginu var 17,62 kg sem er 0,51 kg hærra en haustið 2019. Hæstur fallþungi var hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi, 20,4 kg. Meðalflokkun lamba í félaginu var 9,76 fyrir vöðva og 6,60 fyrir fitu. Vöðvaflokkunin hækkar um 0,51 frá síðasta ári og fitan hækkar um 0,12. Besta vöðvaflokkun var hjá Birgittu og Róbert Staðarbakka 11,51.

Flettingar í dag: 113
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 48
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 44088
Samtals gestir: 11413
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 14:49:29
clockhere

Um félagið

Nafn:

Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps

Farsími:

Unnar Sturluson 779-0269 formaður

Afmælisdagur:

Stofnað 17. mars 1964

Heimilisfang:

Þúfnavellir

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Unnar Sturluson 462-6754 formaður

Um:

Vef- og ritstjóri heimasíðunnar er Guðmundur Skúlason s. 846-1589

Kennitala:

431008-1650

Bankanúmer:

566-04-250446

Tenglar