Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps vertu velkomin/n á heimasíðu félagsins

Aðalfundir

 

  Þann 29. mars 2018 var aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn á Staðarbakka kl. 20:00.

 

Mætt eru á fundinn: Stefán Lárus Karlsson, Guðmundur Skúlason, Sigrún Franzdóttir, Gestur Hauksson, Hákon Þór Tómasson, Gunnar Gunnarsson, Doris Maag, Sturla Eiðsson, Guðleif Jóhannesdóttir, Unnar Sturluson, Sigurður Skúlason, Margrét Halldórsdóttir, Helga Margrét Sigurðardóttir, Hjalti Þórhallsson og heiðursfélaginn Ólafur G Vagnsson.

Stefán L Karlsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

     1. liður dagskrár, kosning fundarstjóra og fundarritara:

Tillögur komu um Hákon Þór Tómasson sem fundarstjóra og Guðmund Skúlason sem fundarritara og var það samþykkt.

Fundarstjóri  kynnti síðan svofellda dagskrá fundarins.

 1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Inntaka nýrra félaga og úrsögn úr félaginu.
 3. Skýrsla formanns og reikningar gjaldkera.
 4. Yfirferð yfir niðurstöður úr skýrslum síðasta árs og umræður. 
 5. Afhending bikars félagsins fyrir hæst stigaða lambhrútinn 2017
 6. Kosningar:
 • a) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað Guðmundar Skúlasonar.
 • b) Einn varamann stjórnar til eins árs .
 1. Önnur mál
 2. Fundarslit

  2. liður á dagskrá, inntaka nýrra félaga og úrsagnir úr félaginu:

Engar breytingar urðu á félagatalinu undir þessum lið.

     3. liður dagskrár, skýrsla formanns og reikningar gjaldkera.

Stefán Karlsson flutti skýrslu formanns um starfssemi félagsins frá síðasta aðalfundi, sem haldinn var 21. apríl 2017 á Þúfnavöllum. Hann sagði að lítil starfsemi hafi verið hjá stjórninni frá síðasta aðalfundi. Haldinn hafi verið einn stjórnarfundur núna nýlega á Staðarbakka til að undirbúa aðalfundinn. Þá gat hann þess að í apríl í fyrra vor hafi félagið staðið fyrir skoðunarferð í Kjarnafæði. Almenn ánægja hafi verið með móttökurnar þar og fróðlegt að kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram.

Gjaldkerinn Gestur Hauksson lagði nú fram endurskoðaðan ársreikning félagsins fyrir árið 2017. Tekjur voru 2.174 kr. Tap ársins var 4.207 kr. Hrein eign 31.12. 2017 var krónur 153.291 kr.

Litlar umræður urðu um skýrslu formanns og reikninginn. Reikningurinn borinn upp og samþykktir samhljóða.

     4. Framlagning á uppgjöri fyrir árið 2017 og umræður.

Guðmundur ritari félagsins lagði fram uppgjör félagsins fyrir síðasta ár. Alls eru í uppgjörinu 1.592 fullorðin ær, þeim hefur fjölgað um 15 frá síðasta ári. Skýrslufærðar voru 366 veturgamlar ær, sem er fækkun um 21 milli ára. Meðalafurðir voru 29,85 kg eftir hverja fullorðna á í félaginu, sem er 1,25 kg minna en haustið 2016. Hjá einstökum félögum voru mestar afurðir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 36,8  kg eftir fullorðna á. Hver veturgömul ær í félaginu skilaði að jafnaði 13,14 kg sem er 0,57 kg meira en á síðasta ári. Mestum afurðum, eins og hjá fullorðnu ánum, skiluðu gemlingarnir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 18,7 kg.

Eftir hverja á í félaginu fæddust 1,92 lömb, en 1,77 komu til nytja. Meðalfallþungi dilka í félaginu var 17,01 kg sem er 0,89 kg minna en haustið 2016. Hæstur fallþungi var hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi, 19,6 kg. Meðalflokkun lamba í félaginu var 9,46 fyrir vöðva og 6,41 fyrir fitu. Vöðvaflokkunin lækkar um 0,18 frá síðasta ári og fitan um 0,97. Besta vöðvaflokkun var hjá Sigurði og Margréti, 10,60.

Fundarmenn fóru yfir uppgjörsskýrslurnar og veltu fyrir sér t.d. þeim kostagripum, sem þeir sáu í hrútauppgjörinu.

     5. liður dagskrár, afhending bikars.

Stefán Lárus kvaddi sér hljóðs til að veita verðlaun fyrir hæst stigaða lambhrút í félaginu haustið 2017. Hrútur þessi er í eigu Hákonar Þórs Tómassonar á Staðarbakka. Stefán afhenti Hákoni Þór verðlaun félagsins fyrir hrútinn, sem eru að venju farandbikar félagsins og verðlaunapeningur til eignar. Hrútur þessi hefur nú hlotið nafnið Kjarkur og er númer 17-176. Hann er einlembingur undan gemling og vó 51 kg. Ómtölur hans voru þessar: 30 mm ómv 4,1  mm ómf og 4,5 óml. Fótleggur er 109 mm. Stigun hans var: Haus 8,0 - h/h 9,0 - b/útl. 9,0 - bak 9,0 - malir 9,0 - læri 18,5, ull 9,0 - fætur 8,0 og samræmi 8,5  = 88,0 stig. Hrútur þessi er undan Brodda 15-703, sem var keyptur lambið frá Broddanesi 1, og Gróu 16-635, faðir hennar er Grímur 14-955.

      6. liður dagskrár, kosningar:

A) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað Guðmundar Skúlasonar.

Guðmundur kvaddi sér hljóðs og sagði að nú væru liðin 47 ár frá því að hann hafi fyrst verið kosinn í stjórn félagsins og þá sem formaður aðeins tvítugur. Sagði hann að nú væri nóg komið og því gæfi hann ekki kost á sér lengur. Hann vonaðist til að hann hafi verið til einhvers gagns í félagsstarfinu framanaf en nú væri kominn tími til að ungu mennirnir tækju við. 

Tillaga kom um Hákon Þór Tómasson og var hún samþykkt með lófaklappi.

B) Einn varamann stjórnar til eins árs.

Kosningu hlaut: Unnar Sturluson

      7. liður, önnur mál:

Stefán sagði frá því að Guðmundur hafi haft samband við Eið Gunnlaugsson í Kjarnafæði og óskað eftir fundi með stjórn sauðfjárræktarfélagsins og forsvarsmönnum Kjarnafæðis um þá alvarlegu stöðu sem skapast hefur vegna verðfalls á sauðfjárafurðum. Stemmt er að þessum fundi upp úr miðjum apríl.

Guðmundur sýndi nú upp á tjaldi tvær myndasyrpur. Annars vegar frá göngum í fram Hörgárdal frá haustinu 2009 og hins vegar frá réttardegi í Staðarbakkarétt frá 2007. Fundargestir klöppuðu í lokin og þökkuðu fyrir sýninguna.

     8. liður, fundarslit.

Fundarstjóri Hákon Þór Tómasson sleit fundi og var fundarfólki boðið að þiggja veitingar í boði húsráðenda á Staðarbakka.

 

  Þann 21. apríl 2017 var aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn á Þúfnavöllum kl. 20:00.

Mætt eru á fundinn: Stefán Lárus Karlsson, Guðmundur Skúlason, Sigrún Franzdóttir, Gestur Hauksson, Hákon Þór Tómasson, Elínrós Sveinbjörnsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Doris Maag, Sturla Eiðsson, Unnar Sturluson, Sigurður Skúlason, Margrét Halldórsdóttir, Guðleif Jóhannesdóttir, Heiða Sturludóttir, Guðmundur Sturluson.

Stefán L Karlsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

     1. liður dagskrár, kosning fundarstjóra og fundarritara:

Tillögur komu um Unnar Sturluson sem fundarstjóra og Guðmund Skúlason sem fundarritara og var það samþykkt.

Fundarstjóri  kynnti síðan svofellda dagskrá fundarins.

        1.    Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.    Inntaka nýrra félaga og úrsögn úr félaginu.

3.    Skýrsla formanns og reikningar gjaldkera.

4.    Yfirferð yfir niðurstöður úr skýrslum síðasta árs og umræður. 

5.    Afhending bikars félagsins fyrir hæst stigaða lambhrútinn 2016

6.    Kosningar:

·       a) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað Gests Haukssonar.

·       b) Einn varamann stjórnar til eins árs .

·       c) Skoðunarmann reiknings félagsins til þriggja ára.

7.    Önnur mál

8.    Fundarslit

  2. liður á dagskrá, inntaka nýrra félaga og úrsagnir úr félaginu:

Elínrós tilkynnti að þau Viðar í Brakanda segðu sig úr félaginu.

3. liður dagskrár, skýrsla formanns og reikningar gjaldkera.

Stefán Karlsson flutti skýrslu formanns um starfssemi félagsins frá síðasta aðalfundi, sem haldinn var 19. apríl 2016 í Stapasíðu 1. Hann sagði að lítil starfsemi hafi verið hjá stjórninni frá síðasta aðalfundi. Haldinn hafi verið einn stjórnarfundur núna nýlega á Staðarbakka til að undirbúa aðalfundinn.

Gjaldkerinn Gestur Hauksson lagði nú fram endurskoðaðan ársreikning félagsins fyrir árið 2016. Tekjur voru 3.201 kr. Tap ársins var 834 kr. Hrein eign 31.12. 2016 var krónur 157.498 kr.

Litlar umræður urðu um skýrslu formanns og reikninginn. Reikningurinn borinn upp og samþykktir samhljóða.

4. Framlagning á uppgjöri fyrir árið 2016 og umræður.

Guðmundur ritari félagsins lagði fram uppgjör félagsins fyrir síðasta ár. Alls eru í uppgjörinu 1.577 fullorðin ær, þeim hefur fjölgað um 6 frá síðasta ári. Skýrslufærðar voru 387 veturgamlar ær, sem er fækkun um 8 milli ára. Meðalafurðir voru 31,1 kg eftir hverja fullorðna á í félaginu, sem er 0,4 kg meira en haustið 2015. Hjá einstökum félögum voru mestar afurðir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 36,4  kg eftir fullorðna á. Hver veturgömul ær í félaginu skilaði að jafnaði 12,57 kg sem er 1,6 kg meira en á síðasta ári. Mestum afurðum, eins og hjá fullorðnu ánum, skiluðu gemlingarnir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 19,0 kg.

Eftir hverja á í félaginu fæddust 1,87 lömb, en 1,72 komu til nytja. Meðalfallþungi dilka í félaginu var 17,9 kg sem er 0,3 kg meira en haustið 2015. Hæstur fallþungi var hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi, 20,1 kg. Meðalflokkun lamba í félaginu var 9,62 fyrir vöðva og 7,38 fyrir fitu. Vöðvaflokkunin hækkar um 0,29 frá síðasta ári og fitan um 0,34. Besta vöðvaflokkun var hjá Birgittu og Róbert, 11,63.

Fundarmenn fóru yfir uppgjörsskýrslurnar og veltu fyrir sér t.d. þeim kostagripum, sem þeir sáu í hrútauppgjörinu. Talsverðar umræður urðu um að ekki væri uppgjör á forustufé og létu menn í ljósi megna óánægju með það.

5. liður dagskrár, afhending bikars.

Stefán Lárus kvaddi sér hljóðs til að veita verðlaun fyrir hæst stigaða lambhrút í félaginu haustið 2016. Hrútur þessi er í eigu Hákons Þórs Tómassonar á Staðarbakka. Stefán afhenti Hákoni Þór verðlaun félagsins fyrir hrútinn, sem eru að venju farandbikar félagsins og verðlaunapeningur til eignar. Hrútur þessi hefur nú hlotið nafnið Garpur og er númer 16-164. Hann er einlembingur og vó 52 kg. Ómtölur hans voru þessar: 35 mm ómv 1,7  mm ómf og 5,0 óml. Fótleggur er 108 mm. Stigun hans var: Haus 8,0 - h/h 9,0 - b/útl. 9,0 - bak 9,5 - malir 9,5 - læri 18,0, ull 8,5 - fætur 8,0 og samræmi 8,5  = 88,0 stig. Hrútur þessi er undan Grím 14-955, og Nöðru 14-423.

6. liður dagskrár, kosningar:

A) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað Gests Haukssonar.

Kosningu hlaut: Endurkjörinn með lófaklappi.

B) Einn varamann stjórnar til eins árs.

Kosningu hlaut: Unnar Sturluson

C) Skoðunarmann reiknings félagsins til þriggja ára.

Kosningu hlaut: Sturla Eiðsson

7. liður, önnur mál:

Stefán vakti máls á hvort ekki væri áhugi fyrir því að fara í skoðunarferðir og nefndi t.d. í Kjarnafæði og í sauðfjárbú og nefndi í því sambandi bú í Suður-Þingeyjarsýslu. Það kom fram ágætur áhugi fyrir þessu og var talað um að reyna að fara í Kjarnafæði núna í vor en skoðun á sauðfjárbú í haust. Miklar umræður urðu um stöðu sauðfjárbúskapar í landinu nú um stundir. Almenn og hörð gagnrýni kom fram á stjórn Landssamtaka Sauðfjárbænda og BÍ um hvernig þar hefur verið staðið að málum. Síðasti sauðfjársamningur fékk algera falleinkunn í máli manna. Þá var það gagnrýnt að engin lausn væri í augsýn hvernig verður brugðist við þeirri offramleiðslu sem nú er, með til heyrandi verð falli til bænda. Þá var gagnrýnt harðlega að inn gætu komið nýir aðilar og þeir sem fyrir eru geti fjölgað fé við þær markaðsaðstæður sem eru nú varðandi dilkakjöt. Því var það mál manna að það yrði að taka upp framleiðslustýringu að nýju. Landbúnaðarráðherra fékk líka sinn skerf af gagnrýni og upp kom hugmynd um að breyta titlinum í Neytendaráðherra ef mið er tekið af málflutningi hennar.

8. liður, fundarslit.

Fundarstjóri Unnar Sturluson sleit fundi og var fundarfólki boðið að þiggja veitingar, sem voru höfðinglegar að vanda á Þúfnavöllum.

 

  Þann 20. apríl 2016 var aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn í Stapasíðu 1 Akureyri kl. 20:00.

 Mætt eru á fundinn: Stefán Lárus Karlsson, Guðmundur Skúlason, Sigrún Franzdóttir, Gestur Hauksson, Hákon Þór Tómasson, Viðar Þorsteinsson, Elínrós Sveinbjörnsdóttir, Viðar Jóhannsson, Gunnar Gunnarsson, Doris Maag, Sturla Eiðsson, Unnar Sturluson.

 Stefán L Karlsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann  kynnti síðan svofellda dagskrá fundarins.

 

1.    Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.    Inntaka nýrra félaga og úrsögn úr félaginu.

3.    Skýrsla formanns og reikningar gjaldkera.

4.    Yfirferð yfir niðurstöður úr skýrslum síðasta árs og umræður.

5.    Afhending bikars félagsins fyrir hæst stigaða lambhrútinn 2015

6.    Kosningar:

·       a) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað Stefáns L Karlssonar.

·       b) Einn varamann stjórnar til eins árs í stað Tómasar Valdimarssonar.

7.    Önnur mál

8.    Fundarslit

 

1. liður dagskrár, kosning fundarstjóra og fundarritara:

Stefán formaður gerði tillögu um Gest Hauksson sem fundarstjóra og Guðmund Skúlason sem fundarritara og var það samþykkt.

 2. liður á dagskrá, inntaka nýrra félaga og úrsagnir úr  félaginu:

Unnar Sturluson á Þúfnavöllum skilaði skýrslu fyrir síðasta ár og var nú boðinn velkominn í félagið með lófaklappi.

 3. liður dagskrár, skýrsla formanns og reikningar gjaldkera.

Stefán Karlsson flutti skýrslu formanns um starfssemi félagsins frá síðasta aðalfundi, sem haldinn var 1. apríl 2015 á Syðri Reistará. Einn stjórnarfundur hefur verið haldinn, þann 12. apríl sl á Ytri Bægisá. Var þar einkum verið að undirbúa aðalfundinn. Farið var í lambakaupaferð á Strandir og komið með fulla kerru af lömbum til baka, 16 stykki frá þeim Ragnari á Heydalsá og Jóni í Broddanesi.

Gjaldkerinn Gestur Hauksson lagði nú fram endurskoðaðan ársreikning félagsins fyrir árin 2015. Tekjur voru 3.490 kr. Tap ársins var 33.591 kr. Hrein eign 31.12. 2014 var krónur 158.332 kr.

Litlar umræður urðu um skýrslu formanns og reikninginn. Reikningurinn borinn upp og samþykktir samhljóða.

 4. Framlagning á uppgjöri fyrir árið 2015 og umræður.

Guðmundur ritari félagsins lagði fram uppgjör félagsins fyrir síðasta ár. Alls eru í uppgjörinu 1.571 fullorðin ær, þeim hefur fækkað um 267 frá síðasta ári. Skýrslufærðar voru 395 veturgamlar ær, sem er fækkun um 29 milli ára. Meðalafurðir voru 30,7 kg eftir hverja fullorðna á í félaginu, sem er 0,1 kg minna en haustið 2014. Hjá einstökum félögum voru mestar afurðir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 35,4  kg eftir fullorðna á. Hver veturgömul ær í félaginu skilaði að jafnaði 10,98 kg sem er 1,8 kg minna en á síðasta ári. Mestum afurðum, eins og hjá fullorðnu ánum, skiluðu gemlingarnir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 17,6 kg.

Eftir hverja á í félaginu fæddust 1,87 lömb, en 1,72 komu til nytja. Meðalfallþungi dilka í félaginu var 17,57 kg sem er 0,1 kg minna en haustið 2014. Hæstur fallþungi var hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi, 19,6 kg. Meðalflokkun lamba í félaginu var 9,33 fyrir vöðva og 7,04 fyrir fitu. Vöðvaflokkunin hækkar ögn frá síðasta ári en fitan minnkar aðeins. Besta vöðvaflokkun var hjá Gesti Haukssyni, 10,66.

Fundarmenn fóru yfir uppgjörsskýrslurnar og veltu fyrir sér t.d. þeim kostagripum, sem þeir sáu í hrútauppgjörinu. Einnig var rætt um að Elínrós í Brakanda fékk ekki uppgjör fyrir sínar ær sl. haust, vegna þess að þær eru allar af forustukyni. Það var almenn skoðun manna á fundinum að þetta væri ótækt og að það þurfi að taka þessa ákvörðun ráðamanna hjá RML til endurskoðunar.

 5. liður dagskrár, afhending bikars.

Stefán Lárus kvaddi sér hljóðs til að veita verðlaun fyrir hæst stigaða lambhrút í félaginu haustið 2015. Hrútur þessi er í eigu Söru Hrannar Viðarsdóttur í Brakanda. Stefán afhenti nú Söru Hrönn verðlaun félagsins fyrir hrútinn, sem eru að venju farandbikar félagsins og verðlaunapeningur til eignar. Hrútur þessi hefur nú hlotið nafnið Hreinn og er númer 15-551. Hann er tvílembingur og vó 50 kg. Ómtölur hans voru þessar: 34 mm ómv 2,7  mm ómf og 5,0 óml. Fótleggur er 110 mm. Stigun hans var: Haus 8,0 - h/h 8,5 - b/útl. 9,0 - bak 9,5 - malir 8,5 - læri 18,0, ull 9,0 - fætur 8,0 og samræmi 8,5  = 87,0 stig. Hrútur þessi er undan Glæsi 14-556, og Skessu 13-069.

 6. liður dagskrár, kosningar:

 

A) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað Stefáns L Karlssonar.

Kosningu hlaut: Stefán Lárus endurkjörinn með lófaklappi.

B) Einn varamann stjórnar til eins árs í stað Tómasar Valdimarssonar. Kosningu hlaut: Tómas endurkjörin með lófataki.

7. liður, önnur mál:

Stefán Lárus ræddi um að koma á lambhrútasýningu innan félagsins næsta haust. Það fékk jákvæðar undirtektir.

 8. liður, fundarslit.

 Um leið og Gestur sleit fundi kl 10:08 bauð hann fundarmönnum að þiggja veitingar í boði hans og Mörtu móður hans.

 

   Þann 1. apríl 2015 var aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn á Syðri- Reistará kl. 20:00.

  Mætt eru á fundinn: Stefán Lárus Karlsson, Guðmundur Skúlason, Gestur Hauksson, Ingunn Aradóttir, Hákon Þór Tómasson, Tómas Valdimarsson.

  Stefán L Karlsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann  kynnti síðan svofellda dagskrá fundarins.

 1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Inntaka nýrra félaga og úrsögn úr félaginu.
 3. Skýrsla formanns og reikningar gjaldkera.
 4. Yfirferð yfir niðurstöður úr skýrslum síðasta árs og umræður.
 5. Afhending bikars félagsins fyrir hæst stigaða lambhrútinn 2014
 6. Kosningar:
 • a) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað Guðmundar Skúlasonar.
 • b) Einn varamann stjórnar til eins árs í stað Birgittu Sigurðardóttur.
 1. Önnur mál
 2. Fundarslit

  1. liður dagskrár, kosning fundarstjóra og fundarritara:

  Stefán formaður bauðst til að stjórna fundi og stakk upp á Guðmund Skúlason ritara félagsins sem fundarritara og var það samþykkt.

2. liður á dagskrá, inntaka nýrra félaga og úrsagnir úr félaginu:

  Um inngöngu sóttur: Hákon Þór Tómasson á Staðarbakka, Tómas Valdimarsson á Syðri Reistará. Voru þeir boðnir velkomnir með lófaklappi. Um úrsögn úr félaginu hafa tilkynnt: Oddgeir og Áslaug á Myrká og Þórir og Ásta á Myrkárbakka.

3. liður dagskrár, skýrsla formanns og reikningar gjaldkera.

Stefán Karlsson flutti svofellda skýrslu formanns:

  Í stuttu máli ætla ég að gera grein fyrir starfsemi félagsins frá síðasta aðalfundi, sem haldinn var 28. janúar 2014 á Ytri-Bægisá 2. Frá síðasta aðalfundi hafa verið haldnir fjórir stjórnarfundir. Sá fyrsti var haldinn 6. febrúar á Staðarbakka. Þar skipti stjórnin með sér verkum og mótaði fyrstu hugmyndir að 50 ára afmælishátíð félagsins. Þann 5. mars  var fundað á Ytri-Bægisá. Tilefni þess fundar var að skipuleggja 50 ára afmæli félagsins þann 17. mars. Þann 8. nóvember 2014 kom stjórnin saman á Staðarbakka. Fundarefnið var að ræða og skipuleggja hópferð félagsmanna á Strandir, sem farin var þann 22. nóvember. Þriðji og síðasti stjórnarfundurinn var svo 16. mars sl. þar sem við vorum að undirbúa þennan fund. Þann 17. mars  hélt félagið svo upp á 50 ára afmæli félagsins ásamt gestum að Melum í Hörgárdal. Alls skrifuðu 59 í gestabók, sem er ágæt mæting í félagi, sem telur  24 félaga. Gestir voru vítt og breitt að, auk Eyfirðinga voru þeir úr Þingeyjarsýslum, Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Boðið var uppá erindi og veglegt veislu kaffi.  Þann 22. nóvember fór félagið í bráðskemmtilega skoðunarferð á Strandir. Alls voru skoðuð 5 bú og var okkur allsstaðar tekið með miklum myndarskap og áttum við ánægjulegar samræður við ábúendur. Viðkomustaðirnir voru: Tröllatunga, Miðdalsgröf, Heydalsá (tvö bú) og Broddanes. Gaman var að skoða mismundi fjárhús og aðstöðu í þeim og svo að sjálfsögðu fallegar og vel ræktaðar kollóttar Strandakindur. Allir voru ferðalangarnir sammála um að þetta hefði verið góður dagur og í alla staði vel heppnuð ferð. Að lokum vil ég þakka félögum mínum í stjórn, sem og félagsmönnum öllum samstarfið á síðustu árum.  

  Gjaldkerinn Gestur Hauksson lagði nú fram endurskoðaðan ársreikning félagsins fyrir árin 2014. Tekjur voru 187.645 kr. Tap ársins var 32.900 kr. Hrein eign 31.12. 2014 var krónur 191.923.

  Litlar umræður urðu um skýrslu formanns eða reikningana. Reikningarnir voru bornir upp og samþykktir samhljóða.

4. Framlagning á uppgjöri fyrir árið 2014 og umræður.

  Guðmundur ritari félagsins lagði fram uppgjör félagsins fyrir síðasta ár. Alls eru í uppgjörinu 1.838 fullorðnar ær, þeim hefur fækkað um 214 frá síðasta ári. Skýrslufærðar voru 424 veturgamlar ær, sem er fækkun um 11 milli ára. Meðalafurðir voru 30,8 kg eftir hverja fullorðna á í félaginu, sem er 1,0 kg meira en haustið 2013. Hjá einstökum félögum voru mestar afurðir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 33,7 kg eftir fullorðna á. Hver veturgömul ær í félaginu skilaði að jafnaði 12,8 kg sem er 0,1 kg meira en á síðasta ári. Mestum afurðum, eins og hjá fullorðnu ánum, skiluðu gemlingarnir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 17,0 kg.

  Eftir hverja á í félaginu fæddust 1,86 lömb, en 1,73 komu til nytja. Meðalfallþungi dilka í félaginu var 17,58 kg sem er 0,26 kg meira en haustið 2013. Hæstur fallþungi var hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi, 19,9 kg. Meðalflokkun lamba í félaginu var 9,21 fyrir vöðva og 7,14 fyrir fitu. Vöðvaflokkunin hækkar ögn frá síðasta ári en fitan minnkar aðeins. Besta vöðvaflokkun var hjá Guðmundi og Sigrúnu Staðarbakka, 10,69.

  Fundarmenn fóru yfir uppgjörsskýrslurnar og veltu fyrir sér t.d. þeim kostagripum, sem þeir sáu í hrútauppgjörinu.

5. liður dagskrár, afhending bikars.

  Gestur Hauksson kvaddi sér hljóðs til að veita verðlaun fyrir hæst stigaða lambhrút í félaginu haustið 2014. Hrútur þessi er í eigu Stefáns og Elisabeth á Ytri Bægisá 2. Gestur afhenti nú Stefáni verðlaun félagsins fyrir hrútinn, sem eru að venju farandbikar félagsins og verðlaunapeningur til eignar. Hrútur þessi hefur nú hlotið nafnið Þrepill og er númer 14-744. Hann er tvílembingur og vó 47 kg. Ómtölur hans voru þessar: 32 mm ómv. 4,0 mm ómf. og 5,0 óml. Fótleggur er 109 mm. Stigun hans var: Haus 8,0 - h/h 8,5 - b/útl. 9,0 - bak 9,0 - malir 9,0 - læri 18,5, ull 8,0 - fætur 8,0 og samræmi 9,0 = 87,0 stig. Fjárvís einkunn hans er 134,6. Hrútur þessi er undan Snepli 12-727, faðir hans er Örlygur 11-721  sem er af  góðum ættum nákominn út af sæðingahrútunum Púka og Kveik. Móðir Þrepils er 09-075.

6. liður dagskrár, kosningar:

A) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað Guðmundar Skúlasonar.

Kosningu hlaut: Guðmundur endurkjörinn.

B) Einn varamann stjórnar til eins árs í stað Birgittu Sigurðardóttur. Kosningu hlaut: Tómas Valdimarsson.

C) Þar sem Þórir, sem verið hefur skoðunarmaður reikninga félagsins  hefur sagt sig úr félaginu þarf að kjósa nýjan skoðunarmann. Kosningu hlaut: Viðar Þorsteinsson.

7. liður, önnur mál:

  Stefán Lárus ræddi um að félagarnir færu á Strandir í haust að kaupa lambhrúta. Hann fór lofsamlegum orðum um féð þar, sem menn sáu í skoðunarferðinni þangað í haust sem leið. Einkum taldi hann rétt að leita hófanna í Broddanesi og Heydalsá. Það var almennur áhugi fyrir þessari kaupaferð og var talið gott ef fyrir gæti legið strax í vor hvað hver og einn félagi vildi kaupa. Stefán rifjaði líka upp hugmynd frá síðasta aðalfundi,  um að félagið stæð fyrir sameiginlegri lambhrútasýningu innan félagsins, þar sem menn kæmu saman með bestu lambhrútana frá hverjum bæ. Í framhaldi af þessari umræðu kom fram mikil óánægja með stigun lambhrútum hjá ráðunautum, þar sem mjög skorti á samræmi milli dóma ráðunautanna og kjötmatsins, enda væri í dómum þeirra alltof mikil tilhneiging til að láta ómmælinguna á bakvöðvaþykkt hafa áhrif á stigun lambhrútanna í heild. Mikil spurning er því hvort borgi sig að fá ráðunauta til að stiga. Tillaga kom fram um að annaðhvort dæmi heimamenn með ráðunautum, eins og alltaf tíðkaðist á hrútasýningum áður fyrr, ef það gengur ekki þá dæmi bara bændur án ráðunauta. Þessi tillaga fékk góðan hljómgrunn, enda eru það sífellt fleiri bændur sem ekki nýta sér þjónustu ráðunautanna vegna óánægju með störf þeirra.

8. liður, fundarslit.

  Um leið og Stefán sleit fundi kl 22:16, bauð Ingunn húsfreyja fundarfólki að þiggja rausnarlegar veitingar.

Stefán Lárus Karlsson fundarstjóri

Guðmundur Skúlason fundarritari

 

Þann 28. janúar 2014 var aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn á Ytri-Bægisá ll kl. 20:30.

Mætt eru á fundinn: Guðmundur Sturluson, Viðar Þorsteinsson, Elínrós Sveinbjörnsdóttir, Guðmundur Skúlason, Gestur Hauksson, Gunnar Gunnarsson, Doris Maag, Þórir Ármannsson, Stefán Lárus Karlsson, Áslaug Stefánsdóttir og Oddgeir Sigurjónsson.

Guðmundur Sturluson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega bauð hann velkomin á fundinn þau Áslaugu og Oddgeir nýja bændur á Myrká. Hann  kynnti síðan svofellda dagskrá fundarins.

  1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara.

  2. Inntaka nýrra félaga.

  3. Skýrsla formanns og reikningar gjaldkera.

  4. Framlagning á uppgjöri fyrir árið 2013 og umræður.

  5. Önnur mál.

  6. Kosningar:

A) Einn mann í stjórn til tveggja ára í stað Guðmundar        Sturlusonar.
B) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað Viðars      Þorsteinssonar.
C) Einn varamann stjórnar til eins árs í stað Birgittu      Sigurðardóttur.
D) Einn skoðunarmann reikninga til þriggja ára í stað Þóris           Ármannssonar.

   7. Fundarslit.

1. liður dagskrár, kosning fundarstjóra og fundarritara:

Guðmundur Sturluson gerði tillögu um Stefán Lárus Karlsson sem fundarstjóra og Guðmund Skúlason ritara félagsins sem fundarritara og var það samþykkt.

2. liður á dagskrá, inntaka nýrra félaga og úrsögn úr félaginu:

Um inngöngu sóttu: Oddgeir Sigurjónsson og Áslaug Stefánsdóttir á Myrká og voru þau boðin velkomin í félagið með lófaklappi.

3. liður dagskrár, skýrsla formanns og reikningar gjaldkera.

Guðmundur Sturluson flutti svofellda skýrslu formanns:

Góðir félagar!

Í stuttu máli ætla ég að gera grein fyrir starfsemi félagsins frá síðast aðalfundi sem haldinn var 11.  apríl 2012 í Búðarnesi. Á árinu 2013 var einn stjórnarfundur haldinn, þann 12. mars  á Staðarbakka. Tilefni þess fundar var að undirbúa aðalfund félagsins fyrir árið 2012 sem halda átti í byrjun apríl, en vegna óviðráðanlegra orsaka var ákveðið að fresta fundinum um óákveðinn tíma. Þar sem fundi var frestað og ekki vitað hvenær hann yrði haldinn fórum við Viðar fram í Staðarbakka 5. apríl sl. til að afhenda Hákoni Tómassyni farandbikar félagsins fyrir hæst dæmda lambhrút félagsins fyrir árið 2012. Á haustdögum kom í ljós að tölvan í fjárvoginni var biluð og var hún send til Vélboða til viðgerðar,  þar sem skipt var um rafhlöðu og hleðslutæki.

Þann 14. janúar 2014 kom stjórnin saman í Brakanda. Tilefni þessar fundar  var að undirbúa þennan aðalfund, sem nú er haldinn fyrir árin 2012 og 2013. Að örðu leyti var starfsemi félagsins lítil þessi ár og fór eingöngu fram heima hjá hverjum og einum félagsmanni.  Að lokum vil ég þakka félögum mínum í stjórn, sem og félagsmönnum öllum samstarfið á síðustu árum.  

Þar sem aðalfundurinn féll niður á síðasta ári, lagði gjaldkerinn Viðar Þorsteinsson nú fram endurskoðaða ársreikninga félagsins fyrir árin 2012 og 2013 og var eintaki af þeim dreift til fundarmanna. Fyrir árið 2012 voru tekjur 6.139 kr. Tap ársins var 2.223 kr. Hrein eign 31.12. 2012 var krónur 272.151. Fyrir árið 2013 voru tekjur 6.595 kr. Tap ársins var 47.328 kr. Hrein eign 31.12. 2013 var krónur 224.823.

Engar umræður urðu um skýrslu formanns eða reikningana. Reikningarnir voru þá bornir upp og samþykktir samhljóða.

4. Framlagning á uppgjöri fyrir árið 2013 og umræður.

Guðmundur ritari félagsins lagði fram uppgjör félagsins fyrir síðasta ár. Alls eru í uppgjörinu  2.052 fullorðnar ær, þeim hefur fækkað um 14 frá síðasta ári. Skýrslufærðar voru 435 veturgamlar ær, sem er fækkun um 27 milli ára. Meðalafurðir voru 29,8 kg eftir hverja fullorðna á í félaginu, sem er 0,3 kg meira en haustið 2012. Hjá einstökum félögum voru mestar afurðir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 34,8 kg eftir fullorðna á. Hver veturgömul ær í félaginu skilaði að jafnaði 12,7 kg sem er 0,6 kg meira en á síðasta ári. Mestum afurðum, eins og hjá fullorðnu ánum, skiluðu gemlingarnir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 16,7 kg.

Eftir hverja á í félaginu fæddust 1,87 lömb, en 1,69 komu til nytja. Meðalfallþungi dilka í félaginu var 17,32 kg sem er 0,27 kg meira en haustið 2012. Hæstur fallþungi var hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi, 19,2 kg. Meðalflokkun lamba í félaginu var 9,16 fyrir vöðva og 7,30 fyrir fitu, hvoru tveggja hækkar ögn frá síðasta ári. Besta vöðvaflokkun var hjá Birgittu og Róbert eða 11,00. Lægsta fitumatið var hjá Valdimar og Ingunni Syðri-Reistará  4,54.

Fundarmenn fóru yfir uppgjörsskýrslurnar og veltu fyrir sé t.d. þeim kostagripum sem þeir sáu í hrútauppgjörinu.

Var nú tekið fundarhlé og buðu þau hjón á Ytri Bægisá, Stefán og Elísabet,  fundarfólki að þiggja rausnarlegar veitingar.

5. liður, önnur mál:

Guðmundur formaður kvaddi sér hljóðs til að veita verðlaun fyrir hæst stigaða lambhrút í félaginu haustið 2013. Í upphafi gat hann þess að þar sem aðalfundurinn féll niður á síðasta vetri hafi hann og Viðar í Brakanda veitt verðlaunin fyrir árið 2012, Hákoni Þór Tómassyni þann 5. apríl á Staðarbakka, fyrir hrútinn Jónsa 12-127. Hann er einlembingur undan gemling. Hann vó 47 kg. Ómtölur hans voru þessar: 34 mm ómv. 3,5 mm ómf. og 4,0 óml. Fótleggur er 118 mm. Stigun hans var: Haus 8,0 - h/h 9,0 - b/útl. 8,5 - bak 9,0 - malir 9,0 - læri 19,0, ull 9,0 - fætur 8,0 og samræmi 8,5 = 88,0 stig. Fjárvís einkunn hans er 147,1. Gripur þessi er undan Mjölni 11-227 og Salome 11-118. 

Þá snéri  Guðmundur sér að hæst stigaða lambhrút innan félagsins haustið 2013 og upplýsti um að hann væri í eigu Gests Haukssonar Stapasíðu 1 (Ásgerðarstaðaseli). Hann afhenti nú Gesti verðlaun félagsins fyrir hrútinn, sem eru að venju farandbikar félagsins og verðlaunapeningur til eignar. Hrútur þessi hefur nú hlotið nafnið Þór og er númer 13-303. Hann er tvílembingur og vó 54 kg. Ómtölur hans voru þessar: 31 mm ómv. 1,6 mm ómf. og 3,5 óml. Fótleggur er 110 mm. Stigun hans var: Haus 8,0 - h/h 9,0 - b/útl. 9,0 - bak 9,0 - malir 9,0 - læri 18,5, ull 8,0 - fætur 8,0 og samræmi 8,5 = 87,0 stig. Fjárvís einkunn hans er 203,9. Hrútur þessi er undan Grábotna 06-833 og Þóru 08-825.

Guðmundur Skúlason vakti athygli á að félagið verði fimmtíu ára þann 17. mars nk. Hann velti upp þeirri hugmynd að halda upp á afmælið, með því að halda ráðstefnu um sauðfjárrækt og hafa þar einnig veislu kaffi. Undirtektir við þetta voru góðar og var stjórn falið að afla styrkja til að hægt sé að  hrinda þessu í framkvæmd á þessum tímamótum í sögu félagsins.

Stefán Lárus Karlsson ræddi um að félagið beitti sér fyrir að halda lambhrútasýningu á vegum félagsins, þar sem menn gætu komið með nokkra lambhrúta frá hverjum bæ t.d. í samræmi við fjárfjölda. Einnig fannst Stefáni rétt að skoða hvort þetta gæti einnig verið sölusýning. Tekið var vel undir þetta og komu fram hugmyndir um að útvíkka þetta t.d. með því að hafa einnig skrautlambasýningu og jafnvel einnig sýningu á forustulömbum. Stjórn falið að vinna að framgangi þessa fyrir næsta haust.

 6. liður dagskrár, kosningar:

A) Einn mann í stjórn til tveggja ára í stað Guðmundar Sturlusonar, sem upplýsti um að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Kosningu hlaut: Stefán Lárus Karlsson með 5 atkvæðum.

B) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað Viðars Þorsteinssonar, sem einnig baðst undan endurkjöri. Kosningu hlaut: Gestur Hauksson með 4 atkvæðum.

C) Einn varamann stjórnar til eins árs í stað Birgittu Sigurðardóttur. Var hún klöppuð upp til endurkjörs.

D) Einn skoðunarmann reikninga til þriggja ára í stað Þóris Ármannssonar. Fyrir honum var einnig klappað til endurkjörs.

7. liður, fundarslit.

Um leið og Stefán sleit fundi þakkaði  hann Guðmundi og Viðari fyrir stjórnarsetu í þágu félags. Þeir þökkuðu fyrir sig og samstarf í stjórn á undangengnum árum.

         Fundi slitið kl 22:40.

Stefán Lárus Karlsson fundarstjóti.

Guðmundur Skúlason fundarritari.

 

  Þann 11. apríl 2012 var aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn í Búðarnesi kl. 20:30.

 Mættir eru á fundinn félagarnir: Guðmundur Sturluson, Viðar Þorsteinsson, Sigurður Skúlason, Margrét Halldórsdóttir, Guðmundur Skúlason, Gestur Hauksson, Gunnar Gunnarsson, Doris Maag, Þórir Ármannsson og Stefán Lárus Karlsson. Auk þess situr Sigurður Þór Guðmundsson ráðunautur fundinn.

 Guðmundur Sturluson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og kynnti svofellda dagskrá fundarins.

  1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara.

  2. Inntaka nýrra félaga.

  3. Skýrsla formanns og reikningar gjaldkera.

  4. Erindi: Sigurðar Þórs Guðmundssonar ráðunautar.

  5. Kosningar:

          a) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað 

    Guðmundar Skúlasonar.

          b) Einn varamann stjórnar til eins árs í stað

      Birgittu Sigurðardóttur.

  6. Önnur mál.

  7. Fundarslit.

1. liður dagskrár, kosning fundarstjóra og fundarritara:

  Guðmundur Sturluson gerði tillögu um Gunnar Gunnarsson sem fundarstjóra og Guðmund Skúlason ritara félagsins sem fundarritara og var það samþykkt.

 

2. liður á dagskrá, inntaka nýrra félaga og úrsögn úr félaginu:

  Inn í félagið voru tekin: Hlíf Aradóttir og Haukur Jóhannsson Bragholti, sem skiluðu nú fjárbók aftur fyrir síðasta skýrsluár.

 

3. liður dagskrár, skýrsla formanns og reikningar gjaldkera.

  Guðmundur Sturluson flutti svofellda skýrslu formanns:

Góðir félagar!

 Í stuttu máli ætla ég að greina frá starfsemi félagsins frá síðasta aðalfundi. Haldnir voru tveir stjórnarfundir. Sá fyrri var haldinn 12. apríl 2011 í Brakanda. Tilefni þess fundar var að skipuleggja skemmtiferð fram í Eyjafjörð, sem var svo farin 16. apríl, nánar tiltekið í gamla Saurbæjarhrepp. Heimsóttir voru sex bæir þennan dag. Var þessi ferð nokkuð góð. Allur viðurgjörningur var góður, enda Eyfirðingar höfðingjar heim að sækja og mega þeir eiga þökk fyrir það.

  Síðari fundur stjórnar félagsins var haldinn 1. apríl sl. á Þúfnavöllum. Tilefni hans var að skipuleggja þennan aðalfund sem er nú haldinn.

  Að örðu leyti var starfsemi félagsins lítil á sl. ári og fór eingöngu fram heima hjá hverjum og einum félagsmanni.

  Að lokum vil ég þakka félögum mínum í stjórn sem og félagsmönnum öllum samstarfið á síðasta ári.

  Gjaldkerinn Viðar Þorsteinsson, skýrði reikning félagsins og var eintaki af honum dreift til fundarmanna. Tekjur voru 4.999 kr. Tap ársins var 4.287 kr. Hrein eign í árslok krónur 274.374.

  Reikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.

 

4. liður dagskrár, erindi Sigurðar Þórs Guðmundssonar:

  Sigurður Þór fór yfir uppgjör félagsins fyrir síðasta ár. Alls eru í uppgjörinu  2.024 fullorðnar ær, þeim hefur fjölgað um 55 frá síðasta ári. Skýrslufærðar voru 462 veturgamlar ær, sem er fjölgun um 15 milli ára. Meðalafurðir voru 29,8 kg. eftir hverja fullorðna á í félaginu, sem er 0,5 kg. meira en haustið 2010. Hjá einstökum félögum voru mestar afurðir hjá Birgittu og Róbert 35,6 kg. eftir fullorðna á. Hver veturgömul ær í félaginu skilaði að jafnaði 12,1 kg. sem er 2,4 kg. meira en á síðasta ári. Mestum afurðum skiluðu gemlingarnir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 21,0 kg.

  Eftir hverja á í félaginu fæddust 1,85 lömb, en 1,72 komu til nytja. Meðalfallþungi dilka í félaginu var 17,15 kg. sem er 0,42 kg. meira en haustið 2010. Hæstur fallþungi var hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi, 20,0 kg. Meðalflokkun lamba í félaginu var 8,94 fyrir vöðva og 7,21 fyrir fitu, hvoru tveggja er örlitlu lægra en á síðasta ári. Besta vöðvaflokkun var hjá Birgittu og Róbert eða 10,85, en lægsta fitumatið var hjá Valdimar og Ingunni Syðri-Reistará  4,94. Hæst hlutfall milli vöðva og fitu var hjá Viðari og Elínrósu í Brakanda 1,52.

  Sigurður Þór fór svo yfir lista með hrútum félagsmanna og ræddir voru kostir þeirra og gallar. Þá fór hann yfir nýlega framsett ræktunarmarkmið í sauðfjárrækt.

  Guðmundur Skúlason lagði fram gögn sem hann hefur unnið upp úr Fjárvís um hrúta, sem notaðir hafa verið á sæðingastöðvum um nokkurt árabil. Gerði hann samanburð á hvernig synir einstakra hrútar hafa komið út, sem ærfeður og hvernig synir hrúta frá einstökum bæjum hafi komið út einnig sem ærfeður. Einnig gerði hann svipaðan samanburð á hrútum frá einstökum héruðum. Ýmislegt í þessum samanburði vakti athygli og spunnust verulegar umræður um hann og annað varðandi val á hrútum á sæðingastöðvar og almennt um sauðfjárræktina.

 

5. liður dagskrár, kosningar:

Kjósa þarf einn mann í stjórn í stað Guðmundar Skúlasonar til þriggja ára. Var hann endurkjörinn með lófaklappi.

Kjósa þarf varamann stjórnar til eins árs í stað Birgittu Sigurðardóttur. Var hún endurkjörin með lófaklappi.

 

7. liður, önnur mál:

 Guðmundur formaður kvaddi sér hljóðs og veitti verðlaun fyrir hæst stigaða lambhrút í félaginu haustið 2011. Hrútur sá er í eigu: Sigrúnar og Guðmundar á Staðarbakka. Að venju eru verðlaunin farandbikar félagsins og verðlaunapeningur til eignar. Hrútur þessi hefur nú fengið nafnið Freyr og er númer 11-215. Hann er tvílembingur og vó 50 kg. Ómtölur hans voru þessar: 31mm ómv. 2,2mm ómf. og 4,5 óml. Fótleggur er 106mm. Stigun hans var: Haus 8,0 - h/h 9,0 - b/útl. 8,5 - bak 9,0 - malir 9,0 - læri 18,0, ull 8,5 - fætur 8,0 og samræmi 8,5 = 86,5 stig. Fjárvís einkunn hans er 169,6. Gripur þessi er undan Djákna 10-102 og Rauð 07-049. F.f. er Borði 08-838. F.m.f. er Raftur 05-966. M.f. er Þróttur 04-991.

 

8. liður, fundarslit.

  Fundargerðin lesin upp og eftir smávægilegar athugasemdir var hún samþykkt.

  Í lok fundar þáðu fundarmenn höfðinglegar veitingar hjá gestgjöfum fundarins þeim Doris og Gunnari í Búðarnesi. 

    Fundi slitið. 

Gunnar Gunnarsson fundarstjóri.

Guðmundur Skúlason fundarritari.

 

        Fundargerð aðalfundar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn 31. mars 2011 á Staðarbakka.

  Þann 31. mars 2011 var komið saman til aðalfundar í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps kl. 20:30 á Staðarbakka.
  Mættir eru á fundinn félagarnir: Guðmundur Sturluson, Viðar Þorsteinsson, Sigurður Skúlason, Margrét Halldórsdóttir, Sigrún Franzdóttir, Guðmundur Skúlason, Gestur Hauksson, Gunnar Gunnarsson, Doris Maag, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir, Þórir Ármannsson, Valdimar Gunnarsson, Ingunn Aradóttir, Ólafur G Vagnsson og Stefán Lárus Karlsson. Auk þess situr Sigurður Þór Guðmundsson ráðunautur fundinn.

  Guðmundur Sturluson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og kynnti svofellda dagskrá fundarins: 
    1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara. 
    2. Inntaka nýrra félaga og úrsögn úf félaginu. 
    3. Skýrsla formanns og reikningar gjaldkera. 
    4. Erindi: Sigurðar Þórs Guðmundssonar ráðunautar. 
    5. Kosningar: 
    a) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað 
          Viðars Þorsteinssonar. 
    b) Einn varamann stjórnar til eins árs í stað 
          Birgittu Sigurðardóttur. 
    c) Einn skoðunarmann reikninga til þriggja 
          ára í stað Ármanns Búasonar. 
    6. Önnur mál. 
    7. Fundarslit. 

    1. liður dagskrár, kosning fundarstjóra og fundarritara:
  Guðmundur Sturluson gerði tillögu um Sigurð Skúlason sem fundarstjóra og Guðmund Skúlason ritara félagsins sem fundarritara og var það samþykkt. 

    2. liður á dagskrá, inntaka nýrra félaga og úrsögn úr félaginu:
  Um inngöngu sóttu: Þórir Ármannsson og Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir Myrkárbakka. Innganga þeirra var samþykkt með lófaklappi. Úr félaginu gengu Hlíf Aradóttir og Haukur Jóhannsson Bragholti, sem ekki skiluðu fjárbók fyrir starfsárið 2009/2010 og Alda Traustadóttir og Ármann Búason Myrkárbakka, sem hættu búskap um síðustu áramót. 

    3. liður dagskrár, skýrsla formanns og reikningar gjaldkera.
  Guðmundur Sturluson flutti svofellda skýrslu formanns: 
    "Góðir félagar.
Ég ætla hér í stuttu máli að fara yfir starfsemi félagsins, sem var óskaplega lítil sem félagið sjálft stóð fyrir á síðastliðnu ári, en starfsemin alfarið verið hjá hverjum og einum félagsmanni. Einn stjórnarfundur var haldinn á árinu í byrjun þessa mánaðar hér að Staðarbakka til að skipuleggja aðalfund félagsins.
  Fleira hef ég ekki að segja um félagsstarfið að þessu sinni. En vil nota tækifærið og þakka Guðmundi fyrir að halda úti heimasíðu félagsins, svo að venju vil ég þakka félögum mínum í stjórn sem og félagsmönnum öllum samstarfið á síðastliðnu ári."
  Að loknum flutningi skýrslunnar, afhenti Guðmundur formaður Sigrúnu og Guðmundi á Staðarbakka farandbikar félagsins og verðlaunapening fyrir hæst stigaða lambhrútinn innan félagsins haustið 2010. Hrútur þessi hefur nú fengið nafnið Faldur og er númer 10-205. Hann er einlembingur og vó 52 kg. Ómtölur hans voru þessar: 30mm ómv. 3,0mm ómf. og 4,0 óml. Fótleggur er 108mm. Stigun hans var: Haus 8,0 - h/h 9,0 - b/útl. 9,5 - bak 8,5 - malir 9,5 - læri 19,5, ull 8,5 - fætur 8,0 og samræmi 8,0 = 88,5 stig. Fjárvís einkunn hans er 160,0. Gripur þessi er undan Sokka 07-835 og Báru 08-874. M.f. er Garður 05-802. M.m.f. er Bessi 99-851. M.f.m.f. er Stapi 98-866.

  Gjaldkeri Viðar Þorsteinsson, las og skýrði ársreikning félagsins fyrir árið 2010. Tekjur ársins voru 40.955 krónur. Hagnaður ársins var krónur 36.157. Hrein eign í árslok var krónur 278.661. Reikningurinn er undirritaður af stjórn og kjörnum skoðunarmanni félagsins Ármanni Búasyni.
  Engar umræður urðu um skýrslu formanns eða reikninginn og var reikningurinn samþykktur samhljóða. 

    4. liður dagskrár, erindi Sigurðar Þórs Guðmundssonar:
  Sigurður fór yfir uppgjör félagsins fyrir síðasta ár. Alls eru í uppgjörinu 1.969 fullorðnar ær, þeim hefur fjölgað um 234 frá síðasta ári. Skýrslufærðar voru 447 veturgamlar ær, sem er fjölgun um 93 milli ára. Meðalafurðir voru 29,3 kg. eftir hverja fullorðna á í félaginu, sem er 0,3 kg. minna en haustið 2009. Hjá einstökum félögum voru mestar afurðir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi 35,4 kg. eftir fullorðna á. Hver veturgömul ær í félaginu skilaði að jafnaði 9,7 kg. sem er 2,8 kg. minna en á síðasta ári. Mestum afurðum skiluðu gemlingarnir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 17,8 kg. Eftir hverja á í félaginu fæddust 1,87 lömb, en 1,72 komu til nytja. Meðalfallþungi dilka í félaginu var 16,73 kg. sem er 0,04 kg. meira en haustið 2009. Hæstur fallþungi var hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi, 18,62 kg. Meðalflokkun lamba í félaginu var 9,17 fyrir vöðva og 7,30 fyrir fitu, hvoru tveggja er örlitlu hærra en á síðasta ári. Besta vöðvaflokkun var hjá Gesti í Ásgerðarstaðaseli eða 11,06, en lægsta fitumatið var hjá Valdimar og Ingunni Syðri-Reistará 4,68. Hæst hlutfall milli vöðva og fitu var hjá Birgittu og Róbert Staðarbakka 1,44.
  Sigurður fór svo yfir lista með hrútum félagsmanna og ræddir voru kostir þeirra og gallar. Þá fór hann yfir notkun sæðingahrúta á líðandi vetri og spurði hvort menn hefðu eitthvað við framkvæmd sæðinganna að segja.
  Gagnrýni kom fram um hrútaval á sæðingastöðvunum t.d. á skyldleika hyrndu hrútanna og að þeir væru ekki nógu vel valdir hvað mjólkurlægni dætra varðar. Þá voru menn ákveðið þeirrar skoðunar að ekki ætti að taka inn á sæðingastöð stygga og geðbilaða hrúta. 
  Ábendingar komu fram um að ýmislegt þyrfti að þróa betur varðandi Fjárvís. Sigurður Þór upplýsti að hægagangur væri á þróun Fjárvís hjá Bændasamtökunum vegna manneklu við forritun. Hann hvatti þó eindregið til að félagsmenn skili sínu skýrsluhaldi í Fjárvís á netinu, en af 11 fjárbókum félagsmanna er nú þegar 8 skilað þannig
  Mikið rætt um kálbeit og hver áhrif hennar væri á fjárræktina og sýndist sitt hverjum. 

    5. liður dagskrár, kosningar:
  Kjósa þarf einn mann í stjórn í stað Viðars Þorsteinssonar til þriggja ára. Var hann endurkjörinn með lófaklappi.
  Kjósa þarf varamann stjórnar til eins árs í stað Birgittu Sigurðardóttur. Var hún endurkjörin með lófaklappi.
  Þar sem Ármanns Búasonar endurskoðandi félagsreikninganna, sem kjörinn var á síðasta aðalfundi til þriggja ára, hefur gengið úr félaginu vegna búskaparloka þarf að kjósa skoðunarmann reikninga í hans stað til þriggja ára. Tillaga kom fram um að láta þetta starf ganga í erfðir og var það samþykkt með lófaklappi. Er því Þórir Ármannsson rétt kjörinn skoðunarmaður reikninga til næstu þriggja ára. 

    7. liður, önnur mál:
  Guðmundur formaður kvaddi sér hljóðs og sagði að Stefán Lárus hefði rætt það við sig að fara í skoðunarferð vestur á Strandir nú í apríl. Hann spurði um álit félagsmanna. Í umræðunni var rifjað upp að félagið ætti inni heimboð frá Fjárræktarfélagi Hólasóknar. Eftir umræður var ákveðið að fela stjórn að koma á heimsókn til Fjárræktarfélags Hólasóknar nú í apríl og stefna svo að ferð á Strandir í haust og þá með í huga kaup á kynbótagripum í leiðinni. 

    8. liður, fundarslit.
  Fundargerðin lesin upp og eftir smávægilegar athugasemdir var hún samþykkt.
  Sleit fundarstjóri nú fundi og bauð fundarmönnum að þiggja veitingar. 
    Fundi slitið kl. 22:52. 

    Sigurður Skúlason        Guðmundur Skúlason
       fundarstjóri                       fundarritari
    Fundargerð aðalfundar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn þann 24. mars 2010 á Myrkárbakka.
  
  
  Þann 24. mars 2010 var komið saman til aðalfundar í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps á Myrkárbakka í Hörgárdal.
  Mættir eru á fundinn félagarnir: Alda Traustadóttir, Ármann Búason, Guðmundur Sturluson, Viðar Þorsteinsson, Sigurður Skúlason, Margrét Halldórsdóttir, Sigrún Franzdóttir, Guðmundur Skúlason, Gestur Hauksson og Stefán Lárus Karlsson. Auk þess sitja fundinn: Sigurður Þór Guðmundsson og Anna Guðrún Grétarsdóttir.

  Guðmundur Sturluson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og kynnti svofellda dagskrá fundarins: 
    1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara. 
    2. Inntaka nýrra félaga. 
    3. Skýrsla formanns og reikningar gjaldkera. 
    4. Erindi: Sigurðar Þórs Guðmundssonar. 
    5. Erindi: Önnu Guðrúnar Grétarsdóttur. 
    6. Kosningar: 
     a) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað 
           Guðmundar Sturlusonar. 
     b) Einn varamann stjórnar til eins árs í stað 
           Birgittu Sigurðardóttur. 
     c) Einn skoðunarmann reikninga til þriggja 
           ára í stað Ármanns Búasonar. 
    7. Önnur mál. 
    8. Fundarslit. 

    1. liður dagskrár, kosning fundarstjóra og fundarritara:
  Guðmundur Sturluson gerði tillögu um Ármann Búason sem fundarstjóra og Guðmund Skúlason ritara félagsins sem fundarritara og var það samþykkt. 

    2. liður á dagskrá, inntaka nýrra félaga:
  Um inngöngu sóttu: Gestur Hauksson, Valdimar Gunnarsson og Ingunn Aradóttir. Innganga þeirra var samþykkt samhljóða. 

    3. liður dagskrár, skýrsla formanns og reikningar gjaldkera. 
  Guðmundur Sturluson flutti svofellda skýrslu formanns:
  "Ég ætla í stuttu máli að gera grein fyrir því helsta sem hefur verið um að vera í félagsstarfinu frá síðasta aðalfundi, sem haldinn var 31. mars 2009.
  Stjórnin hefur haldið 3 bókaða stjórnarfundi. Sá fyrsti var haldinn að Staðarbakka 4. september. Á þessum fundi var helst rætt um framtíð hrútasýningahalds á veturgömlum hrútum og var ákveðið að félagið myndi ekki standa að sýningu á veturgömlum hrútum, eins og gert hefur verið í áratugi og má kannski segja að þarna hafi lagst af mikil menningarsamkoma, en hlutirnir breytast og áherslurnar líka. En samt sem áður voru dæmdir lambhrútar heima á allflestum bæjum.
  Næsti stjórnarfundur var haldinn 2. nóvember í Brakanda. Að venju voru allir stjórnarmenn mættir, auk Stefáns Lárusar. Tilefni þessa fundar var að ræða um og skipuleggja ferð sem farinn var austur í Öxarfjörð 14. nóvember sl., en Stefán sá um skipulagningu ferðarinnar ásamt stjórninni. Stefán hafði sett sig í samband við Gunnar í Sandfelli, sem sá um skipulagninguna heima í Öxarfirði. Vil ég nota tækifærið og þakka Stefáni fyrir framtakið. Komið var við á fimm bæjum, en það voru Sandfellshagi 1og 2, Klifshagi 2, Hafrafellstunga og Ærlækur. Fengum við að sjá fallegt fé á þessum bæjum og svo var einnig gert vel við okkur, bæði í mat og drykk, þannig að ég held að þessi ferð hafi tekist með miklum ágætum og verði lengi í minnum höfð.
  Á þessum fundi var Stefáni úthlutað hrútanúmerum og hefur hann fengið númerin 700-749.
  Þriðji bókaði stjórnarfundurinn var haldinn að Þúfnavöllum 17. mars sl. Þar voru til umræðu nokkuð hefðbundin fundarefni, svo sem reikningar félagsins og umræður um komandi aðalfund félagsins. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga og skrifuðu stjórnarmenn undir reikningana, sem verða kynntir hér á eftir.
Síðastliðið vor komu Sauðfjárræktarfélagið Freyr og Sauðfjárræktarfélag Hólasóknar í heimsókn til félaga í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps, að líta bæði á fólk og búfénað. Við búum svo vel í þessu félagi að við höfum mikla fjölbreytni í ræktunarstarfi, við getum sýnt vel gert fé, ferhyrnt fé, flekkótt fé og forustufé. Voru þetta um 20 manns sem komu í þessa heimsókn. Komu Eyfirðingar við á: Brakanda, Ytri Bægisá 2, Þúfnavöllum og Staðarbakka. Það var gaman að fá Eyfirðingana í heimsókn og eigum við inni heimboð til þeirra í staðinn.
  Ekkert hrútaspilakvöld var haldið á síðastliðnu ári, eins og hefur verið gert undanfarin ár og þyrftum við helst að snara einu slíku á nú á næstunni. Gott væri að heyra hvað félagsmönnum fyndist um það. 
  Svo vil ég þakka Guðmundi Skúlasyni fyrir að halda utan um heimasíðu félagsins
  Að endingu vil ég þakka félögum mínum í stjórn, einnig Sigurði Þór, Ólafi G. Vagnssyni, sem og félagsmönnum öllum fyrir samstarfið síðastliðið ár."

  Gjaldkeri Viðar Þorsteinsson, las og skýrði ársreikning félagsins fyrir árið 2009. Tekjur ársins voru 48.070 krónur. Hagnaður ársins var krónur 9.227. Niðurstöðutala efnahagsreiknings er krónur 252.504. Reikningurinn er undirritaður af stjórn og kjörnum skoðunarmanni félagsins Ármanni Búasyni. Engar umræður urðu um skýrslu formanns eða reikninginn og var reikningurinn samþykktur samhljóða. 

    4. liður dagskrár, erindi Sigurðar Þórs Guðmundssonar:
  Sigurður fór yfir uppgjör félagsins fyrir síðasta ár. Alls eru í uppgjörinu 1.735 fullorðnar ær og 354 veturgamlar. Meðalafurðir voru 29,6 kg. eftir hverja fullorðna á í félaginu, sem er 0,4 kg. minna en haustið 2008. Hjá einstökum félögum voru mestar afurðir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi 33,6 kg. eftir fullorðna á. Hver veturgömul ær í félaginu skilaði að jafnaði 12,5 kg. sem er 0,5 kg. meira en á síðasta ári. Mestum afurðum skiluðu gemlingarnir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 17,7 kg.
  Meðalfallþungi dilka í félaginu var 16,69 kg. Hæstur fallþungi var hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi, 18,86 kg. Meðalflokkun lamba í félaginu var 9,1 fyrir vöðva og 7,26 fyrir fitu. Besta vöðvaflokkun var hjá Birgittu og Róbert eða 10,86, en lægsta fitumatið var hjá Viðari og Elínrósu Brakanda 6,14.
  Fram kom að félagar eru mjög ósáttir með þá ákvörðun að hætta að reikna út kjöt % í uppgjörinu sé lengra liðið frá lifandi vigtun til slátrunar en ein vika. Þá kom fram sú skoðun, að ekki ætti að skrá inn í fjárvís fallþunga og flokkun á þeim lömbum sem slátrað er heima.
  Sigurður Þór fór yfir þróun í fallþunga og flokkunar síðustu ára milli landssvæða og sláturhúsa. 

    5. liður dagskrár, erindi Önnu Guðrúnar Grétarsdóttur:
  Anna Guðrún kynnti fárvis.is fyrir félagsmönnum og studdi þá kynningu með glærum. Fór hún ítarlega yfir grunnupplýsingar í fjárvis, fangskráningu og burðarskráningu og svaraði fyrirspurnum fundarmanna jafnóðum. 

    6. liður dagskrár, kosningar:
  Kjósa þarf 1 mann í stjórn í stað Guðmundar Sturlusonar til þriggja ára. Var hann endurkjörinn með lófaklappi.
  Birgitta Sigurðardóttir var endurkjörin varamaður stjórnar til eins árs með lófaklappi.
  Kjósa þarf skoðunarmann reikninga í stað Ármanns Búasonar til þriggja ára. Var hann einnig endurkjörinn með lófaklappi. 

    7. liður, önnur mál:
  Guðmundur formaður kvaddi sér hljóðs og afhenti Sigurði og Margréti á Staðarbakka farandbikar félagsins og verðlaunapening fyrir hæst stigaða lambhrútinn haustið 2009. Hrútur þessi hefur nú fengið nafnið Flosi og er númer 09-194, stigaðist hann uppá 87,5 stig. Hann er undan Hyrni 08-183, sem er undan Króki 05-803. Móðir Flosa er Gulla 05-515.
  Formaður spurði um áhuga fyrir að koma saman og spila hrútaspil og voru jákvæðar undirtektir við það.
  Sigurður Þór þakkaði fyrir að hafa fengið að koma á fundinn og óskaði félagsmönnum velgengni í fjárræktinni. 

    8. liður, fundarslit.
  Fundargerðin lesin upp, engar athugasemdir komu fram við hana og skoðast hún samþykkt.
  Guðmundur formaður þakkaði húsráðendum fyrir að hýsa fundinn.
  Sleit fundarstjóri nú fundi og buðu Alda og Ármann fundarmönnum að þiggja veitingar. 
    Fundi slitið kl. 23:35.

    Ármann Búason        Guðmundur Skúlason
      fundarstjóri                    fundarritari 

 
   

     Fundargerð aðalfundar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn þann 31. mars 2009 á Þúfnavöllum. 

  Þann 31. mars 2009 var komið saman til aðalfundar í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps á Þúfnavöllum í Hörgárdal.
  Mættir eru á fundinn félagarnir: Guðmundur Sturluson, Sturla Eiðsson, Guðleif Jóhannesdóttir, Viðar Þorsteinsson, Sigurður Skúlason, Margrét Halldórsdóttir, Sigrún Franzdóttir, Guðmundur Skúlason og Stefán Lárus Karlsson. Auk þess sitja ráðunautarnir, Ólafur G Vagnsson og Sigurður Þór Guðmundsson fundinn.

  Guðmundur Sturluson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og kynnti svofellda dagskrá fundarins: 
    1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara. 
    2. Inntaka nýrra félaga. 
    3. Skýrsla formanns og reikningar gjaldkera. 
    4. Erindi: Sigurður Þór Guðmundsson. 
    5. Tillögur og afgreiðsla þeirra. 
    6. Kosningar: 
    a) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað 
        Guðmundar Skúlasonar. 
    b) Einn varamann stjórnar til eins árs í stað 
        Birgittu Sigurðardóttur. 
    7. Önnur mál. 
    8. Fundarslit. 

    1. liður dagskrár, kosning fundarstjóra og fundarritara: 
  Guðmundur Sturluson gerði tillögu um Sturlu Eiðsson sem fundarstjóra og Guðmund Skúlason ritara félagsins sem fundarritara og var það samþykkt. 

    2. liður á dagskrá, inntaka nýrra félaga:
  Um inngöngu sótti Stefán Lárus Karlsson á Ytri Bægisá 2, var hann boðinn velkominn í félagið með lófaklappi. Uppgjör Stefáns fyrir síðasta ár var flutt úr Sauðfjárræktarfélaginu Neista í Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps. 

    3. liður dagskrár, skýrsla formanns og reikningar gjaldkera.
  Guðmundur Sturluson flutti svofellda skýrslu formanns: 
    "Góðir félagar!
  Ég ætla í stuttu máli að gera grein fyrir því helsta sem hefur verið um að vera í félagsstarfinu frá síðasta aðalfundi, sem haldinn var 17. mars 2008.
  Stjórnin hefur haldið 3 bókaða stjórnarfundi:
  Sá fyrsti var haldinn að Staðarbakka 31. ágúst. Verkaskipting stjórnar var tekin fyrir og var hún ákveðin eftirfarandi: Guðmundur Sturluson formaður, Guðmundur Skúlason ritari og Viðar Þorsteinsson gjaldkeri, en Viðar kom inn í stjórnina á síðasta aðalfundi í stað Gunnars Gunnarssonar.
  Reikningar félagsins voru enn einu sinni teknir til umræðu samkvæmt tilmælum frá síðasta aðalfundi félagsins, að koma ársreikningnum í hefðbundið reikningsskilaform og er þeirri vinnu nú lokið og vonandi myndast sátt um reikningana eftir langvarandi ágreining um uppsetningu þeirra.
  Stjórnin ákvað að sækja um kennitölu fyrir félagið og var fyllt út umsókn þess efnis og send til ríkisskattstjóra. Félagið hefur nú fengið kennitölu, eru það viss þægindi að félagið hafi sína eigin kennitölu varðandi bankareikninga og fleira, en hingað til hafa þeir þurft að vera á nafni gjaldkera.
  Ákveðið var á þessum fundi að haldin skyldi hrútasýning á vegum félagsins á veturgömlum hrútum, eins og verið hefur undanfarin haust og var hún svo haldin 25. september sl. á Þúfnavöllum. Mættu til sýningar auk heimahrúta hrútar frá Staðarbakka, einnig voru skoðaðir 5 hrútar heima í Búðarnesi fyrr um daginn. Að venju var þetta fallegur hópur af hrútum. Dómarar að þessu sinni voru þeir Sigurður Þór Guðmundsson og Ólafur G. Vagnsson, sem var á ómsjánni. Dæmdust hrútarnir ekki í samræmi við væntingar og voru eigendur hrútanna ósáttir, því voru dómar á sumum hrútanna endurskoðaðir. Fjórir hæst dæmdu hrútarnir voru: Fyrstur í röð með 86.5 stig var Dvergur 07-270 faðir Krókur 05-803, í eigu Guðmundar og Sigrúnar á Staðarbakka. Annar í röð var Börkur 07-175 undan Krók 05- 803, með 85 stig í eigu Sigurðar og Margrétar á Staðarbakka. Þriðji í röð var Eitill 07-444 undan Fót 04-423 með 85 stig í eigu Sturlu og Guðleifar á Þúfnavöllum. Fjórði í röðinni var Gammur 07-443 frá Hjarðarfelli faðir Ljúfur 05-968 með 85 stig, einnig í eigu Sturlu og Guðleifar á Þúfnavöllum.
  Á eftir sýningunni voru skoðaðir lambhrútar frá Þúfnavöllum, en annars fóru lambaskoðanir fram heima hjá hverjum og einum félagsmanni. Á Staðarbakka var skoðaður stór hópur lambhrúta og kom þar fram hæst dæmdi lambhrúturinn í félaginu og á starfssvæði BSE, fékk hann 88,5 stig. Hrútur þessi hefur nú fengið nafnið Sómi 08-280 og er undan Berki 07-175.
  Á sumum bæjum voru lambhrútadómarnir ekki í neinu samræmi við kosti hrútanna það kom bersýnilega fram í kjötmatinu, sem kom mun betur út, en efni voru til samkvæmt dómum Sigurðar Þórs Guðmundssonar. Ekki var því mark á þeim takandi og ekki hægt að nota dómana til hliðsjónar við val á ásetningshrútum. Er þetta algerlega óásættanlegt og verður að laga fyrir næsta haust, svo bændur geti nýtt sér þessa þjónustu og haft eitthvert gagn af henni
  Þann 11. nóvember 2008, var komið saman til fundar að Brakanda. Styrkur hafði þá borist félaginu frá BÍ fyrir árið 2007 upp á 22.594 krónur, sem eru 16 krónur á hverja skýrslufærða á í félaginu árið 2007. Með styrknum kom bréf frá Jóni Viðari Jónmundssyni, sem fjallaði um hin ýmsu mál sauðfjárræktarinnar og skýrsluhaldsins. Rætt var um störf dómara á hrútasýningunni í haust og voru stjórnarmenn sammála að dómar hefðu verið með þeim annmörkum að ekki komi til greina að greiða fyrir sýninguna. Í framhaldinu var svo sent svofellt bréf til Vignis Sigurðssonar framkvæmdastjóra Búgarðs:
  "Á stjórnarfundi í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps þann 11. nóvember sl. var gerð eftirfarandi bókun: Rætt um störf dómara á hrútasýningu félagsins þann 25. september sl. Stjórnarmenn eru sammála um að þau hafi verið með þeim annmörkum, að ekki komi til greina að greiða fyrir sýninguna, nema hugsanlega að litlum hluta. Þetta tilkynnist hér með, frekari skýringar getur undirritaður veitt."
  Bréfið undirritaði ég formaður félagsins Guðmundur Sturluson.
  Eftirfarandi svar barst í bréfi dagsettu 13. janúar 2009:
  "Á stjórnarfundi Búgarðs 12. desember sl. var tekið fyrir bréf frá Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps. Stjórn Búgarðs ráðgjafaþjónustu ber fullt traust til viðkomandi dómara en samþykkir að fella niður umrætt gjald. Ekki verður aðhafst frekar í málinu en félaginu er hér með boðið að hafa meira sjálfdæmi í vali á dómurum í framtíðinni." Bréfið var undirritað af Vigni Sigurðssyni framkvæmdastjóra Búgarðs ráðgjafaþjónustu.
  Þann 16. mars 2009 var komið saman til fundar á Þúfnavöllum, allmörg mál voru til umræðu. Gjaldkeri lagði fram endurgerða ársreikninga fyrri ára og einnig ársreikninginn fyrir 2008 og samþykkti stjórnin þá fyrir sitt leyti. Nokkrar umræður urðu um komandi aðalfund félagsins. Einnig var rætt um að halda hrútaspilakvöld núna í apríl nk. eins og gert hefur verið undanfarin tvö ár. Gott væri að heyra hvað félögum finnst um þau áform. Rætt var um að tími væri kominn á ýmislegt viðhald á fjárvog félagsins, t.d. er rafhlaðan í tölvunni orðin léleg og þarf að endurnýja hana fyrir næsta haust, einnig veitti ekki af því að lakka vogina.
  Á þessum stjórnarfundi var líka rætt um væntanlega heimsókn Sauðfjárræktarfélags Hólasóknar í apríl nk. Félagar þar hafa áhuga á að líta í fjárhús hér hjá félagsmönnum og vilja koma við á sem flestum bæjum og var stjórnin beðin um að skipuleggja þessa heimsókn að einhverju leyti.
  Að endingu ætla ég að minnast á hrútaspilakvöld, sem haldið var að Staðarbakka 28. mars 2008. Þetta var í annað sinn sem slíkt er haldið á vegum félagsins, voru því spilarar orðnir nokkuð sjóaðri í spilinu og gekk það nú betur og hraðar fyrir sig. Nokkuð vegleg verðlaun voru fyrir fyrsta sæti, var það gjafabréf frá félaginu uppá 10.000 krónur, sem nota átti til kaupa lambs á einhverjum bæjanna í félaginu. Ágætlega var mætt á spilakvöldið, en aðsókn mætti nú samt vera meiri.
  Mig langar að þakka Guðmundi Skúlasyni sérstaklega fyrir að halda úti og sjá um heimasíðu félagsins. Slóðin inn á síðuna er 123.is/sauður.
  Læt ég hér lokið þessari skýrslu og vil að endingu þakka félögum mínum í stjórn, Ólafi G. Vagnsyni og Sigurði Þór Guðmundssyni svo og félögum öllum fyrir samstarf og samskipti."

  Gjaldkeri Viðar Þorsteinsson, las og skýrði endurgerðan ársreikning félagsins fyrir árið 2007, en á aðalfundinum 2008 var þá framlögðum ársreikningi félagsins fyrir árið 2007 hafnað og stjórn falið að koma honum í eðlilegt reikningsskilaform. Gjaldkeri greindi frá því að hann hafi farið með uppsettan reikninginn til endurskoðunarskrifstofunnar KPMG og fengið þar þá umsögn að reikningurinn væri settur upp á glöggan hátt og sýndi vel fjárhagslegt umfang félagsins. Þá gerði gjaldkeri grein fyrir ársreikningi félagsins fyrir árið 2008. Tekjur ársins eru 45.571 krónur. Hagnaður ársins er krónur 22.888. Niðurstöðutala efnahagsreiknings er krónur 233.277. Báðir reikningarnir eru undirritaðir af stjórn og kjörnum skoðunarmanni félagsins Ármanni Búasyni. Litlar umræður urðu um reikningana og voru þeir báðir samþykktir samhljóða. 

    4. liður dagskrár, erindi Sigurðar Þórs Guðmundssonar:
  Sigurður fór yfir uppgjör félagsins fyrir síðasta ár. Meðaltals afurðir voru 30,0 kg. eftir hverja fullorðna á í félaginu, sem er 1,3 kg. meira en haustið 2007. Hjá einstökum félögum voru mestar afurðir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi 35,4 kg. eftir fullorðna á. Hver veturgömul ær í félaginu skilaði að jafnaði 12,0 kg. sem er 0,3 kg. meira en á síðasta ári. Mestum afurðum skiluðu gemlingarnir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 19,2 kg. Meðal fallþungi dilka í félaginu var 17, 19 kg. Hæstur fallþungi var hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi, 18,94 kg. Meðalflokkun lamba í félaginu var 9,16 fyrir vöðva og 7,34 fyrir fitu. Besta vöðvaflokkun var hjá Birgittu og Róbert eða 10,68 en hagstæðasta fitumatið var hjá Viðari og Elínrósu Brakanda 6,08.
  Sigurður fór nú yfir úttekt Eyþórs Einarssonar, varðandi kjötmat og stigun lifandi lamba og samræmi þess við raunverulegt vefjahlutfall skrokkanna. Þá fór Sigurður yfir athugun Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis o.fl. á fósturdauða lamba og lambadauða í fæðingu og unglamba dauða. Margar ástæður eru fyrir þessu svo sem hnjask og ýmsir sjúkdómar. Voru þetta allt fróðlegar upplýsingar. Talsverðar umræður urðu um erindi Sigurðar t.d. skort á jarðtengingu í gripahúsum.

  Var nú tekið kaffihlé og þáðu fundarmenn höfðinglegar veitingar hjá þeim Guðleifu og Sturlu.
  Í kaffihléinu kvaddi Guðmundur formaður sér hljóðs og afhenti Sigrúnu og Guðmundi á Staðarbakka farandbikar félagsins og verðlaunapening fyrir hæst stigaða lambhrútinn haustið 2008. Hrútur þessi hefur nú fengið nafnið Sómi og er númer 08-280, stigaðist hann uppá 88,5 stig. Hann er undan Berki 07-175, sem er undan Króki 05-803. Móðir Sóma er Dropa 06-674, hún er undan Baggalút 04-244.
  Einnig afhenti hann Ólafi G Vagnssyni ráðunaut, heiðursskjal þar sem honum eru þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins og hann hafi í þakklætisskyni verið gerður að heiðursfélaga í félaginu á aðalfundi þess 17. mars 2008. 

    5. liður dagskrár, tillögur og afgreiðsla þeirra:
  Engar tillögur komu fram. 

    6. liður dagskrár, kosningar:
  Kjósa þarf 1 mann í stjórn í stað Guðmundar Skúlasonar, sem hefur lokið sínu kjörtímabili. Var hann endurkjörinn með lófaklappi.
  Birgitta Sigurðardóttir var endurkjörin varamaður stjórnar til eins árs með lófaklappi. 

    7. liður, önnur mál:
  Formaður spurði hvort félagsmenn hefðu áhuga á að koma saman og spila hrútaspil. Jákvæð viðbrögð voru við því. Rætt um að fara í ferð t.d. í Öxarfjörð jafnvel í skoðunarferð í vor og svo hrútakaupaferð í haust. Rætt var aðeins um væntanlega heimsókn Sauðfjárræktarfélags Hólasóknar.
  Ýmislegt fleira rætt en ekki til bókar fært hér. 

    9. liður, fundarslit.
  Fundargerðin lesin upp engar athugasemdir komu fram við hana og skoðast hún samþykkt. 

    Fundi slitið kl. 23:35. 

    
Sturla Eiðsson        Guðmundur Skúlason
     fundarstjóri                fundarritari

 
    Fundargerð aðalfundar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn 17. mars 2008 að Auðnum 2. 

  Þann 17. mars 2008 var komið saman til aðalfundar í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps að Auðnum II í Öxnadal.
  Mættir voru þessir félagar: Erla Halldórsdóttir, Guðmundur Sturluson, Viðar Þorsteinsson, Elínrós Sveinbjörnsdóttir, Sigurður Skúlason, Margrét Halldórsdóttir, Doris Maag, Gunnar Gunnarsson, Sigrún Franzdóttir og Guðmundur Skúlason. Auk þess sitja öll systkinin, börn Erlu og Ara á Auðnum fundinn þau: Sólveig, Jósavin, Hlíf, Guðríður, Erlingur, Birgir og Ingunn. Einnig ráðunautarnir, Ólafur G Vagnsson og Sigurður Þór Guðmundsson. Þá voru og tvö börn á fundinum sem fylgdu öfum sínum og ömmum á fundinn þetta voru þau Guðrún Margrét Steingrímsdóttir og Viðar Guðbjörn Jóhannsson.

  Guðmundur Sturluson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Sagði svo að Guðmundur Skúlason hafi hvatt sér hljóð áður en formleg dagskrá byrjaði og gaf hann honum orðið.
  Guðmundur Skúlason byrjaði á því að óska félaginu til hamingju með afmælið það væri 44 ára í dag. Síðan minntist hann tveggja félaga sem látist hafa frá síðasta aðalfundi og sagði það vel við hæfi að minnast þeirra hér á þessum stað þar sem þau hafi bæði vaxið hér úr grasi og annað þeirra raunar alið hér allan sinn aldur.
Eru hér færð inn þessi minningarorð í heild sinni eins og þau voru flutt á fundinum.

  "Ari Heiðmann Jósavinsson var fæddur á Auðnum 7. mars 1929. Og á Auðnum átti hann sína bernsku og æsku við leik og störf og þar var bóndans drjúga ævistarf að mestu innt af hendi og þar átti hann sitt ævikvöld nánast allt til hinstu stundar á síðastliðnu vori.
  Þann 4. október 1952 gengu Ari og Erla Halldórsdóttir frá Skútum í Glerárþorpi í hjónaband og voru þau upp frá því samtaka með alla uppbygginguna á Auðnum og að koma upp sínum stóra barnahópi. Þegar umbrot urðu um starfsemi sauðfjárræktarfélaganna hérna í sveitinni árið 2004, ákvað Ari að ganga til liðs við hið endurreista Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps. Mér er ekki grunlaust um að þar hafi valdið nokkru, að honum hafi fundist hallað á það í þeim viðskiptum og lýsir það honum vel að skipa sér fremur á bekk með þeim sem honum fannst halloka fara.
  Ari tók virkan þátt í félagsstarfinu þessi ár sem þau Erla voru í því. Mætti á aðalfundi og hrútasýningar og þann 15. apríl sl. tók hann þátt í heimsókn félagsins að Ytri-Bægisá, enn fullur áhuga, að fylgjast með nýjungum er búskapinn varðaði.
  Ari hafði yndi af að umgangast sauðkindina og sinnti sínum kindum af mikilli natni og umhyggju og það má heita táknrænt fyrir það, að á síðastliðnu vori kláraði hann að marka öll sín lömb, rétt áður en yfir lauk. Þar var ekki horfið frá hálfkláruðu verki.
Auk bústarfanna var Ari máttarstólpi í félagsmálum sinnar sveitar og einstaklega farsæll í þeim störfum öllum. Þá eru ófáar byggingarnar í sveitinni sem hann lagði sínar gjörvu hendur að.
  Ari andaðist þann 2. júní sl. og var hann lagður til hinstu hvílu í Bakkakirkjugarði þann 8. júní. Og þá má segja að dalurinn hans hafi skartað sínu fegursta, glaðasólskini og hlýjum sunnan blæ, í þakklætisskyni við sinn fóstraða son.
  Hafi Ari þökk fyrir allt og blessuð sé minning hans.

  Steingerður Júlíana Jósavinsdóttir var fædd að Bægisá þann 6. júlí 1919. En fluttist með foreldrum sínum og systkinum að Auðnum vorið 1923. Og þar átti hún sín bernskuár og kom þar fljótt í ljós, að þar var efnileg búkona á ferð.
  Árið 1940 fluttist hún að Brakanda og hóf búskap þar, ásamt manni sínum Þorsteini Jónssyni og bjuggu þau þar myndar búi upp frá því allt þar til að Þorsteinn lést árið 1990, en Steingerður hélt þá áfram með smávegis búskap.
  Þau Þorsteinn skiluðu fyrst fjárræktarfélagsskýrslu haustið 1976. Raunar eins og þá var altítt var bókinni skilað á nafni bóndans, en konunnar hvergi getið þótt hún ætti engu að síður full drjúgan þátt í búskapnum. En frá árinu 1991 skilaði Steingerður sinni einkafjárræktarskýrslu, sem bar þess glöggt merki að þar var hverri kind sinnt af mikilli kostgæfni og alúð. Af þeim 14 árum sem Steingerður skilaði skýrslu í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps, var hún í 8 skipti með mestar afurðir í félaginu og í 2 skipti með næst mestar afurðir.
  Steingerður var ekki þeirrar gerðar að hún væri að trana sé fram og þaðan af síður var hún áberandi í félagsmálum út á við. Hún var kona sem unni sinni fjölskyldu og búi og helgaði því alla sína lífskrafta, enda sást ávallt að þar var vel að verki staðið.
  Steingerður andaðist þann 31. október sl. og var hún lögð til hinstu hvílu að Möðruvöllum þann 10. nóvember.
  Hafi Steingerður þökk fyrir allt og blessuð sé minning hennar". 
  Að svo mæltu bað Guðmundur fundarfólk að rísa úr sætum í virðingar og þakkarskyni við hin látnu.

  Að svo búnu var gengið til hefðbundinnar dagskrár og kynnti formaður Guðmundur Sturluson, eftirfarandi dagskrá fundarins: 
    1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara 
    2. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin upp. 
    3. Erindi: Ólafur G Vagnsson. 
    4. Yfirlit lambhrútaskoðunar í haust og verðlaunaafhending. 
    5. Erindi: Sigurður Þór Guðmundsson. 
    6. Skýrsla formanns og reikningar gjaldkera. 
    7. Tillögur og afgreiðsla þeirra. 
    8. Kosningar: 
         a) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað 
                Gunnars Gunnarssonar. 
         b) Einn varamann stjórnar til eins árs í stað 
                Birgittu Sigurðardóttur. 
    9. Önnur mál. 
    10. Fundarslit. 

    1. liður dagskrár:
  Kosning fundarstjóra og fundarritara. Guðmundur Sturluson gerði tillögu um Birgir Arason sem fundarstjóra og Guðmund Skúlason ritara félagsins sem fundarritara og var það samþykkt.
 
    2. liður á dagskrá:
  Guðmundur Skúlason las upp fundargerð síðasta aðalfundar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps. Sigurður Skúlason gerði athugasemd við það fyrirkomulag að fundargerðin væri ekki lesin upp í lok þess fundar sem hún ætti við og taldi það litlum tilgangi þjóna að lesa upp ársgamla fundargerð. Fundargerðin síðan borin upp og samþykkt samhljóða án efnislegra athugasemda. 

    3. liður dagskrár, erindi Ólafs G Vagnssonar:
  Ólafur fór yfir uppgjör félagsins fyrir síðasta ár. Meðaltals afurðir voru 28,7 kg. eftir hverja fullorðna á í félaginu, sem er svipað og árið áður þegar tillit hefur verið tekið til breyttra uppgjörsreglna hjá BÍ. Hjá einstökum félögum voru mestar afurðir hjá Viðari og Elínrósu í Brakanda 34,2 kg. eftir fullorðna á. Hver veturgömul ær í félaginu skilaði að jafnaði 11,7 kg. sem mun vera nálægt kílói meira en árið áður. Mestum afurðum skiluðu gemlingarnir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 17,6 kg. Meðal flokkun lamba í félaginu var 9,11 fyrir vöðva og 7,44 fyrir fitu. Besta vöðvaflokkun var hjá Guðmundi og Sigrúnu á Staðarbakka eða 10,67 en hagstæðasta fitumatið var hjá Viðari og Elínrósu Brakanda 6,76.
  Að lokum gat Ólafur þess að hann ætlaði að fara að minnka við sig vinnu og myndi trúlega ekki oftar koma á fundi hjá þessu félagi sem sauðfjárræktarráðunautur. En búið væri að ráða nýjan ráðunaut Sigurð Þór Guðmundsson, sem myndi hafa sauðfjárræktina sem eitt aðalverkefni og hafi hann tekið hann með sér í dag á þennan fund svo nokkur kynni gætu tekist með honum og félögum í þessu félagi. Þakkaði Ólafur 40 ára kynni og samstarf við félaga í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps, sem hann sagði að ætíð hefðu verið ánægjuleg. Þá óskaði hann félaginu góðrar framtíðar og samstarfs við nýjan ráðunaut. 

    4. liður dagskrár:
  Ólafur gerði stuttlega grein fyrir lambhrútaskoðun hjá félagsmönnum í haust sem leið. Alls voru skoðaðir 89 lambhrútar og var útkoman í heildina mjög góð. Afhenti Ólafur nú Sigrúnu og Guðmundi á Staðarbakka farandbikar félagsins og verðlaunapening fyrir hæst stigaða lambhrútinn haustið 2007. Hrútur þessi hefur nú fengið nafnið Dvergur og er númer 07-270, stigaðist alls uppá 88 stig. Hann er undan Krók 05-150 sem hefur verið að koma með fádæmum vel út í kjötmati á Staðarbakka tvö undanfarin haust. 

    5. liður dagskrár:
  Erindi Sigurðar Þórs. Hann byrjaði á að óska eftir að hann mætti eiga gott samstarf við félagið á komandi árum. Hann flutti svo fróðlegt erindi stutt með glærum, um vinnu og vinnuhagræðingu á sauðfjárbúum, þar sem komið var inná gjafir og gjafatækni, sauðburð og ýmsa tækni og hagræðinu til að létta vinnu við hann, almennt vinnulag á sauðfjárbúum, mismunandi fjárhúsgólf, loftræstingu, brynningar o.fl.

Var nú gert kaffihlé á fundinum og þáðar frábærar veitingar hjá Erlu og börnum hennar. 

    6. liður dagskrár:
  Guðmundur Sturluson flutti svofellda skýrslu formanns: 
    " Góðir félagar!
  Ég ætla í stuttu máli að gera grein fyrir því helsta sem hefur verið um að vera í félagsstarfinu frá síðasta aðalfundi sem haldinn var 5. febrúar 2007.
  Stjórnin hefur haldið 3 bókaða stjórnarfundi. Stjórnarfundur var haldinn þann 28. mars 2007 að Staðarbakka. Ársreikningur félagsins var tekinn til umræðu á þessum fundi vegna tilmæla frá aðalfundi varðandi hann. Ákveðið var að halda hrútaspilakvöld sunnudagskvöldið 1. apríl að Staðarbakka. Tókst spilakvöldið alveg með ágætum og var hin fínasta skemmtun, sem væri gaman að endurtaka.     Þá var ákveðið að fara í skoðunarferð í Ytri Bægisá 2, einhvern tímann í apríl. 15. apríl var svo farið í heimsókn þangað til að skoða nýja gjafatækni sem þau Stefán Lárus og Elísabet eru búin að koma sér upp. Tekið var höfðinglega á móti okkur og var þetta skemmtileg og fróðleg heimsókn. Sýndi það sig þarna að óþarfi er að fara á önnur landshorn til að skoða búfénað og húsakost.
  Næsti fundur stjórnar var haldinn 31. ágúst 2007 að Búðarnesi. Á þessum fundi var verkaskiptingu stjórnar breytt þannig að Guðmundur Sturluson tók við sem formaður, en Guðmundur Skúlason sem ritari. Þessi breyting hafði staðið til í nokkurn tíma, þegar Guðmundur Sturluson næði þeim áfanga að verða tvítugur. Gunnar Gunnarsson gjaldkeri samþykkti þennan ráðahag.
  Einnig var rætt um að halda hrútasýningu og ákveðið var að halda hana í Búðarnesi fimmtudaginn 27. september og að félagið myndi greiða kostnað við hrútasýninguna en félagsmenn sjálfir fyrir lambaskoðunina eins og verið hefur undanfarin haust.
  Á hrútasýninguna mættu auk heimahrúta hrútar frá Brakanda, Auðnum, Þúfnavöllum og Staðarbakka alls voru þetta 23 hrútar, var þetta fallegur hópur veturgamalla hrúta sem flestir dæmdust vel eins og venjan er í þessu félagi. Þrír hæst stiguðustu hrútarnir komu frá Staðarbakka. Voru það Köggull 06-163 undan Mola 00-882, sem varð fyrstur í röð og er í eigu Sigurðar og Margrétar á Staðarbakka. Annar í röð var Suddi 06-261 undan Úða 01-912 og þriðji í röð var Dreki 06-262 undan Hyl 01-883, báðir í eigu Guðmundar og Sigrúnar á Staðarbakka. Á eftir sýningunni voru skoðaðir lambhrútar frá Búðarnesi og Þúfnavöllum, en annars fóru lambaskoðanir fram heima hjá hverjum og einum félagsmanni. Á Staðarbakka var skoðaður stór hópur lambhrúta og að venju var útkoman góð og reyndist hæst stigaðisti lambhrúturinn á svæði BSE koma þaðan og er í eigu Guðmundar og Sigrúnar dæmdist hann með 88,0 stig og er það besti dómur sem lambhrútur hefur fengið hér um slóðir. Hann er undan Krók 05-150 sem komið hefur vel út í kjötmatinu á Staðarbakka. Afar ánægjulegt er að hæst dæmdi lambhrútur sýslunnar komi ár eftir ár úr þessu félagi.
  Þann 7. mars 2008 var komið saman til fundar að Þúfnavöllum. Þar lagði gjaldkerinn fram endurskoðaðan reikning félagsins, Guðmundur Skúlason gerði athugasemd við uppsetningu reikningsins. Nokkrar umræður urðu um komandi aðalfund félagsins. einnig var rætt um að halda hrútaspilakvöld eins og var gert í fyrra, gott væri að heyra hvað félögum finnst um þau áform.
  Ég ætla að minnast aðeins á heimasíðu félagsins, þetta er glæsileg síða sem gerir félagsmönnum kleift að fylgjast betur með félagsstarfinu, hún er einnig upplýsingaveita og auglýsing á ræktunarstarfi félagsmanna. Þessi heimasíða er félaginu til mikils sóma, hún er mikið heimsótt og líklega er þetta eina fjárræktarfélagið á landinu sem hefur af svona heimasíðu að státa. Ég vil þakka Guðmundi Skúlasyni kærlega fyrir þetta glæsilega framtak því ekki er þetta fyrirhafnarlaust og útheimtir mikla vinnu.
  Læt ég hér lokið þessari skýrslu og vil að endingu þakka félögum mínum í stjórn , Ólafi G Vagnssyni svo og félögum öllum fyrir samstarf og samskipti".

  Gunnar Gunnarsson gjaldkeri las nú reikning félagsins og er hann undirritaður af honum og kjörnum skoðunarmanni Ármanni Búasyni. Guðmundur Skúlason gerði grein fyrir að ekki hafi nást sátt um það innan stjórnarinnar að breyta uppsetningu ársreikningsins eins og síðasti aðalfundur hefði þó mælst til og því væri hann nú aftur lagður fram með sömu annmörkum. Urðu svo nokkrar deilur um málið þar sem gjaldkeri sagði að hans mati ætti ekki að telja vaxtatekjur til tekna í reikningnum og hefðbundinn eignareikning taldi hann óþarfan. Fundarmenn voru ekki sáttir við þetta sjónarmið. Ábending kom fram um að breyting á hreinni eign félagsins milli ára væri ekki í samræmi við rekstrarumfang félagsins. Gjaldkeri treysti sér ekki til að útskýra það á fundinum.
  Kom nú fram munnleg tillaga frá Guðmundi Skúlasyni um að reikningunum yrði vísað aftur til stjórnar og henni falið að koma þeim í hefðbundið reikningsskilaform og skila þeim þannig á næsta aðalfundi.
  Ósk kom fram um leynilega atkvæðagreiðslu og fór hún svo að 7 sögðu já við tillögunni, 2 nei og einn skilaði auðu. Var því tillagan samþykkt og afgreiðslu reikningsins þar með lokið. 

    7. liður dagskrár, tillögur og afgreiðsla þeirra:
  Guðmundur Skúlason bar fram tillögu og sagði hana tilkomna vegna þess að gjaldkeri félagsins hafi efast mjög um réttmæti þeirra útgjalda sem um er fjallað í tillögunni og talið þurfa aðalfundar samþykkt fyrir þeim. Tillagan hljóðar svo:
  "Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn að Auðnum II 17. mars 2008, samþykkir að greitt verði árlega úr félagssjóði kostnaður við farandbikar félagsins, sem veittur er fyrir besta lambhrút í félaginu á hverju hausti. Um er að ræða leturgröft á bikarinn og ágrafinn verðlaunapeningur sem honum skal fylgja til eignar".
  Tillagan var samþykkt í leynilegari atkvæðagreiðslu með 7 atkvæðum 1 var á móti og 2 skiluðu auðu.
  Guðmundur Skúlason gerði grein fyrir tillögu að lagabreytingu og sagði hana tilkomna til að breyta reikningsári félagsins þannig að það verði almanaksárið. Tillagan er svohljóðandi:
  Breytingartillaga við 9. gr. samþykkta Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps, gerð á aðalfundi félagsins þann 17. mars 2008.
Í stað 3. málsgreinar 9. gr. sem hljóðar nú svo:
  "Skýrslu- og reikningsár félagsins er frá 1. nóv. til jafnlengdar næsta ár"
komi ný málsgrein sem hljóði svo:
  "Skýrsluár félagsins er frá 1. nóvember ár hvert til jafnlengdar næsta árs, en reikningsár félagsins er almanaksárið"
  Tillagan samþykkt samhljóða með 10 atkvæðum allra fundarmanna. 

    8. liður dagskrár, kosningar:
  Kjósa þarf 1 mann í stjórn í stað Gunnars Gunnarssonar sem hefur lokið sínu kjörtímabili. Tilkynnti hann að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs.
Viðar Þorsteinsson var kjörinn í stjórn til næstu 3ja ára með 7 atkvæðum.
Birgitta Sigurðardóttir var endurkjörin varamaður stjórnar til eins árs með
lófaklappi. 

    9. liður, önnur mál:
  Inntaka nýrra félaga. Um inngöngu sóttu Hlíf Aradóttir og Haukur Jóhannsson Bragholti og voru þau boðin velkomin í félagið með lófaklappi. 
  Guðmundur Skúlason kvaddi sér hljóðs og þakkaði Ólafi G Vagnssyni langt og gott starf í þágu félagsins og félagsmanna rifjaði hann upp að Ólafur ásamt Þórði í Þríhyrningi hefðu átt stærstan þátt í að rífa félagið upp úr hálfgerðum dvala 1971 og síðan hafi hann átt stóran þátt í því kynbótastarfi og framförum sem orðið hafi í sögu þess. Hann bauð einnig Sigurð Þór velkominn til starfa en bað hann að taka það ekki nærri sér þótt hann yrði var við að félagsmenn söknuðu Ólafs, svo samgróinn væri hann orðinn þessu félagsstarfi að skrítið væri að hugsa sér það án hans. Að lokum sagðist Guðmundur áðan hafa fengið hugdettu um krók á móti bragði við þessari fyrirætlun Ólafs og borið hana undir Guðmund formann og fengið jákvæð viðbrögð, því gerði hann það að tillögu sinni að Ólafur G Vagnsson yrði gerður að heiðursfélaga í félaginu og var það samþykkt með kröftugu lófataki.
  Jósavin Arason bað um orðið og flutti ljóð.
  Ólafur G Vagnsson þakkaði fyrir góð orð í sinn garð og að hafa verið gerður að heiðursfélaga og sagðist myndi nota sér það og gjarnan taka þátt í ýmsum viðburðum félagsins. Það hefði allatíð verið einstaklega gaman að vinna með félagsmönnum hér og finna þann mikla áhuga sem hér hefði ætíð ríkt og að menn væru að leggja sig fram í ræktunarstarfinu, það væri það sem hefði gefið sér mest í sínu starfi. 

    10. liður, fundarslit.
  Guðmundur Sturluson formaður, þakkaði Ólafi hans störf og bauð Sigurð Þór velkominn til starfa. Þá bauð hann Viðar velkominn í stjórnina og þakkaði Gunnari fyrir samstarfið í stjórninni og sagðist myndi sakna hans úr henni.
  Að svo mæltu þakkaði hann fyrir fundinn og sagði fundi slitið. 

    Birgir Arason        Guðmundur Skúlason
     fundarstjóri                fundarritari

    Fundargerðin yfirfarin af stjórn og samþykkt 31. ágúst 2008. 
    Fundargerð aðalfundar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn þann 5. febrúar 2007 í Brakanda.

  Þann 5. febrúar 2007 var komið saman til aðalfundar í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps að Brakanda í Hörgárbyggð. 
    Mættir voru: Ari H. Jósavinsson, Tómas Valdimarsson, Guðmundur Skúlason, Sigrún Franzdóttir,Viðar Þorsteinsson, Elínrós Sveinbjörnsdóttir, Sigurður Skúlason, Margrét Halldórsdóttir, Doris Maag, Gunnar Gunnarsson og Guðmundur Sturluson. Gestur fundarins var Ólafur G Vagnsson ráðunautur.
  Guðmundur Skúlason setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
  Kosning fundarstjóra og fundarritara. Guðmundur Skúlason tilnefndi Viðar Þorsteinsson fundarstjóra og Guðmund Sturluson ritara félagsins sem fundarritara. 

    Kynnti fundarstjóri dagskrá fundarins sem er svo hljóðandi: 
    1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara 
    2. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin upp. 
    3. Skýrsla formanns og reikningar gjaldkera. 
    4. Erindi: Ólafur G Vagnsson. 
    5. Kosningar: 
     a) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað 
            Guðmundar Sturlusonar. 
     b) Einn varamann stjórnar til eins árs í stað 
            Birgittu Sigurðardóttur. 
     c) Skoðunarmann reikninga til þriggja ára í stað 
            Ármanns Búasonar. 
    6. Yfirlit lambhrútaskoðunar í haust og verðlauna afhending. 
    7. Önnur mál. 
    8. Fundarslit. 

    2. liður á dagskrá:
  Guðmundur Sturluson las upp fundargerð síðasta aðalfundar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps, gerði enginn athugasemdir og var hún undirrituð af ritara Guðmundi Sturlusyni og fundarstjóra Gunnari Gunnarssyni. 

    3. liður dagskrár:
  Guðmundur Skúlason las skýrslu stjórnar sem hljóðar svo. 
    "Góðir félagar !
  Ég ætla hér í stuttu máli að gera grein fyrir því helsta, sem á daga þessa félags starfs hefur drifið frá síðasta aðalfundi sem haldinn var þann 8. desember 2005 í Búðarnesi.
  Stjórnin hefur haldið 3 bókaða stjórnarfundi frá síðasta aðalfundi.
  Fyrsti fundurinn var 9. mars á Staðarbakka. Þar vorum við einkum að ræða um skoðunarferð í Vestur-Húnavatnssýslu. Ákveðið var að stefna að þessari ferð í apríl og fá Ólaf Vagnsson til að skipuleggja hana og finna út hvaða bæi væri hægt að heimsækja.
  Ferðin var svo farin þann 18. apríl. Heimsótt voru 3 fjárbú: Kolugil í Víðidal, Bergsstaðir á Vatnsnesi og Urriðaá í Miðfirði. Þátttakendur í ferðinni voru 12. Ólafur G Vagnsson annaðist fararstjórn, en aksturinn annaðist Sigurður á Staðarbakka. Ferðin tókst í alla staði ágætlega og var bæði gaman og fróðlegt að skoða þessi fjárbú og ræða við ábúendur.
  Þann 4. september kom stjórnin saman í Búðarnesi. Þar ræddum við um hrútasýningu og lambhrútaskoðun og var ákveðið að félagið skipulegði þessar sýningar. Ákveðið var að félagið myndi greiða kostnað við hrútasýninguna, en félagsmenn sjálfir fyrir lambhrútaskoðun, er þetta sami háttur og verið hefur undanfarin haust.
  Hrútasýningin var svo haldin á Staðarbakka 29. sept. Þar mættu auk heimahrúta hrútar frá Búðarnesi, Þúfnavöllum og Brakanda, alls 27 hrútar.
Ólafur G Vagnsson dæmdi hrútana að venju.. 
    Í grófum dráttum flokkuðust hrútarnir þannig: 
    2 fengu 85,5 stig eða hærra sem eru 7% (2005 16%) (2004 9,1 % ) 
    10 fengu 84 til 85 stig eða 37% (2005 28%) (2004 24,2 %) 
    12 fengu 82 til 83,5 stig sem eru 45% (2005 48%) (2004 48,5 %) 
    og 3 fengu 79,5 til 81,5 stig eða 11% (2005 8%) (2004 18,2 %)
  Besti hrútur sýningarinnar var dæmdur Þrymur 05-250, hann hlaut 87 stig. Eigendur Guðmundur og Sigrún á Staðarbakka. Í öðru sæti varð Krókur 05-150 með 86 stig og í þriðja sæti varð svo Leppur 05-151 með 85 stig. Þeir eru báðir í eigu Sigurðar og Margrétar á Staðarbakka.
  Lambhrútaskoðun fór fram heima á búunum. Ég hef ekki heildaryfirlit yfir þær, en Ólafur mun fara yfir útkomuna undir sérstökum dagskrárlið á eftir. Útkoman mun hafa verið mjög góð og ljóst er að hæst stigaði hrúturinn, sem fékk 87,5 stig, reyndist hæst stigaður allra hrúta á svæði BSE í haust. Þetta er þriðja árið í röð sem besti hrúturinn á búnaðarsambands svæðinu kemur úr okkar félagi. Hann hefur nú hlotið nafnið Vonar 06-164 og er í eigu þeirra Sigurðar og Margrétar á Staðarbakka. Ég sagði á síðasta aðalfundi, að ég teldi æskilegt að eignarhald þessara topphrúta dreifðist á fleiri innan Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps, það má nú segja að nokkuð hafi áunnist í þeim efnum, þar sem ný nöfn verða nú skráð á verðlaunabikarinn okkar.
  Þriðji stjórnarfundurinn var svo núna 17. janúar, á Þúfnavöllum. Þar vorum við að undirbúa aðalfundinn og ræða ýmislegt í félagsstarfinu. Upp kom hugmynd um að við félagarnir í þessu fjárræktarfélagi kæmum saman núna einhvern tímann á útmánuðum og spiluðum "Hrútaspilið". Vonandi verður hægt að hrinda því í framkvæmd og hafa af þessu góða skemmtun.
  Á öllum stjórnarfundunum höfum við rætt nokkuð um fjármál félagsins. Styrkur til þessa félagsstarfs hefur eins og við vitum dregist mjög saman á undanförnum árum og í bréfi sem barst með styrknum núna í desember síðast liðinn, imprar Jón Viðar á því að hugsanlegt sé að styrkurinn verði alveg tekinn af fjárræktarfélögunum, og peningarnir fari í að greiða niður "fjarvis.is".
Það er illt til þess að vita ef þessi styrkur þurrkast alveg út, hann hefur verið hvatning til góðra hluta, hægt hefur verið að greiða niður kostnað við sæðingar, ferðir, hrútasýningar og fjárvogakaup, svo því sé haldið til haga, sem styrkurinn hefur nýst okkar félagsstarfi. Vafalaust getum við framkvæmt þessa hluti án þess að fá til þess styrk, en það að fá hann útheimtir að hugleiða þarf til hvers skuli nota hann og það ýtir við mönnum að framkvæma eitthvað sem getur verið bæði til gagns og gamans.
  Í lokin vil ég ítreka það sem ég hef áður látið í ljós á aðalfundum, það er að félagar hraði eins og nokkur kostur er að skrá í fjárbækurnar og senda þær til uppgjörs. Í haust gekk þetta lakar en verið hefur, síðustu bækurnar fóru ekki suður til uppgjörs fyrr en 20. nóvember. Það er að minnsta kosti 10 dögum seinna en ég tel æskilegt og raunar 5 dögum síðar en lög félagsins mæla fyrir um.
  Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps var um langt árabil í hópi þeirra félaga á landinu, sem fyrst skiluðu bókum félagsmanna til uppgjörs. Við eigum að hafa metnað til að vera í þessum hópi áfram.
  Læt ég hér lokið þessari skýrslu og vil að endingu þakka félögum mínum í stjórn, Ólafi G Vagnssyni svo og félögum öllum fyrir góð samskipti."

  Gjaldkeri félagsins Gunnar Gunnarsson fór nú yfir ársreikning félagsins. Var hann samþykktur samhljóða með smávegis athugasemdum um uppsetningu reikningsins og var stjórn falið að koma uppsetningu reiknings í rétt horf fyrir næsta aðalfund. 

  Guðmundur Skúlason las upp bréf sem kom með styrknum frá Bændasamtökum Íslands, undirritað af Jóni Viðari Jónmundssyni, þar sem meðal annars kemur fram að styrkupphæðin er um 16 krónur á hverja vetrarfóðraða kind, en svo gæti farið að þessi styrkur til fjárræktarfélaganna falli niður og fari þess í stað allur til að standa straum af kostnaði við "fjarvis.is" 

    4. liður erindi Ólafs G. Vagnssonar.
  Fór Ólafur yfir uppgjör félagsins og einkunnir einstakra hrúta, sem bæði sköruðu fram úr fyrir gerð og fitu. Sá hrútur sem vakti mesta athygli var hrúturinn Krókur 05-150, eigendur Sigurður og Margrét á Staðarbakka, hann var með 12,59 fyrir gerð og 8,18 fyrir fitu, sem gaf honum184,2 í einkunn fyrir gerð og 89,3 í einkunn fyrir fitu og heildar einkunn var 146,2. Með næst hæstu einkunn fyrir gerð var Ribbaldi 04-504 á Þúfnavöllum með 172,8 í einkunn fyrir gerð og 90,7 í einkunn fyrir fitu. Garður 05-254 á Staðarbakka var annar hæsti hrúturinn í heildar einkunn með 141,0, hann var með 154,2 fyrir gerð og 121,4 fyrir fitu. Besta fitu einkunnin var hjá Þrótti 04-240, á Staðarbakka 149,2, hann var með 112,8 fyrir gerð og heildar einkunn upp á 127,2. Viðar og Elínrós í Brakanda voru með mesta kjötmagn eftir hverja á í félaginu eða 36,2 kg, næst komu þau Gunnar og Doris í Búðarnesi með 34,1 kg eftir hverja á. Þriðju í röðinni voru þau Ari og Erla á Auðnum með 32,1 kg eftir hverja á. Besta gerðar flokkunin var hjá Sigurði og Margréti á Staðarbakka 10,09 fyrir gerð en 7,58 fyrir fitu, næst komu Guðmundur og Sigrún á Staðarbakka með 10,06 fyrir gerð en 7,67 fyrir fitu og í þriðja sæti voru þau Birgitta og Robert Staðarbakka með 9,83 fyrir gerð og 7,22 fyrir fitu. Fór Ólafur vítt og breitt yfir sauðfjárræktina í landinu.
 
    5. liður kosningar
  Kjósa þurfti einn mann í stjórn til þriggja ára í stað Guðmundar Sturlusonar og var hann endurkjörinn með lófaklappi.
  Kjósa þurfti einn varamann stjórnar til eins árs í stað Birgittu Sigurðardóttur og var hún endurkjörin með lófaklappi.
  Kjósa þurfti skoðunarmann reikninga til þriggja ára í stað Ármanns Búasonar og var hann endurkjörinn með lófaklappi. 

    6. liður Yfirlit lambhrútaskoðunar í haust og verðlauna afhending
  Ólafur G. Vagnsson fór yfir lambhrútaskoðun síðastliðið haust. Alls voru skoðaðir 61 lambhrútar. Í fyrsta sæti var hrútur númer. 473, með 87,5 stig, hann er undan Hyl 01-883, í öðru sæti var hrútur númer. 760, með 86,5 stig, og er hann einnig undan Hyl 01-883, í þriðja sæti var hrútur númer 500 líka með 86,5 stig, og er hann undan Þrym 05-250 Hylssyni, sem stóð efstur lambhrúta í félaginu haustið 2005. Allir eru þessir hrútar á fjárræktarbúinu Staðarbakka.
  Verðlauna afhending. Ólafur G. Vagnsson afhenti nú farandbikar félagsins og verðlaunapening fyrir hæst dæmda lambhrút í félaginu haustið 2006.
Hlutu Sigurður og Margrét á Staðarbakka verðlaunin fyrir lambhrút númer 473, sem heitir nú Vonar 06-164. Hann er eins og áður hefur komið fram undan Hyl 01-883, en móðir hans er Von 03-300 og er hún undan Kapteini 02-116 frá Hagalandi
Vonar 06-164, vó í haust 64 kg, og ómtölur voru þessar, ómvöðvi 33 mm ómfita.2,7 mm. ómlögun 4. Og hann stigaðist þannig: 8,0-9,0-9,0-9,0-9,5-18,0-8,0-8,0-9,0.
 
    7. liður önnur mál.
  Ólafur G. Vagnsson kynnti nokkur áhugaverð námskeið á vegum Bændasamtaka Íslands, varðandi sauðfjárrækt, bókhaldsforrit og jarðrækt.
  Minntist Guðmundur Skúlason á hrútaspilið og kannaði hug félagsmanna um að koma saman til að spila hrútaspilið og voru undirtektir góðar hjá félagsmönnum. 

    Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 22:30 

    Viðar Þorsteinsson    Guðmundur Sturluson
 
        
fundarstjóri                      fundarritari    
Fundargerð aðalfundar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn þann 8. des. 2005 í Búðarnesi.

  Þann 8. desember 2005 var komið saman til aðalfundar í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps að Búðarnesi í Hörgárbyggð.
  Mættir voru: Ari H Jósavinsson, Erla Halldórsdóttir, Guðmundur Skúlason, Sigrún Franzdóttir, Viðar Þorsteinsson, Sigurður Skúlason, Margrét Halldórsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Doris Maag, Sturla Eiðsson og Guðmundur Sturluson.
Gestur fundarins var Ólafur G. Vagnsson ráðunautur.
  Guðmundur Skúlason formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
  Kosning fundarstjóra og fundarritara. Guðmundur Skúlason tilnefndi Gunnar Gunnarsson fundarstjóra og Guðmund Sturluson ritari félagsins sem fundarritara.
 
    Kynnti fundarstjóri dagskrá fundarins sem er svo hljóðandi: 
    1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara. 
    2. Ritari Guðmundur Sturluson les fundargerð 
        síðasta aðalfundar. 
    3. Skýrsla formanns og reikningar gjaldkera. 
    4. Erindi: Ólafur G Vagnsson. 
    5. Kosningar: 
     a) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað 
           Guðmundar Skúlasonar 
     b) Einn varamann stjórnar til eins árs í stað     
            Birgittu Sigurðardóttur 
    6. Yfirlit lambhrútaskoðunar í haust og verðlauna afhending. 
    7. Önnur mál. 
    8. Fundarslit. 

    2. liður á dagskrá:
  Guðmundur Sturluson las upp fundargerð síðasta aðalfundar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps, gerði enginn athugasemdir og var hún undirrituð af ritara Guðmundi Sturlusyni og fundarstjóra Viðari Þorsteinssyni. 

    3. liður, skýrsla formanns og reikningar gjaldkera.
  Guðmundur Skúlason las skýrslu stjórnar sem hljóðar svo: 
    "Góðir félagar !
  Ég ætla hér í stuttu máli að gera grein fyrir því helsta sem hefur verið um að vera í félagsstarfinu frá síðasta aðalfundi sem haldinn var þann 18. mars 2005.
  Stjórnin hefur aðeins haldið 1 bókaðan stjórnarfund.
Þann 4. september á Þúfnavöllum. Þá var rætt um hrútasýningu og lambhrútaskoðun og var ákveðið að félagið skipulegði þessar sýningar. Ákveðið var að félagið myndi greiða kostnað við hrútasýninguna, en félagsmenn sjálfir fyrir lambhrútaskoðun, er þetta sami háttur og haustið 2004.
  Hrútasýningin var haldin á Þúfnavöllum 28. sept. Þar mættu auk heimahrúta hrútar frá Auðnum og Staðarbakka, alls 23 veturgamlir hrútar en áður þennan sama dag höfðu verið skoðaðir 2 hrútar heima í Búðarnesi. Ólafur G Vagnsson dæmdi hrútana að venju.. 
    Í grófum dráttum flokkuðust hrútarnir þannig: 
    4 fengu 85,5 stig eða hærra sem eru 16% (2004 9,1 % ) 
    7 fengu 84 til 85 stig eða 28% (2004 24,2 %) 
    12 fengu 82 til 83,5 stig sem eru 48% (2004 48,5 %) 
    og 2 fengu 80 til 81,5 stig eða 8% (2004 18,2 %)
  Tveir hæst stiguðu hrútarnir fengu 86 stig, voru það Ribbaldi 04-504 Guðmundar á Þúfnavöllum og Ljómi 04-242 Guðmundar og Sigrúnar á Staðarbakka. Sá hrútur sem var hinsvegar dæmdur besti hrútur sýningarinnar í uppröðun var Sveppur 04-429 sem þau Sturla og Guðleif á Þúfnavöllum eiga.
  Lambhrútaskoðun fór að þessu sinni alls staðar fram heima á búunum. Ég hef ekki heildaryfirlit yfir þær, en Ólafur mun fara yfir útkomuna undir sérstökum dagskrárlið á eftir. Útkoman mun hafa verið mjög góð og ljóst er að hæst stigaði hrúturinn, sem fékk 87,5 stig reyndist efstur allra hrúta á svæði BSE í haust, hann hefur nú hlotið nafnið Þrymur 05-250 og er í eigu þeirra Guðmundar og Sigrúnar á Staðarbakka. Það er ánægjulegt að annað árið í röð er besti hrúturinn á svæði BSE upprunninn í þessu félagi, en æskilegra væri að eignarhald þeirra dreifðist á fleiri innan Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps.
  Ég vil varpa því hér fram hvort ekki gæti verið gagn og gaman af, þegar lokið er lambhrútaskoðun á haustin að safna saman stigahæstu hrútunum í hverju fjárræktarfélagi (4-6) og endurmeta þá og bera saman stig þeirra? Nokkrir stiga hæstu hrútarnir á svæði BSE fóru í nokkurskonar endurmat í haust.
  Ekki var haldinn stjórnarfundur í nóvember í tengslum við skil á fjárbókunum eins og venja hefur verið. Þeir sem skiluðu í Fjárvís voru búnir að skila snemma í nóvember og fyrstu bækurnar fóru þá líka og þær síðustu laust fyrir miðjan mánuðinn. Það tókst því að koma öllum skýrslum í uppgjör fyrir 15. nóv. eins og mælt er fyrir í samþykktum félagsins, en ég dreg þó enga dul á, að æskilegt væri að skila svona viku fyrr, svo halda megi aðalfundinn með góðu móti fyrir fengitíma, helst um mánaðarmótin nóvember og desember.
  Eins og rætt var um á aðalfundinum í vetur hafði ég eftir fundinn samband við Jón Viðar Jónmundsson um að skrá bæði hjónin fyrir fjárbókinni þar sem það á við, og veit ég ekki annað en það hafi skilað sér eins og til stóð. Hinsvegar mun hann ekki vera búinn að gera endanlega hrein skil í uppgjörinu á milli þessa félags og Neista, þannig að fyrsta uppgjör sem barst núna var í hrærigraut á milli félaganna og þurfti að endurvinna það, en þetta stendur vonandi til bóta.
  Nokkur afskipti hafði ég af merkjareglugerðinni svokölluðu og framkvæmd hennar. Ég hafði samband við þá aðila sem í upphafi fengu merki sín samþykkt af ID og bað um að fá send sýnishorn af merkjunum, aðeins Plastiðjan Bjarg/Iðjulundur tók þessa beiðni mína alvarlega og sendi mér þann fjölda merkja að ég gæti sent sýnishorn á alla bæi, vona ég að þau hafi skilað sér.
 Í öðrum tilfellum fékk ég bara eitt merki og af augljósri ástæðu var heldur umhent að dreifa þeim. Þetta er ástæðan fyrir að aðeins var dreift merkjum frá þessum eina aðila, en ekki sú að Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps ætli að draga taum hans sérstaklega. Síðustu fréttir eru, að stöðugt vesen sé með Mark tölvuforrit Bændasamtakanna, sem á að halda utan um pantanir bænda og senda þær vikulega til framleiðenda. Afgreiðslufrestur mun því verða nokkuð lengri en mánuður, eins og upphaflega var stefnt að.
  Læt ég hér lokið þessari skýrslu og vil að endingu þakka félögum mínum í stjórn, Ólafi G Vagnssyni svo og félögum öllum fyrir samstarf og samskipti".

  Gjaldkeri félagsins Gunnar Gunnarsson fór nú yfir reikninga félagsins. 

    4. liður, erindi Ólafs G. Vagnssonar:
  Fór Ólafur yfir uppgjör félagsins og einkunnir einstakra hrúta sem bæði sköruðu fram úr fyrir gerð og fitu. Gunnar og Doris í Búðarnesi voru með mesta kjötmagn eftir hverja á í félaginu eða 36,2 kg. næst komu þau Ari og Erla á Auðnum með 31,7 kg eftir hverja á. Besta gerðarflokkun var hjá Birgittu og Róbert Staðarbakka 10,00 fyrir gerð en 7,21 fyrir fitu, næst komu Sigurður og Margrét Staðarbakka með 9,44 fyrir gerð en 6,89 fyrir fitu og í þriðja sæti voru Guðmundur og Sigrún Staðarbakka með 9,24 fyrir gerð en 7,21 fyrir fitu. Fór Ólafur vítt og breytt yfir sauðfjárræktina í félaginu og hvar hún stæði. 

    5. liður, kosningar:
  Kjósa þurfti einn mann í stjórn til þriggja ára í stað Guðmundar Skúlasonar og var hann endurkjörinn með lófaklappi.
  Þá þurfti að kjósa varamann stjórnar til eins árs og var Birgitta Sigurðardóttir endurkjörin með lófaklappi. 

    6. liður, yfirlit lambhrútaskoðunar í haust og verðlauna afhending:
  Ólafur G. Vagnsson fór yfir lambhrútaskoðun síðasta hausts. Alls voru skoðaðir 85 lambhrútar. Í fyrsta sæti var hrútur nr. 1077, með 87,5 stig, hann er undan Hyl 01883. Í öðru sæti var hrútur nr. 482, með 86,0 stig hann er undan Svan. Í þriðja sæti var hrútur nr. 845, með 85.0 stig og er hann undan Úða 01912. Allir eru þessir þrír hrútar á Staðarbakka.
  Verðlauna afhending. Ólafur G. Vagnsson afhenti nú farandbikar félagsins og verðlaunapening fyrir hæst dæmda lambhrút í félaginu haustið 2005.
Hlutu Guðmundur og Sigrún á Staðarbakka verðlaunin fyrir lambhrútinn 1077, sem nú hefur fengið nafnið og fullorðins númerið Þrymur 05-250. Hann er eins og áður hefur komið fram undan Hyl 01-883 en móðir hans er Bjalla 02-271.
Þrymur 05-250 vó í haust 61 kg ómvöðvi.31 mm. ómfita. 3 mm. og ómlögun 4 mm. og stigaðist þannig; 8,0 - 9,0 - 9,0 - 9,0 - 9,5 - 18,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 samtals 87,5 stig og reyndist hann hæst dæmdi hrúturinn á svæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar 2005. 

    7. liður, önnur mál:
  Rætt var um fyrirkomulag sæðinga og þykja þær vera orðnar alltof dýrar, og var stungið upp á því hvort fjárræktarfélagið ætti að fara að sjá um sæðingar á sínu félagssvæði til að ná niður kostnaði. Leist Ólafi vel á þessa hugmynd félagsmanna og benti á að fjárræktarfélög í Þingeyjarsýslum hefðu séð sjálf um framkvæmdina að öllu leyti. 

    Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 16:30 

    Gunnar Gunnarsson     Guðmundur Sturluson        
           fundarstjóri                      fundarritari 
     Fundargerð aðalfundar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn þann 18. mars 2005 á Staðarbakka.

  Þann 18. mars árið 2005 var komið saman til aðalfundar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps að Staðarbakka.
  Mætt voru: Guðmundur Skúlason, Sigrún Franzdóttir, Sigurður Skúlason, Margrét Halldórsdóttir, Birgitta Sigurðardóttir, Gunnar Gunnarsson, Doris Maag, Alda Traustadóttir, Sturla Eiðsson, Guðmundur Sturluson, Viðar Þorsteinsson, Ari H Jósavinsson, og Erla Halldórsdóttir.
  Gestir fundarins voru: Ásgerður Skúladóttir og Ólafur G Vagnsson.
  Guðmundur Skúlason setti fundinn norður í íbúð Sigurðar og Margrétar, og bauð fundarmenn velkomna. Sérstaklega bauð hann nýja félaga velkomna í félagið þau Ara og Erlu á Auðnum.
  Kosning fundarstjóra og fundarritara, Guðmundur Skúlason tilnefndi Viðar Þorsteinsson fundarstjóra en Guðmund Sturluson ritara félagsins til að skrá fundargerð. 
    Kynnti fundarstjóri dagskrá fundarins sem hljóðar svo: 
    1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara. 
    2. Skýrsla formanns og gjaldkera. 
    3. Erindi: Ólafur G Vagnsson. 
    4. Kosningar: 
     a) Einn mann í stjórn til þriggja ára í stað 
            Gunnars Gunnarssonar. 
     b) Einn varamann stjórnar til eins árs. 
    5. Önnur mál. 
    6. Fundarslit. 

    2. liður skýrsla formanns og gjaldkera.
  Guðmundur Skúlason las skýrslu stjórnar sem hljóðar svo: 
    "Góðir félagar !
  Nú er liðið rétt eitt ár frá því við komum saman til að endurreisa Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps og verður ekki annað sagt en þetta ár hafi bara gengið vel fyrir sig.
  Ég ætla hér í stuttu máli að gera grein fyrir því helsta sem hefur á daga þessa félagsstarfs drifið frá endurreisnarfundinum sem haldinn var á 40 ára afmæli félagsins þann 17. mars 2004.
  Stjórnin hefur haldið 4 bókaða stjórnarfundi.
  Þann fyrsta 25. mars í Búðarnesi. Þar skiptum við með okkur verkum þannig að undirritaður er formaður Guðmundur Sturluson ritari og Gunnar Gunnarsson gjaldkeri. Gengið var endanlega frá fundargerð frá endurreisnarfundinum.
Einnig ræddum við hvort félagið ætti að standa fyrir skemmti- og kynnisferð, upp kom hugmynd um að fara í heimsókn í Sölufélag Austur-Húnvetninga þar sem allir félagsmenn hér láta slátra sínu fé þar. Ákváðum við að kanna þetta frekar og jafnvel að fara í heimsókn á einhver fjárbú þar í nágrenninu. Kem ég að þessari ferð síðar.
  Næsti stjórnarfundur var haldinn þann 2. september á Þúfnavöllum. Þar ræddum við nokkuð fjármál félagsins einkum um að ekkert hafði þá gerst í skiptu eigna á milli félagsins og Fjárræktarfélagsins Neista, og samkvæmt því sem þá var best vitað yrði það ekki fyrr en á aðalfundi Neista. Þá var rætt um hrútasýningu og lambhrútaskoðun og var ákveðið að félagið skipulegði þessar sýningar. Ákveðið var að félagið mundi greiða kostnað við hrútasýninguna en félagsmenn sjálfir fyrir lambhrútaskoðun. Fer ég aðeins nánar yfir þessar sýningar á eftir.
  Þann 12. nóvember kom stjórnin saman til fundar á Staðarbakka.
Rætt var um almennan félagsfund sem haldinn var í Sauðfjárræktarfélaginu Neista mánudagskvöldið 11. október 2004. Tilefni fundarins var að ræða og bera undir atkvæði eftirfarandi ályktun.
  "Almennur fundur félaga í fyrrum Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps haldinn að Melum Hörgárdal 15.03.2004.
Fyrir liggur að endurreisa á Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps og að þeim undirbúningi standa hluti af fyrrum félögum þess. Hafa þeir farið fram á að fá hlut af eignum félagsins eins og þær voru við sameiningu sauðfjárræktarfélaganna. Fundurinn ályktar að eignaskiptum verði þannig háttað. Hið endurreista félag fær til eignar þriðjung af peningalegri eign og þriðjung af eign í ómsjá ásamt tölvufjárvog, sem staðsett er á Staðarbakka.
Þessi eignaskipting er óháð fjölda þeirra félaga og sauðfjáreign þeirra, sem í hið endurreista félag ganga.
Fundurinn leggur til að stjórn Neista boði til almenns aukafundar til að afgreiða þetta mál samkvæmt þessari ályktun."

Ályktunin borin upp og samþykkt á almennum fundi í Fjárræktarfélaginu Neista 11. okt. 2004. 12 með, 6 á móti og 2 auðir.

  Í framhaldi af þessari samþykkt greiddi svo Neisti þennan þriðjungshlut til okkar og hefur þá þessi þræta fengið farsælan endir og allir vonandi þokkalega sáttir.
  Á þessum fundi fórum við yfir skil fjárbóka, en þær voru allar tilbúnar og sumar komnar inn í Búgarð. Þeir sem skiluðu í Fjárvís voru búnir að skila fyrir nokkru. Það tókst því að koma öllum skýrslum í uppgjör fyrir 15. nóv. eins og mælt er fyrir í samþykktum félagsins, en ég dreg þó enga dul á, að æskilegt væri að skila svona viku fyrr, svo halda megi aðalfundinn með góðu móti fyrir fengitíma.
  Fyrir þennan stjórnarfund hafði borist styrkur frá Bændasamtökum Íslands fyrir árið 2003, að upphæð 15.976 kr. Með styrknum barst bréf frá Jóni Viðari Jónmundssyni, meðal annars kom fram í þessu bréfi að styrkupphæðin sé tæplega 18 kr. á hverja skýrslufærða á í félaginu. Einnig bendir hann á að vænta megi enn frekari lækkunar á styrknum vegna mikillar fjölgunar í skýrsluhaldi á landinu öllu vegna "Gæðastýringar".
  Síðasti stjórnarfundurinn var svo núna föstudaginn 11. mars. Vorum við þar að undirbúa þennan aðalfund og ræða ýmislegt til framtíðar t.d. ferðalög o.fl.
  Langar mig þá aðeins að rifja upp ferðina góðu sem við fórum í þann 7. apríl 2004 á Blönduós og nágrenni. Lagt var af stað frá Melum kl. 10:30, og komið á Blönduós kl. 12:10 þar bauð SAH upp á hádegisverð, ósvikna lambasteik og rauðvín til niðurskolunar, að því búnu voru skoðuð húsakynni og starfsaðstaða SAH og að lokum var þar boðið upp á sviðasultu og Brennivínssnafs. Kl.14:10 var svo farið að Stóru-Giljá og þar skoðað fé og fjárhús undir líflegri leiðsögn Erlendar bónda. Að því búnu var ekið að Akri kl. 15:10, var byrjað á að fara í fjárhúsin og skoða fé undir glöggri leiðsögn Pálma Jónssonar fyrrverandi landbúnaðarráðherra auk ábúenda þeirra Jóhönnu og Gunnars, buðu þau svo til stofu upp á kaffi og meðlæti og að lokum var skálað í Visky að hætti hússins.
Var svo haldið heim á leið og komið í Mela kl. 18:30 eftir vel heppnaða ferð. Þátttakendur í ferðinni voru 14 og greiddu þeir sjálfir farareyrinn. Um keyrsluna sá Sigurður á Staðarbakka.
  Þá nokkur orð um hrútasýninguna sem haldin var í Búðarnesi 28. sept. Var þetta sýning á veturgömlum hrútum og var Ólafur G Vagnsson dómari á henni. 
    Sýndir voru 33 hrútar og í grófum dráttum flokkuðust þeir þannig: 
    3 fengu 85,5 stig eða hærra sem eru 9,1 % 
    8 fengu 84 til 85 stig eða 24,2 % 
    16 fengu 82 til 83,5 stig sem eru 48,5 % 
    og 6 fengu 80 til 81,5 stig eða 18,2 %
 Þetta verður að teljast mjög góð útkoma, hæst stigaði hrúturinn sem þau Sturla og Guðleif á Þúfnavöllum eiga fékk 86 stig. Þriðjungur hrútanna fékk 84 stig eða hærra, allir þessir hrútar verða að teljast úrvalshrútar, tæpur helmingur fær 82 til 83,5 stig, sem eru ágætir hrútar, tæpur fimmtungur er svo á bilinu 80 til 81,5 sem eru hrútar svona í slakari kantinum, en enginn fer undir 80 stigum sem segir í rauninni, að ekkert var um afar slaka hrúta á þessari sýningu.
  Nokkur hópur lambhrúta var skoðaður eftir hrútasýninguna í Búðarnesi voru það heimahrútar þar og hrútar frá Myrkárbakka. Þann 1. okt. var svo lambhrútaskoðun á Staðarbakka þar voru auk heimahrúta hrútar frá Þúfnavöllum alls um 70 hrútar. Munu því hafa verið skoðaðir á milli 80 og 90 lambhrútar í félaginu. Í heild var útkoman í félaginu mjög góð. Hæst stigaði hrúturinn fékk 86,5 stig og reyndist hann efstur allra hrúta á svæði BSE í haust, hann er í eigu þeirra Guðmundar og Sigrúnar á Staðarbakka.
Um fjórðungur allra skoðaðra hrúta verða að teljast úrvalsgripir sem fengu 84 stig eða hærra.
  Læt ég hér lokið þessari skýrslu og vil að endingu þakka félögum mínum í stjórn, Ólafi G Vagnssyni svo og félögum öllum fyrir samstarf og samskipti á þessu fyrsta ári þessa endurreista félags."

  Næst gerði gjaldkeri félagsins Gunnar Gunnarsson grein fyrir fjárhagsstöðu félagsins, gat hann þess að enginn reikningur hafi verið gerður fyrir félagið fyrsta starfsár þess, þar sem engir peningar hafi komið inn í félagið eða fjárútlát orðið á reikningsárinu sem lauk 31. okt. 2004. 

    3. liður erindi Ólafs G Vagnssonar. 
  Ólafur G vagnsson fór yfir uppgjör fyrir félagið og einkunnir einstakra hrúta sem bæði sköruðu fram úr fyrir gerð og fitu. Gunnar og Doris í Búðarnesi voru með mesta kjötmagn eftir hverja á í félaginu eða 35,2 kg. og næstur kom Guðmundur á Þúfnavöllum með 30,5 kg. eftir hverja á. Besta gerðarflokkun var hjá Sigurði og Margréti á Staðarbakka 9,72 fyrir gerð, en 6,76 fyrir fitu, næst komu Birgitta og Robert 9,67 í gerð en 6,56 fyrir fitu og í þriðjasæti voru Guðmundur og Sigrún með 9,60 í gerðarmat en 7,04 í fitu. Að lokum ræddi Ólafur almennt um sauðfjárræktina og hver þróun hennar væri. 

    4. liður kosningar.
  Kjósa þurfti 1 mann í stjórn til þriggja ára í stað Gunnars Gunnarssonar og var hann endurkjörinn með lófaklappi.
  Þá þurfti að kjósa varamann stjórnar til eins árs og var Birgitta Sigurðardóttir endurkjörin með lófaklappi. 

    5. liður önnur mál.
  Rætt var um að skrá bæði hjónin fyrir fjárbókunum alls staðar, en hingað til hefur það ekki verið nema í sumum tilfellum þannig, líka var rætt hvort ætti að hafa nafn konunnar eða karlsins á undan og var ákveðið að hver og einn ætti að fá að ráða því. Guðmundur Skúlason ætlar að tala við Jón Viðar Jónmundsson um að breyta þessum skráningum.
  Ara og Erlu á Auðnum var úthlutað hrútanúmerum sem þau geta notað frá næsta hausti, og verður þeirra númeraröð 600 til 649.
  Þá var horft á myndband um núverandi kjötmat sem tekið var upp haustið 1998.
  Síðan var boðið upp á kaffi suður í íbúð Guðmundar og Sigrúnar. Undir kaffidrykkjunni kvaddi Sigurður Skúlason sér hljóðs og sagði frá því að þau systkinin á Staðarbakka Ásgerður, Sigurður og Guðmundur og fjölskyldur þeirra ætluðu að gefa félaginu farandbikar í minningu foreldra sinna þeirra Skúla og Margrétar frá Staðarbakka, sem hefðu orðið níræð á þessu ári.. Las Sigurður upp gjafabréf sem hljóðar svo: 

  "Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps er hér færður til eignar bikar til minningar um Skúla og Margréti á Staðarbakka, sem hefðu orðið níræð á þessu ári, Skúli þann 19. mars og Margrét þann 29. júlí.
  Bikar þessi skal vera farandbikar veittur árlega eiganda hæst stigaða lambhrúts í félaginu.
  Afhenda skal bikarinn að jafnaði á aðalfundi félagsins fyrir næst liðið haust, í fyrsta skipti fyrir haustið 2004.
  Á plötu sem fylgir bikarnum skal grafa ártal, upplýsingar um hrútinn og hver er eigandi hans, jafnframt skal fylgja ágrafinn peningur til eignar.
Verði tveir eða fleiri hrútar efstir og jafnir skal leitast við að láta verðmætari stig hrútsins ráða úrslitum t.d. fyrst hver er með hæst lærastig, síðan bakvöðvaþykkt o.s.frv.
  Bæði höfðu foreldrar okkar yndi af samskiptum við sauðkindina og segja má að þau hafi notið þeirra frá vöggu til grafar. 
    Blessuð sé minning þeirra 
    Bikarinn er gefinn af börnum Skúla og Margrétar: 
    Ásgerði, Sigurði og Guðmundi og fjölskyldum þeirra."

  Var bikarinn og eignarpeningur svo afhentur í fyrsta sinn þeim Guðmundi og Sigrúnu á Staðarbakka fyrir lambhrútinn Þrótt sem hefur fengið fullorðinsnúmerið 04-240, hann hlaut 86,5 stig í haust sem leið og er undan Spak 00-909 og Féleg 00-058. 

    Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl.17:00 

    Viðar Þorsteinsson     Guðmundur Sturluson  

        fundarstjóri                    fundarritari

 

 

 

 


    Fundargerð endurreisnarfundur haldinn á Mykárbakka  17. mars 2004

  Fundur haldinn 17/3 2004 að Myrkárbakka. Tilefni fundarins er að endurreisa Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps.
  Mættir voru: Guðmundur Skúlason, Sigrún Franzdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Birgitta Sigurðardóttir, Sigurður Skúlason, Alda Traustadóttir, Ármann Búason, Doris Maag, Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Sturluson og Sturla Eiðsson.
Gestir fundarins voru Ólafur G Vagnsson og Þórður Steindórsson.
  Guðmundur Skúlason setti fund og bauð fundarmenn velkomna og kynnti dagskrá fundarins sem hljóðar svo: 
    1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara. 
    2. Skýrsla undirbúningsnefndar. 
    3. Ákvörðun um endurreisn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps. 
    4. Skráning félaga. 
    5. Lögð fyrir drög að samþykktum fyrir félagið. 
    6. Kosningar: 
        a) Þrjá menn í stjórn ( draga skal um hver sé kosinn til eins 
            árs, hver til tveggja ára og hver skuli sitja fullt kjörtímabil ). 
        b) Einn varamann stjórnar til eins árs. 
        c) Skoðunarmann reikninga félagsins til þriggja ára. 
    7. Erindi: 
        a) Ólafur G Vagnsson um sauðfjárrækt. 
        b) Guðmundur Skúlason um sögu félagsins og þróun afurða
             innan þess. 
    8. Önnur mál. 
    9. Fundarslit. 

    1. liður kosning fundarstjóra og fundarritara:
  Guðmundur gerði tillögu um Sturlu Eiðsson sem fundarstjóra og Ármann Búason sem fundarritara og var það samþykkt. 

    2. liður skýrsla undirbúningsnefndar:
  Guðmundur Skúlason gerði grein fyrir henni, gat um bréfaskriftir og viðræður við stjórn Neista um skiptingu á eignum þeim sem Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps átti þegar það sameinaðist Neista. Þá gat hann einnig um fund sem stjórn Neista boðaði til 15 mars s.l. með félugum þeim sem voru í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps fyrir sameininguna, um þessa eignaskiptingu.
Niðurstaðan gæti orðið sú að hið endurreista Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps fái í sinn hlut 1/3 af eignunum sem til voru í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps þegar sauðfjárræktarfélögin í Hörgárbyggð voru sameinuð 9. janúar 2003. 

    3. liður ákvörðun um endurreisn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps:
  Fundarstjóri bað þá sem væru samþykkir því að endurreisa félagið að gefa merki. Allir fundarmenn fyrir utan gesti gáfu merki um það. 

    4. liður skráning félaga:
  Allir á fundinum skráðu sig í félagið, en þeir eru samanber ofar:
Guðmundur Skúlason, Sigrún Franzdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Birgitta Sigurðardóttir, Sigurður Skúlason, Alda Traustadóttir, Ármann Búason, Doris Maag, Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Sturluson og Sturla Eiðsson.
Auk þess lág fyrir ósk um skráningu í félagið frá: Viðari Þorsteinssyni, Elinrósu Sveinbjörnsdóttur, Guðleifu Jóhannesdóttur og Robert Louis Pells. Alls eru því 15 skráðir í félagið. 

    5. liður lögð fyrir drög að samþykktum fyrir félagið:
  Guðmundur Skúlason gerði grein fyrir samþykktunum sem eru í 12 liðum og hljóða svo: 

    Samþykktir fyrir Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps. 

    1.gr.
Félagið heitir Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps og er lögheimili þess lögheimili formanns hverju sinni 
    2.gr.
Tilgangur félagsins er að kynbæta sauðfé félagsmanna, með tilliti til aukinna og bættra afurða, hreysti og útlits. 
    3.gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið að ná:
Með skipulögðu úrvali úr fjárstofni félagsmanna.
Með því að finna erfðaeðli einstaklinganna, með glöggum afurðaskýrslum, ættartölum og afkvæmarannsóknum.
Með því að kaupa kynbótafé, sem líklegt er til að bæta fé félagsmanna.
Með því að stuðla að því, að félagsmenn geti fengið ær sínar sæddar með sæði úr úrvals kynbótahrútum á sæðingarstöðvum. 
    4.gr.
Félagi getur hver sauðfjáreigandi orðið, sem vill vinna að markmiðum félasins og er tilbúinn að gangast undir þær skildur sem félagið setur félagsmönnum.
Stjórn félagsins afgreiðir umsókn um félagsaðild, en getur ef henni finnst ástæða til skotið henni til aðalfundar. 
    5.gr.
Hver félagsmaður er bundinn eftirtöldum skyldum:
Að halda afurðaskýrslu yfir allt sitt fé, sem fullnægir kröfum Bændasamtaka Íslands um skýrsluhald í sauðfjárrækt.
Að einstaklings merkja allt fullorðið fé og lömb.
Að vigta öll ásetningslömb. Æskilegt er líka að vigta öll lömb eins fljótt eftir fyrstu réttir og við verður komið. 
    6.gr.
Félaginu skal stjórnað af þremur mönnum kosnum á aðalfundi til þriggja ára í senn og gangi einn úr árlega, sá fyrsti eftir að hafa setið í stjórn í eitt ár. (Dregið skal um lengd stjórnarsetu í upphafi)
Einn varamaður stjórnar skal kosinn árlega.
Einn maður skal kosinn til þriggja ára í senn til að endurskoða ársreikning félagsins.
Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum, formaður, gjaldkeri og ritari og annast öll venjuleg stjórnarstörf.
Ennfremur skal stjórnin leiðbeina nýjum félögum við skýrsluhaldið ef þeir óska þess. 
    7.gr.
Framlag ríkissjóðs til sauðfjárræktarfélagsins samkvæmt gildandi búfjárræktarlögum skal renna í félagssjóð.
Nægi framlag ríkissjóðs ekki til þess að standa straum af kostnaði við félagsstarfið, er félagsmönnum heimilt á aðalfundi, að leggja á árgjald, getur það annað hvort miðast við tölu þess sauðfjár, sem hver og einn á í félaginu eða ákveðin upphæð á hvern félagsmann. Einnig er heimilt á stofnfundi að ákveða inntökugjald í félagið eða árgjald. 
    8.gr.
Heimilt er stjórn félagsins með samþykki aðalfundar, eða með meirihluta félagsmanna á öðrum fundi, að verja fé úr félagssjóði til eflingar kynbótastarfs félagsmanna t.d. með því að greiða niður kostnað við sæðingar, eða á annan hliðstæðan hátt. 
    9.gr.
Aðalfund skal halda ár hvert helst á tímabilinu 20. nóv. til 10. des., en aldrei síðar en 20. apríl. Fundurinn er lögmætur, ef 2/3 hlutar félagsmanna eru mættir. Meiri hluti atkvæða fundarmanna ræður úrslitum mála. Þó þarf ¾ hluta atkvæða til að breyta samþykktum félagsins og sama hlutfall atkvæða til að leggja félagið niður.
Skýrslu- og reikningsár félagsins er frá 1. nóv. til jafnlengdar næsta ár
Á aðalfundi skal formaður gefa skýrslu yfir starfsemina síðast liðið ár.
Gjaldkeri skal leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins.
Ritari kynnir félagatalið, sem skoðast samþykkt ef ekki koma fram athugasemdir við það.
Á aðalfundi skal leggja fram niðurstöður úr skýrslum félagsmanna fyrir síðasta ár. Æskilegt er að fá búfjárræktarráðunaut búnaðarsambandsins til að ræða um þær og annað í kynbótastarfinu 
    10.gr.
Ritari skal annast skrásetningu fullorðinsnúmera í hrúta félagsmanna. Þar sem engir tveir fullorðnir hrútar mega hafa sama númer, úthlutar hann fastri númera röð handa hverjum skýrsluhaldara, þannig að hann einn megi nota hana.
Ritari skal safna saman skýrslum frá félagsmönnum og annast færslu fylgiskjala með þeim, og senda þær til uppgjörs til Bændasamtaka Íslands eigi síðar en 15. nóv. ár hvert. 
    11.gr.
Geri einhver félagsmaður sig sekan um að falsa vísvitandi bókhald sitt varðandi félagsféð, skal hann skilyrðislaust rekinn úr félaginu ævilangt. 
    12.gr.
Leysist félagið upp eða hætti störfum, skal eignum þess ráðstafað til félagsmanna í sama hlutfalli og sauðfjár eign þeirra í félaginu hefur verið að meðaltali síðustu þrjú árin sem félagið starfar.

All nokkrar umræður urðu um samþykktirnar, en þær síðan samþykktar með 11 atkvæðum og verða sendar til Bændasamtaka Íslands til staðfestingar. 

    6. liður kosningar:
Kosnir þrír menn í stjórn, þeir Guðmundur Skúlason með 10 atkv. Guðmundur Sturluson með 10 atkv. og Gunnar Gunnarsson með 9 atkv. aðrir sem fengu atkvæði voru Birgitta Sigurðardóttir 2 atkv. og Alda Traustadóttir og Ármann Búason 1 atkv. hvort.
Dregið var um lengd stjórnarsetu og fór það svo að Gunnar Gunnarsson er kjörinn til 1 árs, Guðmundur Skúlason til 2ja ára og Guðmundur Sturluson til 3ja ára.
Þá var kjörinn varamaður stjórnar til 1 árs uppástunga kom um Birgittu Sigurðardóttir og var það samþykkt.
Að endingu kom tillaga um Ármann Búason sem endurskoðanda til næstu 3ja ára sem var samþykkt.
 
    7. liður erindi:
  Ólafur G Vagnsson fór nokkuð yfir efni sem ætlað er til allmennrar umfjöllunar á námskeiðum um sauðfjárrækt, samið af Jóni Viðari Jónmundssyni. Gerði hann þessu skil á skýran og fróðlegan hátt. Nokkrar umræður urðu um efnið.
  Guðmundur Skúlason fjallaði um 40 ára sögu Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps og þróun afurða innan þess. Las hann ritgerð frá því í nóvember 1987 um Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps, samda af Birgittu Sigurðardóttur á Staðarbakka. Fróðleg ritgerð og vel flutt.
  Þá dreifði Guðmundur línuritum sem hann hefur tekið saman um þróun afurða í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps, á 40 ára ferli þess.
  Á titilblaði stendur "Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps 40 ára 17. mars 2004" Fram kemur að afurðir innan félagsins hafa jafnt og þétt farið upp á við í þessi 40 ár. 

    8. liður önnur mál:
  Þórður Steindórsson þakkaði fyrir að hafa verið boðið á fundinn og óskaði félaginu velfarnaðar.
  Að því búnu sleit fundarstjóri fundi og húsráðendur buðu upp á kaffiveitingar. 

    SturlaEiðsson        ÁrmannBúason 
     fundarstjóri                fundarritari

 


    Fundargerð undirbúningsfundar á Þúfnavöllum 29. jan. 2004

  Þann 29. janúar 2004 komu saman til fundar að Þúfnavöllum sauðfjárbændur í fram Hörgárdal. 
    Þessir sátu fundinn:
  Gunnar og Doris Búðarnesi, Guðmundur og Sigrún Staðarbakka , Sigurður Staðarbakka, Ármann og Alda Myrkárbakka, Sturla, Guðleif og Guðmundur Þúfnavöllum. Auk þess var Ólafur Vagnsson ráðunautur fenginn til að mæta á fundinn til skrafs og ráðgerða.
  Fundarstjóri var Guðmundur Sturluson.
  Fundaritari var Sturla Eiðsson.
  Tilgangur fundarins var að kanna hug manna til stofnunar fjárræktarfélags, þar sem Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps hafði verið aflagt á sl. ári og sameinast öðru félagi. Allir fundarmenn höfðu áhuga á slíkri félagsstofnun. Eftir allnokkrar umræður varð niðurstaðan sú að kjósa þriggja manna nefnd til að undirbúa félagsstofnun og þá helst að endurreisa gamla félagið sem hefði orðið 40 ára á þessu ári.
  Ólafur Vagnsson taldi enginn tormerki á því að notað yrði nafn gamla félagsins. 
    Þessir menn voru kosnir í nefnd. 
    Guðmundur Skúlason. 
    Guðmundur Sturluson. 
    Gunnar Gunnarsson.
  Þá voru menn sammála um að kannað yrði hvort nýja félagið gæti fengið einhvern hlut af eignum gamla félagsins færðan yfir til sín. 
    Fundi slitið. 

    Guðmundur Sturluson         Sturla Eiðsson 
        fundarstjóri                          fundarritari

Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 163808
Samtals gestir: 42873
Tölur uppfærðar: 16.1.2019 07:47:42
clockhere

Um félagið

Nafn:

Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps

Farsími:

Stefán Lárus Karlsson 865-1777 formaður

Afmælisdagur:

Stofnað 17. mars 1964

Heimilisfang:

Ytri Bægisá ll

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Stefán Lárus Karlsson 462-5897 formaður

Um:

Vef- og ritstjóri heimasíðunnar er Guðmundur Skúlason s. 846-1589

Kennitala:

431008-1650

Bankanúmer:

566-04-250446

Tenglar