Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps vertu velkomin/n á heimasíðu félagsins

Fréttir 2019

   7. apríl 2019

Í kvöld var aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn í Búðarnesi.  Á fundinn mættu 12 félagar.

Á fundinum fóru fram öll venjuleg aðalfundarstörf. Breyting varð á stjórn þar sem Stefán L Karlsson, sem verið hefur formaður félagsins frá árinu 2014, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýr maður í stjórn var kjörinn Unnar Sturluson Þúfnavöllum.

Í  uppgjöri úr skýrsluhaldi síðasta árs má lesa þetta:

Alls eru í uppgjörinu 1.620 fullorðnar ær, þeim hefur fjölgað um 28 frá síðasta ári. Skýrslufærðar voru 395 veturgamlar ær, sem er fjölgun um 29 milli ára. Meðalafurðir voru 30,01 kg eftir hverja fullorðna á í félaginu, sem er 0,16 kg meira en haustið 2017. Hjá einstökum félögum voru mestar afurðir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 36,5  kg eftir fullorðna á. Hver veturgömul ær í félaginu skilaði að jafnaði 11,23 kg sem er 1,95 kg minna en á síðasta ári. Mestum afurðum eins og hjá fullorðnu ánum skiluðu gemlingarnir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 19,6 kg. Eftir hverja á í félaginu fæddust 1,88 lömb en 1,7 komu til nytja. Meðalfallþungi dilka í félaginu var 17,31 kg sem er 0,30 kg meira en haustið 2017. Hæstur fallþungi var hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi, 20,2 kg. Meðalflokkun lamba í félaginu var 9,20 fyrir vöðva og 6,64 fyrir fitu. Vöðvaflokkunin lækkar um 0,26 frá síðasta ári en fitan hækkar um 0,23. Besta vöðvaflokkun var hjá Guðmundi og Sigrúnu Staðarbakka 10,16

 
 
 

 

 

Veitt voru verðlaun fyrir hæst stigaða lambhrút í félaginu haustið 2018. 

Hrútur þessi er í eigu Stefáns og Elisabeth á Ytri-Bægisá 2. Gestur ritari félagsins afhenti Stefáni verðlaunin, sem eru að venju farandbikar félagsins. Hrútur þessi hefur nú hlotið nafnið Bjór og er númer 18-702. Hann er einlembingur og vó 55 kg. Ómtölur hans voru þessar: 32 mm ómv 3,7  mm ómf og 5,0 óml. Fótleggur er 120 mm. Stigun hans var: Haus 8,0 - h/h 9,0 - b/útl. 9,0 - bak 9,0 - malir 9,0 - læri 18,5, ull 7,5 - fætur 8,0 og samræmi 9,0  = 87,0 stig. Hrútur þessi er undan Berg 13-961, og á nr 13-338.

 
Flettingar í dag: 100
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 48
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 44075
Samtals gestir: 11409
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 05:49:51
clockhere

Um félagið

Nafn:

Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps

Farsími:

Unnar Sturluson 779-0269 formaður

Afmælisdagur:

Stofnað 17. mars 1964

Heimilisfang:

Þúfnavellir

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Unnar Sturluson 462-6754 formaður

Um:

Vef- og ritstjóri heimasíðunnar er Guðmundur Skúlason s. 846-1589

Kennitala:

431008-1650

Bankanúmer:

566-04-250446

Tenglar