Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps vertu velkomin/n á heimasíðu félagsins

Fréttir 2016

20. apríl 2016

  Í kvöld var aðalfundur Sf. Skriðuhrepps haldinn að Stapasíðu 1 Akureyri. Mæting var var ágæt, þar sem 12 sátu fundinn. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf m.a. að fara yfir niðurstöður skýrsluhaldsins fyrir síðasta ár. Hér er kafli úr fundargerðinni þar sem fjallað er um helstu niðurstöðurnar. 

Alls eru í uppgjörinu 1.571 fullorðin ær, þeim hefur fækkað um 267 frá síðasta ári. Skýrslufærðar voru 395 veturgamlar ær, sem er fækkun um 29 milli ára. Meðalafurðir voru 30,7 kg eftir hverja fullorðna á í félaginu, sem er 0,1 kg minna en haustið 2014. Hjá einstökum félögum voru mestar afurðir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 35,4  kg eftir fullorðna á. Hver veturgömul ær í félaginu skilaði að jafnaði 10,98 kg sem er 1,8 kg minna en á síðasta ári. Mestum afurðum, eins og hjá fullorðnu ánum, skiluðu gemlingarnir hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi eða 17,6 kg.

Eftir hverja á í félaginu fæddust 1,87 lömb, en 1,72 komu til nytja. Meðalfallþungi dilka í félaginu var 17,57 kg sem er 0,1 kg minna en haustið 2014. Hæstur fallþungi var hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi, 19,6 kg. Meðalflokkun lamba í félaginu var 9,33 fyrir vöðva og 7,04 fyrir fitu. Vöðvaflokkunin hækkar ögn frá síðasta ári en fitan minnkar aðeins. Besta vöðvaflokkun var hjá Gesti Haukssyni, 10,66.

Allar skýrslurnar má sjá í heild hér á heimasíðunni.

  Að venju var afhentur farandbikar félagsins fyrir hæst stigaða lambhrút innan félagsins á n.l. hausti og áletraður verðlaunapeningur til eignar.

  Að þessu sinni er það Sara Hrönn Viðarsdóttir, Brakanda, sem er þessa heiðurs aðnjótandi.

Hér er Stefán Lárus formaður að afhenda Söru Hrönn bikarinn.

Hrútur þessi hefur nú hlotið nafnið Hreinn og er númer 15-551. Hann er tvílembingur og vó 50 kg. Ómtölur hans voru þessar: 34 mm ómv 2,7  mm ómf og 5,0 óml. Fótleggur er 110 mm. Stigun hans var: Haus 8,0 - h/h 8,5 - b/útl. 9,0 - bak 9,5 - malir 8,5 - læri 18,0, ull 9,0 - fætur 8,0 og samræmi 8,5  = 87,0 stig. Hrútur þessi er undan Glæsi 14-556, og Skessu 13-069.

         Hreinn 15-551

Nánar um fundinn má svo sjá hér á heimasíðunni undir Fundargerðir.

GTS

13. apríl 2016

 
Tilkynning:

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps verður haldinn í Stapasíðu 1 Akureyri, miðvikudagskvöldið 20. apríl 2016 kl. 20:00.

Venjubundin aðalfundarstörf. Afhentur verður farandbikar félagsins fyrir hæst stigaða lambhrút innan félagsins haustið 2016.

Minnt skal á að búið er að senda út í tölvupósti niðurstöður úr skýrsluhaldinu fyrir síðasta ár og gott væri ef félagar prentuðu það út og hefðu með sér á fundinn til yfirferðar og umræðna.

Mætum öll og ræðum félags- og kynbótastarfið.

                       Stjórnin.

Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 161870
Samtals gestir: 42075
Tölur uppfærðar: 12.11.2018 23:04:45
clockhere

Um félagið

Nafn:

Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps

Farsími:

Stefán Lárus Karlsson 865-1777 formaður

Afmælisdagur:

Stofnað 17. mars 1964

Heimilisfang:

Ytri Bægisá ll

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Stefán Lárus Karlsson 462-5897 formaður

Um:

Vef- og ritstjóri heimasíðunnar er Guðmundur Skúlason s. 846-1589

Kennitala:

431008-1650

Bankanúmer:

566-04-250446

Tenglar