Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps vertu velkomin/n á heimasíðu félagsins

Fréttir 2010

    24. mars 2010

Sigurður Þór, Anna Guðrún og Guðmundur formaður  Í kvöld var aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps, haldinn á Myrkárbakka.
  Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, fór Sigurður Þór Guðmundsson ráðunautur yfir og skýrði niðurstöður úr skýrsluhaldi fálagsmanna frá síðasta ári og Anna Guðrún Grétarsdóttir var með kynningu á fjarvis.is og hvatti hún félagsmenn eindregið til að fara með skýrsluhald sitt þar inn, en nú þegar er röskur helmingur félaganna farinn að færa fjárbókhald sitt þar.
  Á fundinum fjölgaði félagsmönnum: Í félagið gengu Gestur Hauksson í Ásgerðarstaðarseli og hjónin Valdimar Gunnarsson og Ingunn Aradóttir á Syðri-Reistará. Voru þau öll boðin velkomin í félagið og ástæða til að óska þeim velgengni í sínu ræktunarstarfi.
Guðmundur. Margrét og Sigurður  Þá afhenti Guðmundur Sturluson formaður þeim Margréti og Sigurði á Staðarbakka, farandbikar félagsins og verðlaunapening til eignar fyrir hæst stigaða lambhrút í félaginu haustið 2009. Hrútur þessi hefur nú fengið nafnið Flosi og er númer 09-194, stigaðist hann uppá 87,5 stig. Hann er undan Hyrni 08-183, sem er undan Króki 05-803. Móðir Flosa er Gulla 05-515.
  Þetta mun hafa verið 1. aðalfundurinn í áratuga langri sögu félagsins eða allt frá árinu 1971, sem Ólafur G Vagnsson ráðunautur mætir ekki á og var þar skarð fyrir skyldi og ekki laust við að félugunum fyndist eitthvað vanta til að þetta gæti talist lögmætur fundur. Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni var Ólafur gerður að heiðursfélaga á aðalfundi félagsins 2008 í þakklætis skyni fyrir frábært starf í þágu félagsmanna og  félagsins í heild.
        GTS 
 Hér má sjá fundargerðina
 Hér má sjá nokkrar myndir frá fundinum

    Tilkynning:

 Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps verður haldinn á Myrkárbakka miðvikudagskvöldið 24. mars 2010 kl. 20:30.

Á fundinn mætir Sigurður Þór Guðmundsson ráðunautur og kynnir niðurstöður úr skýrsluhaldi félagsmanna fyrir síðasta ár. Einnig mætir Anna Guðrún Grétarsdóttir og mun hún verða með kynningu á fjarvis.is.

Félagar hvattir til að fjölmenna á fundinn.

Stjórnin.  

    17. mars 2010

  Í kvöld kom stjórn félagsins saman til fundar á Þúfnavöllum. Einkum var verið að ákveða aðalfundinn, hann á að verða 24. mars, einnig voru lögð drög að dagskrá fundarins.
        GTS
    Hér má sjá fundargerðina 

Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 160
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 161928
Samtals gestir: 42079
Tölur uppfærðar: 13.11.2018 02:42:11
clockhere

Um félagið

Nafn:

Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps

Farsími:

Stefán Lárus Karlsson 865-1777 formaður

Afmælisdagur:

Stofnað 17. mars 1964

Heimilisfang:

Ytri Bægisá ll

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Stefán Lárus Karlsson 462-5897 formaður

Um:

Vef- og ritstjóri heimasíðunnar er Guðmundur Skúlason s. 846-1589

Kennitala:

431008-1650

Bankanúmer:

566-04-250446

Tenglar