Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps vertu velkomin/n á heimasíðu félagsins

Samþykktir félagsins í gildi frá 1977 til 2004

Samþykktir þessar voru í gildi frá 13. apríl 1977 og  til 17. mars 2004 er nýjar voru samþykktar.



Samþykktir fyrir

Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps.

1.gr.

Félagið heitir Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps og nær félagssvæðið yfir Skriðuhrepp og er lögheimili þess lögheimili formanns hverju sinni.

2. gr.

Tilgangur félagsins er að kynbæta sauðfé félagsmanna, með tilliti til aukinna og bættra afurða, hreysti og útlits.

3.gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið að ná:

a. Með skipulögðu úrvali úr fjárstofni félagsmanna.

b. Með því að finna erfðaeðli einstaklinganna, með glöggum afurðaskýrslum, ættartölum og afkvæmarannsóknum.

c. Með því að kaupa kynbótafé, sem líklegt er til að bæta fé félagsmanna.

d. Með því að stuðla að því, að félagsmenn geti fengið ær sínar sæddar með sæði úr úrvals kynbótahrútum á sæðingarstöðvum.

4.gr.

Þátttaka í félaginu er bundin því skilyrði, að hver félagsmaður eigi minnst 12 ær og að hann hafi að minnsta kosti 80% áa sinna á skýrslu, þó er nýr félagi undan þeginn þessu hlutfalli fyrsta árið.

5.gr.

Hver félagsmaður er bundinn eftirtöldum skyldum:

a. Að halda afurðaskýrslu yfir fé sitt (Vasafjárbók).

b. Að vigta öll lömb undan félagsánum eins fljótt eftir fyrstu réttir og við verður komið.

c. Að halda ættbók samk. fyrirmælum Búnaðarfélags Íslands yfir féð og merkja það allt með einstaklingsmerkjum. Engir tveir fullorðnir hrútar af félagsfénu mega hafa sama númer. Merkja skal öll unglömb að vorinu og skrásetja þau svo að örugglega verði séð að haustinu undan hvaða á hvert lamb er.

d. Að láta félagið og menn innan félagsins sitja fyrir kaupum á kynbótahrútum sem þeir kunna að vilja selja þar með taldir lambhrútar.

e. Þá er og æskilegt, að vigta ærnar þrisvar á vetri.

1. Að haustinu fyrir 20. nóv.

2. Í janúar um eða eftir miðjan mánuðinn.

3. Í apríl lok.

6.gr.

Félaginu skal stjórnað af þremur mönnum kosnum á aðalfundi til þriggja ára í senn og gangi einn úr árlega, sá fyrsti eftir að hafa setið í stjórn í eitt ár.

Einn varamaður skal kosinn árlega.

Þá skal og kosinn einn endurskoðandi til tveggja ára í senn.

Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum, formaður, gjaldkeri og ritari og annast öll venjuleg stjórnarstörf.

Ennfremur skal stjórnin leiðbeina nýjum félögum við skýrsluhald ef þeir óska þess.

7.gr.

Framlag ríkissjóðs til sauðfjárræktarfélagsins samk. gildandi búfjárræktarlögum skal renna í félagssjóð. Stjórn félagsins varðveitir sjóðinn. Skal hún árlega fá þóknun fyrir starf sitt í þágu félagsins, og ákveður aðalfundur, hve mikil sú þóknun skuli vera.

Nægi ekki framlag ríkissjóðs til þess að standa straum af kostnaði við félagsstarfið, er félagsmönnum heimilt á aðalfundi, að leggja gjöld á félagsmenn, er miðast við tölu þess fjár, sem þeir eiga í félaginu. Einnig er heimilt á stofnfundi að ákveða inntökugjald í félagið eða ársgjald.

8.gr.

Þyki meiri hluta félagsmanna og stjórn félagsins æskilegt, að félagið eigi sjálft kynbótahrúta til sameiginlegra nota fyrir félagsmenn, þá skal stjórn félagsins heimilt að kaupa slíka hrúta ef fé er fyrir hendi í sjóði félagsins. Séu hrútar keyptir, sem ekki eru af kynbótafé félagsins, þá skal haft samráð um val þeirra við sauðfjárræktarráðunaut Búnaðarfélags Íslands eða héraðsráðunaut viðkomandi búnaðarsambands í búfjárrækt.

Félagsstjórnin ráðstafar þessum hrútum til félagsmanna og ákveður árlega afnotagjald fyrir þá. Enn fremur skal félagsstjórnin leiðbeina félagsmönnum um hrútahaldið og stuðla að því eftir mætti að þeir geti allir notað 1. verðlauna hrúta.

9.gr.

Heimilt er stjórn félagsins með samþykki aðalfundar, eða með meirihluta félagsmanna á öðrum fundi, að verja fé úr félagssjóði til eflingar kynbótastarfsemi félagsmanna t.d. með því að styrkja þá til að sæða kynbótaær, með sæði úr úrvals kynbótahrútum, eða á annan hliðstæðan hátt.

10.gr.

Aðalfund skal halda ár hvert á tímabilinu 20. nóv. til 20. apríl. Fundurinn er lögmætur, ef 2/3 hlutar félagsmanna eru mættir. Meiri hluti atkvæða fundarmanna ræður úrslitum mála. Þó þarf ¾ hluta atkvæða til að breyta samþykktum félagsins og sama hlutfall atkvæða til að leggja félagið niður.

Á aðalfundi skal formaður gefa skýrslu yfir starf stjórnarinnar síðast liðið ár

Gjaldkeri skal leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins.

Á aðalfundi skal leggja fram niðurstöður úr skýrslum síðasta árs og æskilegt er að fá búfjárræktarráðunaut viðkomandi búnaðarsambands til að ræða um þær og annað í kynbótastarfinu

11.gr.

Skýrslu- og reikningsár félagsins er frá 1. nóv. til jafnlengdar næsta ár. Ritari skal safna saman skýrslum frá félagsmönnum og annast færslu fylgiskjala með þeim, og senda þær til uppgjörs til Búnaðarfélags Íslands eigi síðar en 15. nóv ár hvert. Ritari skal einnig annast skrásetningu hrúta félagsins.

12.gr.

Skylt er að taka nýja menn inn í félagið þegar þeir óska þess, enda séu þeir búsettir á félagssvæðinu og uppfylli öll skilyrði er félagið setur þeim.

13.gr.

Geri einhver félagsmaður sig sekan um að falsa bókhald sitt varðandi félagsféð vísvitandi, skal hann skilyrðislaust rekinn úr félaginu ævilangt.

14.gr.

Leysist félagið upp eða hætti störfum, skal sjóður sá sem myndast hefur við starfsemi þess, afhentur Búnaðarfélagi Íslands til varðveislu.

Er stjórn Búnaðarfélags Íslands heimilt að verja árlega vöxtum hans til þess að verðlauna 1. v. hrúta á því svæði, sem félagið starfaði á.

Rísi upp félag á ný á sama félagssvæði skal hinn fyrri sjóður renna til starfsemi þess, ef reglur þær og samþykktir er það starfar eftir, eru í samræmi við gildandi búfjárræktarlög og Búnaðarfélag Íslands og sauðfjárræktarráðunautur þess samþykkir.

Flettingar í dag: 331
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 492
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 46938
Samtals gestir: 11762
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 15:57:57
clockhere

Um félagið

Nafn:

Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps

Farsími:

Unnar Sturluson 779-0269 formaður

Afmælisdagur:

Stofnað 17. mars 1964

Heimilisfang:

Þúfnavellir

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Unnar Sturluson 462-6754 formaður

Um:

Vef- og ritstjóri heimasíðunnar er Guðmundur Skúlason s. 846-1589

Kennitala:

431008-1650

Bankanúmer:

566-04-250446

Tenglar