Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps vertu velkomin/n á heimasíðu félagsins

Stjórnarfundir

29. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

Þann 16. mars 2018 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Staðarbakka kl. 20:00.

Allir stjórnarmenn mættir: Stefán L Karlsson, Guðmundur Skúlason og Gestur Hauksson

Stefán formaður setti fund.

Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

 1. Ákveðið var að aðalfundur félagsins verði haldinn fimmtudaginn 29. mars nk. Áformað er að hann verði haldinn á Staðarbakka. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf og veittur verður farandbikar félagsins fyrir hæst stigaða  lambhrút haustið 2017.
 2. Guðmundur greindi frá því að hann hefði haft samband við Eið í Kjarnafæði og óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Kjarnafæðis og SAH Afurða um stöðuna og hvernig horfi með afurðaverð á komandi hausti. Stefnt er að fundinum upp úr miðjum apríl.

  Ýmislegt fleira rætt en ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 21:00.

 

28. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

Þann 28. mars 2017 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Staðarbakka kl. 20:30.

Allir stjórnarmenn mættir: Stefán L Karlsson, Guðmundur Skúlason og Gestur Hauksson

Stefán formaður setti fund.

Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

 1. Ákveðið var að aðalfund félagsins verði haldinn miðvikudaginn 19. apríl nk. Áformað er að hann verði haldinn í Brakanda. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf og veittur verður farandbikar félagsins fyrir hæst stigaða  lambhrút haustið 2016.
 2. Rætt um að fara í skoðunarferðir í vor og eða haust frekari umræða um það geymd til aðalfundar.

            Ýmislegt fleira rætt en ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 21:45.

 

27. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

Þann 12. apríl 2016 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Ytri Bægisá kl. 20:30.

Allir stjórnarmenn mættir: Stefán L Karlsson, Guðmundur Skúlason og Gestur Hauksson

Stefán formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

 1. Ákveðið var að aðalfund félagsins verði haldinn miðvikudaginn 20. apríl nk. Gestur ætlar að ljá honum húsaskjól heima hjá sér að Stapasíðu 1. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf og veittur verður farandbikar félagsins fyrir hæst stigaða  lambhrút haustið 2015

       Ýmislegt fleira rætt en ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 21:59.
 

26. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

Þann 16. mars 2015 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Staðarbakka kl. 20:30.

Allir stjórnarmenn mættir: Stefán L Karlsson, Guðmundur Skúlason og Gestur Hauksson

Stefán formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

 1. Fundargerð síðasta fundar undirrituð.
 2. Rætt um aðalfund félagsins. Ákveðið að stefna að því að halda hann öðru hvoru megin við páska í samráði við þá sem annast fundinn. Formaður sér um að útvega stað fyrir fundinn.

 Ýmislegt fleira rætt en ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 21:45.

Guðmundur Skúlason fundarritari
 

25. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

 Þann 8. nóvember 2014 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Staðarbakka kl. 20:30.

Allir stjórnarmenn mættir: Stefán Lárus Karlsson, Gestur Hauksson og Guðmundur Skúlason.

Stefán formaður setti fund.

Fundarefnið er að ræða og skipuleggja hópferð félagsmanna á Strandir, sem fyrirhuguð er þann 22. nóvember n.k. Búið er að semja við Bílaleigu Hölds um bíl til fararinnar fyrir 25.000 kr. auk þess þarf að kaupa eldsneyti á bílinn og félagið þarf að sjá um ökumann. Þá er búið að panta lambalæri í hádegisverð á Sauðfjársetrinu sem kostar 3.200 kr. á mann. Skoðuð verða fimm sauðfjárbú: Tröllatunga, Miðdalsgröf, Heydalsá l og ll og að endingu Broddanes. Auk þess að skoða fallegt fé á þessum bæjum, eru nýleg fjárhús á sumum þeirra sem áhugavert verður að skoða. Áætlað er aðfargjald með hádegisverði verði á bilinu 6- til 8 þúsund krónur, sem hver þátttakandi þarf að greiða, fer það eftir því hversu margir fara í ferðina. Sendur verður tölvupóstur til félagsmanna til kynningar á ferðinni, þar sem gefinn verður frestur til 18. nóvember til að tilkynna þátttöku.     

 Fleira ekki fært til bókar ogfundi slitið kl. 21:30. 

Guðmundur Skúlason fundarritari.

24. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

 Þann 5. mars 2014 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Ytri Bægisá kl. 20:30.

Allir stjórnarmenn mættir: Stefán Lárus Karlsson, Gestur Hauksson og Guðmundur Skúlason.

Stefán formaður setti fund.

1.    Fundargerð aðalfundarfélagsins hefur nú verið aðgengileg á heimasíðu félagsins í tvær vikur, auk þess sem hún var send öllum félagsmönnum í tölvupóst þar sem óskað var eftir athugasemdum við hana ef einhverjar væru. Engar ábendingar um breytingar hafa borist.Fundargerðin telst því samþykkt og stjórnin undirritar hana. Einnig var fundargerð síðasts stjórnarfundar undirrituð.

2.    Rætt um 50 ára afmælissamkomu félagsins, sem haldin verður þann 17. mars nk. að Melum. Þar verða flutterindi um sauðfjárrækt og yfirlit yfir sögu félagsins. Um þetta sjá: Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður sauðfjárræktarinnar hjá Ráðgjafarmiðstöðlandbúnaðarins, Ólafur G Vagnsson ráðunautur og Guðmundur Skúlason bóndi og ritari félagsins. Að lokum verður svo boðið upp á kaffiveitingar. Ráðstefnu- og veislustjóri verður Birgir Arason,formaður Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð. Samkoman verður opin öllu áhugafólki um sauðfjárrækt.

3.    Formaður ætlar að semja við foreldra 8. og 9. bekkinga í Þelamerkurskóla fyrir ferðasjóð þeirra um að annast veislukaffið.

4.    Stefnt er að því að samkoman verði auglýst í Fréttum og  fróðleik og í  Dagskránni. 

 Fleira ekki fært til bókar ogfundi slitið kl. 22:00.

Guðmundur Skúlason fundarritari

    23. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

Þann 6. febrúar 2014 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Staðarbakka kl. 14:00.

Allir stjórnarmenn mættir: Stefán Lárus Karlsson, Gestur Hauksson og Guðmundur Skúlason.

Guðmundur setti fund og bauð nýja stjórnarmenn velkomna í stjórnina.

Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

 1. Stjórn skipti með sér verkum: Stefán Lárus Karlsson formaður, Gestur Hauksson gjaldkeri og Guðmundur Skúlason ritari.
 2. Rætt um 50 ára afmæli félagsins. Ákveðið að stefna að samkomu á afmælisdaginn þann 17. mars nk. að Melum, með erindum um sauðfjárrækt og veislukaffi á eftir.

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 15:00.

Guðmundur Skúlason fundarritari

 
   
22. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

Þann 14. janúar 2014 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar í Brakanda kl. 20:45. 

Allir stjórnarmenn mættir: Guðmundur Sturluson, Guðmundur Skúlason og Viðar Þorsteinsson.

Guðmundur Sturluson formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

 1. Fundargerð síðasta fundar undirrituð.
 2. Viðar gjaldkeri kynnti ársreikning félagsins fyrir árið 2013. Félagið hefur nú ekki aðrar tekjur en vaxtatekjur af peningaeign félagsins. Endurnýja þurfti rafhlöðu og hleðslutæki við tölvuvog félagsins. Tap ársins varð því kr. 47.328.
 3. Rætt um aðalfund félagsins. Aðalfundurinn sem átti að halda í apríl sl. féll niður af óviðráðanlegum ástæðum, því verður nú haldinn aðalfundur fyrir árin 2012 og 2013. Ákveðið að stefna á að halda fundinn í lok janúar. Formaður ætlar að útvega stað fyrir fundinn.

                        Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 22:10.

Guðmundur Skúlason fundarritari

 

 21. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

Þann 12. mars 2013 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Staðarbakka kl. 20:30.
Allir stjórnarmenn mættir: Guðmundur Sturluson, Guðmundur Skúlason og Viðar Þorsteinsson.
Guðmundur Sturluson formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

 1. Fundargerðir síðustu funda undirritaðar.
 2. Viðar gjaldkeri kynnti ársreikning félagsins fyrir árið 2012. Félagið hefur nú ekki aðrar tekjur en vaxtatekjur af peningaeign félagsins. Tap ársins er kr. 2.223. Stjórnin undirritaði reikninginn.
 3. Rætt um komandi aðalfund félagsins. Ákveðið að stefna á að halda fundinn í vikunni eftir páska. Formaður ætlar að útvega stað fyrir fundinn og athuga hvort hægt er að fá einhvern á fundinn til að ræða um sauðfjárrækt.

    Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 22:50.

            Guðmundur Skúlason
                   fundarritari

        20. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

 

Þann 1. apríl 2012 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Þúfnavöllum.
Allir stjórnarmenn mættir: Guðmundur Sturluson, Guðmundur Skúlason og Viðar Þorsteinsson.
Guðmundur Sturluson formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

 1. Fundargerð 19. stjórnarfundar undirrituð.
 2. Rætt um hvenær skyldi halda aðalfund félagsins. Ákveðið að stefna á að halda fundinn í vikunni eftir páskana. Formaður ætlar að útvega stað fyrir fundinn og ræða við Sigurð Þór ráðunaut.
 3. Viðar kynnti ársreikninginn félagsins fyrir árið 2011. Þar kemur fram að enginn styrkur barst á árinu 2011 frá BÍ til félagsins og óvíst að hann fáist oftar. Af þessum sökum er nú tap á rekstri félagsins upp á 4.287 kr. Stjórnin undirritaði reikningana.

        Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 23:05. 

            Guðmundur Skúlason
                fundarritari

    19. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

 

 

Þann 12. apríl 2011 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar í Brakanda.

Allir stjórnarmenn mættir: Guðmundur Sturluson, Guðmundur Skúlason og Viðar Þorsteinsson.

Guðmundur Sturluson formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

1.      Fundargerð 18. stjórnarfundar og síðasta aðalfundar undirritaðar.

2.      Guðmundur formaður greindi frá því, að í framhaldi af umræðum á aðalfundi, hafi hann verið í sambandi við Birgir Arason formann Sauðfjárræktarfélagsins Freys, um að félagar hér fari í skoðunarferð til félaga í Frey.

Ákveðið var að fara í þessa ferð laugardaginn 16. apríl nk. og að farið verði á einkabílum. Samin var auglýsing til félagsmanna um ferðina, sem send verður til þeirra í tölvupósti í fyrramálið.

Birgir Arason formaður Freys verður fararstjóri og áætlað er að komið verði á fyrsta bæ kl. 10:30. Alls verða heimsóttir 5 til 6 bæir.

       Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 22:40.

        Guðmundur Skúlason

                fundarritari


    18. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps
 

Þann 7. mars 2011 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Staðarbakka.

Allir stjórnarmenn mættir: Guðmundur Sturluson, Guðmundur Skúlason og Viðar Þorsteinsson.

Guðmundur Sturluson formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

1.      Fundargerð 17. stjórnarfundar undirrituð.

2.      Ákveðið að félagið greiði árgjald fyrir heimasíðu félagsins fyrir árið 2011 kr. 3.990 og það sjái um greiðslu árgjaldsins  eftirleiðis, en Guðmundur Skúlason hefur séð um greiðslu árgjaldsins frá stofnun heimasíðunnar.

3.      Rætt um aðalfund félagsins, sem stefnt er á að halda um mánaðarmótin mars / apríl á Staðarbakka. Formaður ætlar að tala við Sigurð Þór ráðunaut og fá hjá honum skýrsluhaldsuppgjör félagsins fyrir síðasta starfsár og fá hann á fundinn ef hægt er.

4.      Gjaldkeri lagði fram ársreikning félagsins fyrir árið 2010 og var hann undirritaður.

        Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 23:15.

        Guðmundur Skúlason
            fundarritari

 

        17. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

 

 

Þann 17. mars 2010 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Þúfnavöllum.

Allir stjórnarmenn mættir: Guðmundur Sturluson, Guðmundur Skúlason og Viðar Þorsteinsson.

Guðmundur Sturluson formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

1.      Fundargerð 16. stjórnarfundar undirrituð.

2.      Ákveðið að halda aðalfund félagsins miðvikudagskvöldið 24. mars nk. að Myrkárbakka. Formaður hefur talað við Sigurð Þór ráðunaut og ætlar hann að mæta á fundinn með niðurstöður úr skýrsluhaldi félagsmanna fyrir síðasta ár. Gjaldkera falið að hafa samband við Önnu Guðrúnu Grétarsdóttur og fala hana á aðalfundinn til að kynna fyrir félagsmönnum fjarvis.is.

3.      Borist hefur beiðni um inngöngu í félagið frá Valdimar Gunnarssyni á Syðri-Reistará. Stjórnin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

4.      Gjaldkeri lagði fram endurskoðaðan ársreikning félagsins fyrir árið 2009 og var hann undirritaður.

         Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 22:45.

        Guðmundur Skúlason
            fundarritari


    16. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

 

Þann 2. nóv. 2009 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Brakanda.

Allir stjórnarmenn mættir: Guðmundur Sturluson, Guðmundur Skúlason og Viðar Þorsteinsson, einnig sat fundinn Stefán Lárus Karlsson.

Guðmundur Sturluson formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

1.      Fundargerð 15. stjórnarfundar undirrituð.

2.      Rætt um að fara í skoðunarferð til bænda í Öxarfirði. Stefán Lárus hefur kannað þetta og haft samband við Gunnar í Sandfellshaga, sem tók vel í að taka á móti félagsmönnum héðan. Ræddu þeir um að komið yrði við á 4 - 6 bæjum og besti tíminn væri um eða upp úr miðjum nóvember. Áveðið að stefna að þessari ferð laugardaginn 14. nóvember. Kanna þarf þátttöku sem fyrst og í framhaldi af því að fá bíl til fararinnar. Stefáni Lárusi falið að hafa samband aftur við Gunnar í Sandfellshaga og óska eftir að hann skipulegði skoðunarferðina á milli bæja fyrir austan.

3.      Þar sem Stefán Lárus er nýr félagi þarf að úthluta honum númeraröð fyrir ásetningshrúta hans. Var honum úthlutað röðinni frá 700 til 749.

     Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 00:00.

    Guðmundur Skúlason
        fundarritari
      
        15. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

 

  Þann 4. sept. 2009 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Staðarbakka.

Allir stjórnarmenn mættir: Guðmundur Sturluson, Guðmundur Skúlason og Viðar Þorsteinsson

Guðmundur Sturluson formaður setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna.

Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

1.      Fundargerð 14. stjórnarfundar undirrituð.

2.      Rætt um hrútasýningu á veturgömlum hrútum í haust. Guðmundur Sturluson sagði að þau á Þúfnavöllum ætli ekki að láta skoða neitt hjá sér í haust hvorki veturgamla hrúta eða lömb, ástæðuna sagði hann þá að sýningin í fyrra, þar sem Sigurður Þór dæmdi hafi verið alveg gagns- og marklaus. Ákveðið að Sauðfjárræktarfélagið standi ekki fyrir sameiginlegri sýningu á veturgömlum hrútum á þessu hausti, eins og það hefur gert í marga áratugi. Fellur þar út menningarsamkoma í sveitinni.

3.      Þann 9. apríl kom Sauðfjárræktarfélag Hólasóknar og Sauðfjárræktarfélagið Freyr í heimsókn til félaga í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps. Alls var 21 í hópnum. Var þetta mjög ánægjuleg heimsókn, sem stendur til að endurgjalda áður en langt um líður. Hópurinn var í hádegismat á Þúfnavöllum. Ákveðið að félagið komi að kostnaði við hann.

 Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 23:00

 Guðmundur Skúlason
      fundarritari

       
                     
   14. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

 

Þann 16. mars 2009 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Þúfnavöllum.

Allir stjórnarmenn mættir: Guðmundur Sturluson, Guðmundur Skúlason og Viðar Þorsteinsson

Guðmundur Sturluson formaður setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna.

Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

1.      Fundargerð 13. stjórnarfundar undirrituð.

2.       Í framhaldi af bókun á 13. stjórnarfundi þann 11. nóvember 2008, 4. lið. Var svofellt bréf sent til framkvæmdastjóra Búgarðs ráðgjafaþjónustu, dagsett 18. nóvember 2008: "Á stjórnarfundi í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps þann 11. nóvember sl. var gerð eftirfarandi bókun: Rætt um störf dómara á hrútasýningu félagsins þann 25. september sl. Stjórnarmenn eru sammála um að þau hafi verið með þeim annmörkum, að ekki komi til greina að greiða fyrir sýninguna, nema hugsanlega að litlum hluta. Þetta tilkynnist hér með, frekari skýringar getur undirritaður veitt." Bréfið undirritaði Guðmundur Sturluson formaður félagsins. Svar barst í bréfi dagsettu 13. janúar 2009, sem hljóðar svo: " Á stjórnarfundi Búgarðs 12. desember sl. var tekið fyrir bréf frá Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps. Stjórn Búgarðs ráðgjafaþjónustu ber fullt traust til viðkomandi dómara en samþykkir að fella niður umrætt gjald. Ekki verður aðhafst frekar í málinu en félaginu er hér með boðið að hafa meira sjálfdæmi  í vali á dómurum í framtíðinni." Bréfið er undirritað af Vigni Sigurðssyni framkvæmdastjóra Búgarðs ráðgjafaþjónustu.

3.      Gjaldkeri lagði fram ársreikning félagsins fyrir árið 2008, einnig enduruppsetta reikninga fyrri ára, eins og stjórn félagsins var falið að gera á aðalfundi félagsins 17. mars 2008. Gjaldkeri hefur farið með reikningana uppsetta til endurskoðunarstofu KPMG á Akureyri og fengið þá umsögn, að reikningarnir  væru settir upp á glöggan hátt og sýndu vel rekstur og eignir félagsins.  Stjórn samþykkti reikningana og mun árita þá.

4.      Rætt um að halda aðalfund félagsins um mánaðarmótin mars/apríl á Þúfnavöllum. Formaður ætlar að ræða við Sigurð Þór Guðmundsson ráðunaut, um að koma á fundinn með niðurstöður skýrsluhalds félagsmanna fyrir síðasta ár.

5.      Fjárvog félagsins þarfnast viðhalds, t.d. þarf líklega að endurnýja rafhlöðu í tölvunni, einnig væri gott að skrapa vogina og lakka. Formanni falið að kanna málið og kynna sér kostnað við þetta.

6.      Guðmundur Skúlason greindi frá því að Birgir Arason hefði haft samband  við sig til að kanna hvort Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps, gæti tekið á móti félögum í Sauðfjárræktarfélagi Hólasóknar, sem hefðu hug á að koma í skoðunarferð í apríl nk. Stjórnin telur það sjálfsagt mál, en ákvað að láta frekari skipulagningu bíða þar til endanleg tímasetning lægi fyrir.

7.      Ákveðið að stefna að því að halda hrútaspilakvöld með líku sniði og tvö undanfarin ár, nú í fyrri hluta apríl.

 Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 00:56.

Guðmundur Skúlason
    fundarritari

     

    13. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

 

Þann 11. nóvember 2008 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Brakanda.

Allir stjórnarmenn mættir: Guðmundur Sturluson, Guðmundur Skúlason og Viðar Þorsteinsson

Guðmundur Sturluson formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

1.      Fundargerð 12. stjórnarfundar undirrituð.

2.      Borist hefur styrkur frá Bændasamtökum Íslands fyrir árið 2007,  fylgibréf dagsett 27. október 2008. Styrkur þessi er krónur 22.594, sem er rúmar 16 krónur á hverja skýrslufærða á árið 2007. Með styrknum var bréf undirritað af Jóni Viðari Jónmundssyni landsráðunaut í sauðfjárrækt hjá BÍ, sem fjallar um ýmislegt er varðar skýrsluhaldið.

3.      Félaginu hefur nú borist kennitala (samanber umsókn um hana sem gengið var frá á síðasta stjórnarfundi). Kostnaður við að fá kennitöluna er krónur 5.520.

4.      Rætt um störf dómara á hrútasýningu félagsins þann 25. september s.l. Stjórnarmenn eru sammála um að þau hafi verið með þeim annmörkum, að ekki komi til greina að greiða fyrir sýninguna, nema hugsanlega að litlum hluta.

        Fleira ekki fært til bókar, fundi slitið kl. 01:45.

        Guðmundur Skúlason
            fundarritari


       12. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

 

 

Þann 31. ágúst 2008 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Staðarbakka.

Allir stjórnarmenn mættir: Guðmundur Sturluson, Guðmundur Skúlason og Viðar Þorsteinsson

Setti Guðmundur Sturluson formaður fund og bauð fundarmenn velkomna.

Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

1.      Fundargerð 11. stjórnarfundar undirrituð.

2.      Farið var yfir fundargerð aðalfundar frá 17. mars 2008 og hún samþykkt.

3.      Ákveðin verkaskipting stjórnar þannig: Guðmundur Sturluson formaður, Guðmundur Skúlason ritari og Viðar Þorsteinsson gjaldkeri.

4.      Bréf frá Jóni Viðari Jónmundssyni, dagsett 14. júlí 2008. Efni bréfsins er einkum um breytingar á uppgjöri fjárræktarfélaganna. Bréfinu fylgdi loka uppgjör Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps fyrir árið 2007.

5.      Ákveðið var að sækja um kennitölu fyrir félagið og undirrituðu stjórnarmenn skjöl sem til þess þarf.

6.      Ógreidd eru 1. verðlaun fyrir hrútaspilakvöld sem haldið var 28. mars 2008. Gjaldkera falið að greiða þau úr félagssjóði.

7.      Rætt um að halda hrútasýningu fyrir veturgamla hrúta á vegum félagsins. Ákveðið að halda sýningu og formanni falið að finna stað og stund fyrir hana og ræða við Ólaf G Vagnsson um að dæma á sýningunni.
 Fleira ekki fært til bóka og fundi slitið.

 Guðmundur Skúlason
     fundarritari

 

 

 

 

 

     11. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

 

Þann 7. mars 2008 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Þúfnavöllum.

Allir stjórnarmenn mættir: Guðmundur Sturluson, Guðmundur Skúlason og Gunnar Gunnarsson.

Setti Guðmundur Sturluson formaður fund og bauð fundarmenn velkomna.

Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

1.      Fundargerð 10. stjórnarfundar undirrituð.

2.      Ákveðið var að halda aðalfund félagsins þann 17. mars næstkomandi að Auðnum 2 kl. 13:30.

3.      Rætt um að skoða hvort hægt sé að halda Hrútaspilskvöld fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra eins og gert var í fyrra vetur. Líklegasta tímasetning þótti vera 28. eða 29. mars. Guðmundur formaður kom með tillögu um að hafa 1. verðlaun nokkuð vegleg eða, tíuþúsund krónu gjafabréf til kaupa á lambi innan félagsins. Ef af spilakvöldinu verður, var ákveðið að selja inn á það. Aðgangseyrir verði 1.000 kr. fyrir þá sem komnir eru yfir fermingu, en 500 kr. fyrir yngri.

4.      Gunnar gjaldkeri lagði fram ársreikning félagsins, hann nær yfir tímabilið 1. nóvember 2006 til 31. desember 2007. Guðmundur Skúlason benti á að samkvæmt samþykktum félagsins væri reikningsár félagsins frá 1. nóvember til 31. október og taldi hann að fyrst þyrfti að breyta samþykktunum áður en reikningsárinu væri breytt. Ákveðið að bera þetta undir aðalfund.

        Fleira ekki fært til bókar, fundi slitið kl. 22:45.

        Guðmundur Skúlason
            fundarritari

 

    10. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

Þann 31. ágúst 2007 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar í Búðarnesi.

Mættir voru: Guðmundur Skúlason, Guðmundur Sturluson og Gunnar Gunnarsson.

Setti Guðmundur Skúlason formaður fund og bauð fundarmenn velkomna.

Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:

1.         Fundargerðir 8. og 9. stjórnarfunda undirritaðar.

2.      Verkaskipting stjórnar; Guðmundur Skúlason formaður sagði að það hafi staðið til um nokkurn tíma, að Guðmundur Sturluson tæki við formennsku í félaginu þegar hann hefði náð þeim áfanga að verða tvítugur og nú þann 14. ágúst síðastliðinn hafi þau tímamót orðið. Handsöluðu nú nafnarnir að víxla embættum í stjórninni þannig að Guðmundur Sturluson er orðinn formaður, en Guðmundur Skúlason ritari, gjaldkerinn Gunnar Gunnarsson samþykkti þennan ráðahag.

3.      Rætt um hrútasýningu. Ákveðið að halda sýningu á veturgömlum hrútum seint í september (26.-28.) og stefnt að henni í Búðarnesi. Sama dag á að láta skoða lambhrúta á Þúfnavöllum og í Búðarnesi til að nýta daginn sem best. Aðrar lambaskoðanir ekki ákvarðaðar af félaginu heldur af hverjum og einum félagsmanni.

          Fleira ekki fært til bókar, fundi slitið kl. 22:30.

          Guðmundur Skúlason
              fundarritari


    9. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

  Þann 28. mars 2007 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar að Staðarbakka í Hörgárbyggð.
  Mættir voru Guðmundur Skúlason formaður,Guðmundur Sturluson ritari og Gunnar Gunnarsson gjaldkeri.
  Setti Guðmundur formaður fund og bauð fundarmenn velkomna.
  Ársreikningur félagsins var tekinn til umræðu vegna tilmæla frá aðalfundi varðandi hann. Ekki var eining innan stjórnar hvernig ætti að haga uppsetningu ársreikningins og málið látið bíða betri tíma.
  Nú þurfti Gunnar að víkja af fundi vegna kýrinnar sem var að bera heima í Búðarnesi.
  Hélt fundurinn áfram, rætt var hvar og hvenær ætti að halda hrútaspilakvöld. Ákveðið var að halda spilakvöldið á Staðarbakka sunnudagskvöldið 1. apríl. Rætt var um að fara í skoðunarferð að Ytri Bægisá 2 núna í apríl. 
    Fleira ekki fært til bókar, fundi slitið kl. 23:50
 
    Guðmundur Sturluson
        fundarritari


    8. stjórnarfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

  Þann 16. janúar 2007 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar að Þúfnavöllum í Hörgárbyggð.
  Mættir voru Guðmundur Skúlason formaður Guðmundur Sturluson ritari Gunnar Gunnarsson gjaldkeri.
  Setti Guðmundur formaður fund og bauð fundarmenn velkomna.
Lagðar voru fram fundargerðir 6. og 7. stjórnarfunda, og las ritari þær upp og voru þær undirritaðar.
  Rædd voru fjármál félagsins meðal annars var ræddur ársreikningur tekjur og gjöld, en ljóst er að félagið var rekið með tapi síðastliðið ár.
  Ræddar voru breytingar á stjórninni þannig að formanns og ritara embættin myndu víxlast á milli Guðmundar Skúlasonar og Guðmundar Sturlusonar, verður það rætt nánar síðar.
 Rætt var um hvar og hvenær ætti að halda aðalfund félagsins og voru hugmyndir um að halda hann í Brakanda, en það á eftir að tala við húsráðendur þar og ætlar Guðmundur formaður að sjá um það, og reynt yrði að halda aðalfundinn í byrjun febrúar.
  Las formaðurinn upp bréf sem fylgdi styrk félagsins. Í bréfinu kom fram að styrkupphæðin væri 16 krónur á hverja skýrslufærða á í félaginu og að búnaðarsamböndin fengju hluta af þessari upphæð til sín, til að fjármagna þjónustu við fjárræktarfélögin.
  Tekið var í hrútaspilið og fóru leikar þannig að Gunnar Gunnarsson vann og Guðmundur Skúlason var í öðru sæti og Guðmundur Sturluson tapaði.
  Til gamans má geta að það var hátt í 20 stiga frost og áttu fundarmenn í nokkrum vandræðum að komast á fundinn vegna þess. 
    Fleira ekki bókað fundi slitið kl. 22:45.
 
    Guðmundur Sturluson
        fundarritari


    7. fundur stjórnar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

  Þann 4. september 2006 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar að Búðarnesi í Hörgárbyggð. Mættir voru Guðmundur Skúlason, Guðmundur Sturluson og Gunnar Gunnarsson .
 Lögð var fram fundargerð frá seinasta stjórnarfundi, en hún var ekki undirrtuð, töldu stjórnarmenn að lagfæra þyrfti fundargerðina og var ákveðið að hún skyldi undirrituð á næsta stjórnarfundi.
  Rætt var um hvort ætti að halda hina árlegu hrútasýningu á veturgömlum hrútum. Ákveðið var að halda hana að Staðarbakka. Helst koma til greina dagarnir 27., 28 eða 29. september, en það á eftir að tala við Ólaf G Vagnsson ráðunaut um hvaða dagur myndi henta best. Einnig var rætt um framkvæmd sýningarinnar, fram komu hugmyndir um að sleppa að ómsjár skoða hrútana, til þess að gera sýninguna ódýrari fyrir félagið, en engin samstaða náðist um það, var því afráðið að ómsjáin skyldi notuð.
  Guðmundur Skúlason viðraði þá hugmynd að félagið myndi taka þátt í því að nota djúpfryst hrútasæði í sæðingum nú í vetur. Ákveðið að það skyldi skoðað síðar. 
    Fleira ekki bókað fundi slitið kl. 23:00.
 
    Guðmundur Sturluson
        fundarritari


6. fundur stjórnar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

  Þann 9. mars 2006 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar að Staðarbakka í Hörgárbyggð. Voru allir stjórnarmenn mættir: Guðmundur Skúlason, Guðmundur Sturluson og Gunnar Gunnarson.
  Tekin var fyrir fundargerð 5. stjórnarfundar, engar athugasemdir voru gerðar og skoðast hún samþykkt og var hún undirrituð.
  Rætt var um að fara í skemmtiferð í apríl næst komandi, búið er að semja við Ólaf G. Vagnsson ráðunaut um að skipuleggja þessa ferð. Áhugi var fyrir því að heimsækja nokkur sauðfjárbú í Vestur Húnavatnssýslu.
  Rætt var um reikninga og útgjöld félagsins sem þykja nokkuð há miðað við tekjur. Einn af þessum útgjaldaliðum er hrútasýning, en kostnaður hefur farið hækkandi undanfarin ár, ræddar voru mögulegar leiðir til að minnka kostnað við hrútasýninguna.
Stakk einn stjórnarmaður upp á því að aðeins einn starfsmaður frá Búnaðarsambandinu verði fengin til að mæla og stiga hrútana til lækkunar á kosnaði. 
    Fleira ekki fært til bókar fundi slitið kl 22:30.
 
    Guðmundur Sturluson
        fundarritari


    5. fundur stjórnar Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps

  Þann 4 september 2005 kom stjórn Sauðfjárrætarfélags Skriðuhrepps samann til fundar að þúfnavöllum í Hörgárbyggð. Voru allir stjórnarmenn mættir:
Guðmundur Skúlason, Guðmundur Sturluson og Gunnar Gunnarsson.
  Rætt var um hina árlegu hrútasíningu. Bauðst Guðmundur Stuluson að halda hana og verður hún haldin að Þúfnavöllum og einnig á að skoða lambhrúta þann dag sem hún verður haldinn. Til greina komu 3 dagar í september 27, 28 og 29 og ætlar Guðmundur Skúlason að tala við Ólaf G. Vagnson ráðunaut um hver af þessum dögum myndu henta.
  Rætt var um hvort ætti að fara í einhverjar ferðir, en vilji er fyrir því hjá félagsmönnum að farið yrði í einhverja ferð nú í haust, var nokkur áhugi hjá stjórnarmönnum. Komu nokkrar hugmyndir að ferðum meðal annars sauðamessu sem haldin er í Borgarnesi ár hvert svo var önnur hugmynd að fara upp að kárahnjúkum í skoðunaferð, var feðinni að Kárahnúkum lögð til hliðar en Sauðamessnn yrði skoðuð betur. Var Guðmundi Sturlusyni falið að útvega nánari upplýsingar um sauðamessunna. 
    Fleira ekki bókað fundi slitið kl 23:00.
 
    Guðmundur Sturluson
        fundarritari

    Fundargerð 4. fundar stjórnar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps týndist hjá ritara félagsins.


3. fundur stjórnar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

  Þann 12. nóvember 2004 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar að Staðarbakka í Hörgárbyggð. Voru allir stjórnarmenn mættir: Guðmundur Skúlason, Guðmundur Sturluson og Gunnar Gunnarsson. 
  Fyrst var lögð fyrir fundargerð frá seinasta stjórnarfundi og var hún undirrituð. 
  Rætt var um almennan félagsfund sem haldinn var í Sauðfjárræktarfélaginu Neista mánudagskvöldið 11. október 2004. Tilefni fundarins var að ræða og bera undir atkvæði eftirfarandi ályktun.

"Almennur fundur félaga í fyrrum Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps haldinn að Melum Hörgárdal 15.03.2004.
Fyrir liggur að endurreisa á Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps og að þeim undirbúningi standa hluti af fyrrum félögum þess. Hafa þeir farið fram á að fá hlut af eignum félagsins eins og þær voru við sameiningu sauðfjárræktarfélaganna. Fundurinn ályktar að eignaskiptum verði þannig háttað. Hið endurreista félag fær til eignar þriðjung af peningalegri eign og þriðjung af eign í ómsjá ásamt tölvufjárvog, sem staðsett er á Staðarbakka.
Þessi eignaskipting er óháð fjölda þeirra félaga og sauðfjáreign þeirra, sem í hið endurreista félag ganga.
Fundurinn leggur til að stjórn Neista boði til almenns aukafundar til að afgreiða þetta mál samkvæmt þessari ályktun"

Borið upp og samþykkt á almennum fundi í Fjárræktarfélaginu Neista 11. okt. 2004. 12 með, 6 á móti og 2 auðir

  Rætt var um skil fjárbóka ,en þær eru allar tilbúnar og eru sumar komnar inn á Búgarð. Þeir sem skila í Fjárvís eru búnir að skila fyrir nokkru. En á eftir að koma tveimur bókum til skila, verða þær komnar inn á Búgarð 15. nóvember næstkomandi
  Rætt var um búfjárstyrk frá Bændasamtökum Íslands. Borist hefur styrkur fyrir árið 2003 að upphæð 15.976 kr. Með styrknum barst bréf frá Jóni Viðari Jónmundssyni. Kynnti Guðmundur Skúlason bréfið fyrir öðrum stjórnar meðlimum, meðal annars sem kom fram í þessu bréfi var að styrkupphæðin sé tæplega 18 kr. á hverja skýrslufærða á í félaginu. 
    Fleira ekki fært til bókar á fundinum.

    Guðmundur Sturluson
        fundarritari


2. fundur stjórnar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

  Þann 7. september 2004 kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar að Þúfnavöllum Hörgárbyggð.
Voru allir stjórnarmenn mættir: Guðmundur Skúlason Gunnar Gunnarsson og Guðmundur Sturluson.
  Fyrst voru rædd fjármál félagsins og gerði Guðmundur Skúlason öðrum stjórnarmönnum grein fyrir þeim, en engin eignaskipting hefur farið fram og stendur því Fjárræktarfélagið eignalaust enn sem komið er. Ekkert hefur gerst frá fundi sem haldinn var 15. mars sl. með fyrrverandi félögum Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps og stjórn Neista, þar var samþykkt tillaga um að hið endurreista Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps fengi eina vigt, 1/3 af peningum sem tilheyrðu Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps við sameiningu þess og Neista og 1/3 hluta í ómsjánni.
  Ákvað Stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps að halda þessari kröfu óbreyttri áfram. Formaður Neista tjáði Guðmundi Skúlasyni nýlega að líklega yrði þetta mál afgreitt á næsta aðalfundi Neista .
  Rætt var um hvort ætti að halda hrútasýningu á vegum félagsins og tóku allir stjórnarmenn vel í það. Kom Guðmundur Skúlason með þá hugmynd að halda hana að kvöldi til, leist öðrum stjórnarmönnum vel á það. Ákveðið var að Guðmundur Skúlason myndi tala við Ólaf G. Vagnsson ráðunaut um hvaða dagur myndi henta fyrir hrútasýninguna svo Ólafur gæti komið og dæmt hrútana. Ákveðið var að halda hrútasýninguna í Búðarnesi.
Svo var líka rætt um hvenær ætti að hafa lambhrútaskoðun, og var ákveðið að hafa hana á Staðarbakka að öllum líkindum fyrstu helgina í október, ef Ólafur G Vagnsson ráðunautur gæti það. 
    Fleira ekki fært til bókar á fundinum.
    
    Guðmundur Sturluson
        fundarritari


1. fundur stjórnar Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps

  Þann 25. mars 2004 kom stjórn , Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar að Búðarnesi. Voru allir stjórnarmenn mættir: Guðmundur Skúlason, Gunnar Gunnarsson og Guðmundur Sturluson.
  Fyrst var ákvörðuð verkaskipting stjórnar, kom fram tillaga frá tveimur stjórnarmönnum um að, Guðmundur Skúlason yrði formaður, Gunnar Gunnarsson gjaldkeri og Guðmundur Sturluson ritari. Og var þessi tillaga samþykkt.
  Næst var lögð fyrir fundargerð frá endurreisnarfundi Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps sem haldinn var 17/3 2004 að Myrkárbakka. Ekki voru gerðar athugasemdir við hana svo hún skoðast samþykkt.
  Rætt var um hvort ætti að fara í skemmti og kynnisferð á næstunni. Guðmundur Skúlason nefndi hugmynd sína að heimsækja Sölufélag Austur-Húnvetninga og jafnvel fjárbú þar í nágrenninu, sagðist hann vera búinn að tala við Gísla Garðarsson sláturhússtjóra og hafi hann tekið vel í þetta. Ákveðið að kanna þetta nánar, Gunnari Gunnarsyni gjaldkera var falið að kanna hvað hópferðabíll myndi kosta í ferðina. Guðmundi Skúlasyni formanni var falið að tala við þá hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga um það hvort þeir myndu vilja taka á móti okkur og skipuleggja einhverja dagskrá fyrir þessa ferð.
  Einnig var rætt um niðurröðun hrútanúmera á hvern bæ og hvað hver félagsmaður fengi mörg númer til notkunar. Ákveðið að stefna að eftirfarandi tilhögun: Búðarnes nr. 1 - 99, Staðarbakki 2 100 - 199, Staðarbakki 1 200 - 299, Myrkárbakki 300 - 399, Þúfnavellir 400 -499, Þúfnavellir GS 500 - 549 og Brakandi 550 - 599. 
    Fleira ekki fært til bókar á fundinum.

    Guðmundur Sturluson
        fundarritari


    Fundargerð 1. fundar undirbúningsnefndar. 

  1. fundur undirbúningsnefndar, sem kosin var vegna stofnunar sauðfjárræktarfélags, var haldinn að Staðarbakka þann 7. febrúar 2004.
Allir nefndarmenn voru mættir: Guðmundur Skúlason Staðarbakka
Guðmundur Sturluson Þúfnavöllum og Gunnar Gunnarsson Búðarnesi
  Fundarstjóri var Guðmundur Skúlason
  Fundarritari var Guðmundur Sturluson
  Tilgangur fundarins var að undirbúa endurreisn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps. Það sem meðal annars var tekið fyrir voru samþykktir gamla félagsins, sem eru frá árinu 1977, voru þær endurskoðaðar og lagað sem þurfa þótti og færð til tímans í dag.
  Voru nokkur atriði strikuð út sem nefdar mönnum þótti ekki þörf fyrir lengur. Samþykkt var síðan að senda þessa tillögu að nýjum samþykktum til Ólafs Vagnssonar ráðunautar til yfirlestrar og athugasemda ef hann sæi eitthvað athugavert.
  Einnig var samþykkt að senda bréf til Helga Steinssonar formanns Sauðfjárræktarfélagsins Neista, var bréfið þess efnis, að fá einhvern hlut af eignum Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps eins og þær voru þegar það var sameinað Neistanum, skildi þeim skipt í hlutfalli við sauðfjár eign félagsmanna, er þar bæði um vigtir og peninga inneignir að ræða.
  Ekki var komist að niðurstöðu um hvert starfsvæðið ætti að vera og verður það tekið fyrir á endurreisnar fundi Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps, sem mun að öllum líkindum verða haldinn 17. mars næstkomandi, á 40 ára afmæli þess. 
    Fundi slitið. 

    Fundarritari Guðmundur Sturluson 

 
 
 
 

 

Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 163808
Samtals gestir: 42873
Tölur uppfærðar: 16.1.2019 07:47:42
clockhere

Um félagið

Nafn:

Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps

Farsími:

Stefán Lárus Karlsson 865-1777 formaður

Afmælisdagur:

Stofnað 17. mars 1964

Heimilisfang:

Ytri Bægisá ll

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Stefán Lárus Karlsson 462-5897 formaður

Um:

Vef- og ritstjóri heimasíðunnar er Guðmundur Skúlason s. 846-1589

Kennitala:

431008-1650

Bankanúmer:

566-04-250446

Tenglar