Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps vertu velkomin/n á heimasíðu félagsins

Fréttir 2008

    25. sept. 2008

Hrútar til uppröðunar  Í dag var haldin á Þúfnavöllum, hrútasýning á veturgömlum hrútum í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps.
  Á sýningarstað var mætt með 21 hrút, en fyrr í dag voru Búðarnesshrútarnir dæmdir þar heima 5 að tölu þannig að alls voru skoðaðir 26 hrútar í félaginu.









Dvergur 07-270 
  Dvergur 07-270, var dæmdur besti hrútur sýningarinnar með 86,5 stig.
  F: Krókur 05-150. M: Biða 04-472
  Dvergur er í eigu Guðmundar og Sigrúnar á Staðarbakka.

Börkur 07-175
  Börkur 07-175 varð í öðru sæti með 85 stig.
  F: Krókur 05-150. M: Eik 03-342
  Börkur er í eigu Sigurðar og Margrétar á Staðarbakka.

Eitill 07-444
   Eitill 07-444 varð í þriðja sæti með 85 stig.
  F: Fótur 04-423. M: 04-065
  Eitill er í eigu Sturlu og Guðleifar á Þúfnavöllum 


Gammur 07-443
  Gammur 07-443 varð í fjórða sæti einnig með 85 stig.
  F: Ljúfur 05-968. Gammur er keyptur lambið frá Hjarðarfelli.
  Hann er í eigu Sturlu og Guðleifar á Þúfnavöllum.

 1. september 2008

Stjórnin Guðmundur Sturluson, Guðmundur Skúlason og Viðar Þorsteinsson  Í gærkveldi kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar á Staðarbakka. Þar skipti stjórnin með sér verkum þannig, að Guðmundur Sturluson er áfram formaður og Guðmundur Skúlason ritari eins og var, en Viðar Þorsteinsson, sem kom inn í stjórnina á síðasta aðalfundi í stað Gunnars Gunnarssonar, tekur nú við starfi gjaldkera. Ýmislegt fleira var gert á fundinum t.d. var ákveðið að félagið héldi í haust hrútasýningu fyrir veturgamla hrúta, líkt og undanfarin haust. Sýningin verður á Þúfnavöllum, trúlega um eða upp úr mánaðarmótunum september og október. Fundargerð fundarins má sjá hér á heimasíðunni, undir fundargerðir > stjórnarfundir. 


    27. mars 2008

Hrútaspilið  Annað kvöld, föstudagskvöldið 28. mars kl. 20:30 ætla félagar í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps að koma saman á Staðarbakka og spila "Hrútaspilið". Þetta verður með sniði félagsvistar, þar sem spilaðar verða 20 umferðir og gengur út á að safna sem flestum hrútum í heildina. Sá sem rakar að sér flestum hrútum á kvöldinu verður útnefndur Hrútakóngur eða  Hrútadrottning kvöldsins og fær  vegleg verðlaun fyrir sinn árangur í þessari hrútasmalamennsku á spilaborðinu, einnig verða veitt 1. og 2. verðlaun. Þá verða veitt verðlaun fyrir þann sem tekst að krækja sér í  flesta hrúta í einu spili. Samkoma þessi er ætluð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra.


    17. mars 2008

Auðnir í Öxnadal 17. mars 2008  Í dag var aðalfundur félagsins haldinn að Auðnum II í Öxnadal.
  Ágæt mæting var á fundinn, en hann sátu alls 21 félagi og gestir.
  Ólafur G Vagnsson ráðunautur fór yfir niðurstöður skýrsluhalds síðasta árs og lambhrútaskoðun á síðasta hausti. Afhenti hann svo farandbikar félagsins sem veittur er árlega fyrir hæst stigaða lambhrút í félaginu. Að þessu sinni hlutu hann Guðmundur og Sigrún á Staðarbakka, fyrir lambhrút nr. 678 sem stigaðist upp á 88 stig.
  Sigurður Þór Guðmundsson flutti fróðlegt erindi um ýmiss konar aðstöðu og vinnuhagræðingu á sauðfjárbúum.
  Sú breyting varð á stjórn félagsins á fundinum, að Gunnar Gunnarsson í Búðarnesi gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Viðar Þorsteinsson í Brakanda kosinn í hans stað.
  Fundarfólk þáði á fundinum frábærar veitingar hjá Erlu Halldórsdóttur á Auðnum og börnum hennar. Erla hefur nú hætt búskap og voru henni færð blóm frá félaginu í fundarlok í þakklætisskyni nú þegar hún hættir í félaginu.
  Á næstunni koma inn á heimasíðuna gleggri upplýsingar um það sem gerðist á fundinum, svo sem fundargerð og skýrslur.
  Fleiri myndir frá deginum má sjá hér.


    7. mars 2008

  Í kvöld var stjórnarfundur í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps, haldinn á Þúfnavöllum.
  Þar var ákveðið að aðalfundur félagsins verði haldinn mánudaginn 17. mars nk. að Auðnum 2  kl. 13:30. Að venju mun Ólafur G Vagnsson ráðunautur mæta á fundinn og fara yfir niðurstöður úr skýrsluhaldi síðasta árs o.fl. er varðar félagsstarfið.
  Þá var ákveðið að kanna möguleika á að halda spilakvöld, þar sem félagar og fjölskyldur þeirra kæmu saman og spiluðu Hrútaspilið, líkt og gert var í fyrra vetur þann 1. apríl og þótti þá takast með ágætum.

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 43896
Samtals gestir: 11366
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 00:34:34
clockhere

Um félagið

Nafn:

Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps

Farsími:

Unnar Sturluson 779-0269 formaður

Afmælisdagur:

Stofnað 17. mars 1964

Heimilisfang:

Þúfnavellir

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Unnar Sturluson 462-6754 formaður

Um:

Vef- og ritstjóri heimasíðunnar er Guðmundur Skúlason s. 846-1589

Kennitala:

431008-1650

Bankanúmer:

566-04-250446

Tenglar