Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps vertu velkomin/n á heimasíðu félagsins

Fréttir 2013

31. des. 2013

  Um leið og heimasíðan þakkar gestum sínum fyrir árið 2013 og óskar þeim velfarnaðar á komandi ári, skal þess getið að á haustdögum var ákveðið af stjórn félagsins, að fresta aðalfundi alveg fram á næsta ár. Því er stefnt að aðalfundi fyrir tvö ár í upphafi ársins 2014.

GTS

13. apríl 2013

  Af óviðráðanlegum ástæðum var aðalfundi félagsins, sem halda átti þann 3. apríl sl. frestað um óákveðinn tíma. En þrátt fyrir það var ákveðið að afhenda farandbikar félagsins og verðlaunapening fyrir hæst stigaða lambhrút innan þess á næstliðnu hausti. 

Að þessu þessu sinni var það Hákon Þór Tómasson á Staðarbakka, sem hlaut þessi verðlaun fyrir lambhrútinn númer 491. 

Hér er mynd af bikarhrútnum. Hann hefur nú fengið nafnið Jónsi og er númer 12-127. Hann er einlembingur undan gemling. Hann vó 47 kg. Ómtölur hans voru þessar: 34 mm ómv. 3,5 mm ómf. og 4,0 óml. Fótleggur er 118 mm. Stigun hans var: Haus 8,0 - h/h 9,0 - b/útl. 8,5 - bak 9,0 - malir 9,0 - læri 19,0, ull 9,0 - fætur 8,0 og samræmi 8,5 = 88,0 stig. Fjárvís einkunn hans er 147,1. Gripur þessi er undan Mjölni 11-227 og Salome 11-118. 

 

 Hér er Guðmundur Sturluson formaður félagsins búinn að afhenda Hákoni Þór farandbikarinn og  verðlaunapening til eignar....

 

...og hér er svo Hákon Þór að sýna Jónsa bikarinn, sem finnst þetta greinilega stórmerkilegt fyrirbæri.

GTS

25. mars 2013

    Tilkynning: 


  Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps verður haldinn miðvikudaginn 3. apríl nk. á Ytri-Bægisá 2 kl. 20:30.

  Venjubundin aðalfundarstörf. Þá verður afhentur bikar félagsins fyrir hæst stigaða lambhrút innan félagsins haustið 2012.

  Mætum öll og ræðum félagsstarfið og annað sem félagsmönnum liggur á hjarta t.d. hvað til greina kemur að gera í tilefni af 50 ára afmæli félagsins þann 17.mars 2014.

      Stjórnin.

 

12. mars 2013

  Í kvöld kom stjórn félagsins saman til fundar á Staðarbakka, fundargerðina má sjá hér

 

12. febr. 2013

 

 Þótt nokkuð sé liðið frá áramótum er við hæfi í þessari fyrstu færslu ársins að óska lesendum síðunnar góðs og gjöfuls árs.

Nú er uppgjöri á skýrsluhaldi félagsmanna fyrir síðasta ár lokið. Ég er búinn að koma því hér inn á heimasíðuna, þannig að það er orðið aðgengilegt hér undir nokkrum flipum.

Það er því ekkert til fyrirstöðu að halda aðalfund félagsins, þarf bara að finna tíma fyrir hann.

Myndin er frá hrútasýningu félagsins 2008 af hrútnum Gammi 07-443 á Þúfnavöllum.

GTS

 

 

Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 23
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 161870
Samtals gestir: 42075
Tölur uppfærðar: 12.11.2018 23:04:45
clockhere

Um félagið

Nafn:

Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps

Farsími:

Stefán Lárus Karlsson 865-1777 formaður

Afmælisdagur:

Stofnað 17. mars 1964

Heimilisfang:

Ytri Bægisá ll

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Stefán Lárus Karlsson 462-5897 formaður

Um:

Vef- og ritstjóri heimasíðunnar er Guðmundur Skúlason s. 846-1589

Kennitala:

431008-1650

Bankanúmer:

566-04-250446

Tenglar