Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps vertu velkomin/n á heimasíðu félagsins

Fréttir 2012

 11. apríl 2012

 Í kvöld var aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn í Búðarnesi. Á fundinn mættu 10 félagar og auk þess Sigurður Þór Guðmundsson ráðunautur.

 Um það sem gerðist á fundinum má lesa  hér  í fundargerðinni.

 

 

 

 

 Hér er formaður félagsins Guðmundur á Þúfnavöllum að afhenda nafna sínum á Staðarbakka farandbikar félagsins og verðlaunapening fyrir hæst stigaða lambhrút í fálaginu haustið 2011.

   

Hér er mynd af bikarhrútnum.

Hann hefur nú fengið nafnið Freyr og er númer 11-215. Hann er tvílembingur og vó 50 kg. Ómtölur hans voru þessar: 31mm ómv. 2,2mm ómf. og 4,5 óml. Fótleggur er 106mm. Stigun hans var: Haus 8,0 - h/h 9,0 - b/útl. 8,5 - bak 9,0 - malir 9,0 - læri 18,0, ull 8,5 - fætur 8,0 og samræmi 8,5 = 86,5 stig. Fjárvís einkunn hans er 169,6. Gripur þessi er undan Djákna 10-102 og Rauð 07-049. F.f. er Borði 08-838. F.m.f. er Raftur 05-966. M.f. er Þróttur 04-991. 

GTS

      5. apríl 2012

    Tilkynning:

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps, verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl nk. í Búðarnesi kl. 20:30.

Auk venjubundinna aðalfundarstarfa mun Sigurður Þór Guðmundsson ráðunautur mæta á fundinn.  Þá verður afhentur bikar félagsins fyrir hæst stigaða lambhrút innan félagsins haustið 2011.

Mætum öll og ræðum félagsstarfið og annað sem félagsmönnum liggur á hjarta. 

                                                                                                                        Stjórnin. 


    14. feb. 2012

  Í þessari fyrstu færslu ársins 2012 er sjálfsagt að óska félögunum góðs og gjöfuls árs svo og öðrum gestum þessarar heimasíðu.
  Það er nú ekki margt um að vera hjá þessu ágæta félagi þessa dagana. Undirritaður fékk þó í gær sendar frá Sigurði Þór ráðunaut, allar yfirlitsskýrslur starfsársins 2010 til 2011 fyrir félagið og eru þær nú komnar hér inn á heimasíðuna auk skýrslu yfir alla skoðaða lambhrúta innan félagsins haustið 2011. Allt þetta er heilmikið safn upplýsinga, sem gott er að eiga aðgengilegt hér á heimasíðu félagsins.
  Þess má svo geta að áformað er að halda aðalfund félagsins síðarihluta mars mánaðar.
        GTS

Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 163808
Samtals gestir: 42873
Tölur uppfærðar: 16.1.2019 07:47:42
clockhere

Um félagið

Nafn:

Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps

Farsími:

Stefán Lárus Karlsson 865-1777 formaður

Afmælisdagur:

Stofnað 17. mars 1964

Heimilisfang:

Ytri Bægisá ll

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Stefán Lárus Karlsson 462-5897 formaður

Um:

Vef- og ritstjóri heimasíðunnar er Guðmundur Skúlason s. 846-1589

Kennitala:

431008-1650

Bankanúmer:

566-04-250446

Tenglar