Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps vertu velkomin/n á heimasíðu félagsins

    16. apríl 2011

Ferðafélagar dagsins  Í dag fóru félagar í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps í heimsókn til félaga í Sauðfjárræktarfélaginu Frey, í fram Eyjafirði. Komið var á 6 bæi og skoðaður bæði bústofn sem og húsakostur, vinnulag og aðbúður. Þetta voru bæirnir: Hríshóll, Hólsgerði, Halldórsstaðir, Vatnsendi, Villingadalur og Gullbrekka. Þetta var hin ágætasta ferð og gaman að skoða hjá bændum og heyra þeirra sjónarmið er varða búskapinn. Bændur buðu upp á hátíðarhádegisverð að Hólavatni, í húsakynnum KFUM og KFUK. Að sjálfsögðu var boðið upp á lambalæri ásamt með ljúfengu meðlæti. Í lok heimsóknarinnar var svo boðið upp á veislukaffi hjá formanni Freys, Birgi Arasyni og hans konu Lilju Sverrisdóttur í Gullbrekku. Á öllum bæunum var einnig boðið upp á smá kaffisopa og sumstaðar einnig upp á bauk.
  Það voru allir mjög ánægðir með þessa ferð og kunnum við þeim félögum í Frey bestu þakkir fyrir höfðinglegar móttökur. 
    Hér má sjá myndir úr ferðinni. 
            GTS

    12. apríl 2011

  Í kvöld kom stjórn félagsins saman til fundar í Brakanda. Verið var að ákveða ferð, sem rætt var um á aðalfundinum. Ákveðið var að fara í hana laugardaginn 16. apríl nk. Um er að ræða ferð til félaga í Sauðfjárræktarfélaginu Frey í fram Eyjafirði, sem komu í heimsókn hingað 2009. Þá voru það raunar tvö félög sauðfjárræktarfélögin Freyr og Hólasóknar, en þau hafa nú verið sameinuð.
  Fundargerð frá stjórnarfundinum má sjá hér.
  Fundargerð aðalfundar er einnig komin inn á heimasíðuna og má sjá hana hér    


31. mars 2011

Ásta Júlía og Þórir á Myrkárbakka  Í kvöld komu félagar í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps saman til aðalfundar félagsins á Staðarbakka. Óhætt er að segja að vel hafi verið mætt á fundinn því að 15 félagar mættu, sem eru  75% skráðra félaga, auk þess sat fundinn Sigurður Þór Guðmundsson ráðunautur. 
  Sigurður fór yfir niðurstöður úr skýrsluhaldinu frá síðasta ári og ræddi þær við félagsmenn og ýmislegt fleira er varðar sauðfjárræktina t.d. val hrúta á sæðingastöðvarnar, sem var nokkuð gagnrýnt af fundarmönnum. Einnig voru talsvert rædd áhrif bötunnar lamba á kálbeit að haustinu og hver áhrif þess væru á ræktunarstarfið svo sem á val hrúta á sæingastöðvar og voru menn sammála um að þarna þyrfti að gæta fyllstu varúðar. 
  Á meðfylgjandi mynd eru nýir félagar, sem gengu í félagið á fundinum í kvöld. Þetta eru þau Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir og Þórir Ármannsson, þau tóku við búskap á Myrkárbakka um síðustu áramót af foreldrum hans, þeim Öldu Traustadóttur og Ármanni Búasyni.
 Um leið og nýliðarnir eru boðnir hjartanlega velkomnir í félagið og óskað velgengni í sínu ræktunarstarfi, er þeim Öldu og Ármanni þökkuð samfylgdin í félaginu.
  Þess má og geta að Ármann var einn að aðalhvatamönnum að stofnun Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps þann 17. mars 1964 og varð þá fyrsti formaður þess.

Sigrún, Guðmundur formaður Guðm. Skúlason  Á fundinum var að venju veittur farandbikar félagsins fyrir hæst stigaða lambhrút innan þess á næstliðnu hausti, bikarnum fylgir hverju sinni verðlaunapeningur til eignar. Þetta var í sjöunda sinn þessi viðurkenning er veitt.    Að þessu sinni voru það Sigrún og Guðmundur á Staðarbakka, sem fengu bikarinn til varðveislu og er þetta í fimmta skiptið sem þau fá að njóta hans í eitt ár. Á myndinni er Guðmundur formaður að afhenda þeim bikarinn. Hér má sjá örfáar myndir frá kvöldinu.


Faldur 10-205 Hér má sjá þennan grip. Hann hafði lambsnúmer 998 en hefur nú fengið ásetningsnúmerið 10-205 og nafnið Faldur.
Hann er einlembingur og vó 52 kg.
Ómtölur hans voru þessar: 30mm ómv. 3,0mm ómf. og 4,0 óml.
Fótleggur er 108mm.
Stigun hans var: Haus 8,0 - h/h 9,0 - b/útl. 9,5 - bak 8,5 - malir 9,5 - læri 19,5, ull 8,5 - fætur 8,0 og samræmi 8,0 = 88,5 stig. Fjarvís einkunn hans er 160,0.
Þessi gripur er undan Sokka 07-835 og Báru 08-874. M.f. er Garður 05-802. M.m.f. er Bessi 99-851. M.f.m.f. er Stapi 98-866. 
    GTS

    30. mars 2011 

  Nú eru yfirlitsskýrslurnar fyrir afurðir og kjötmat haustið 2010 komnar hér inn á heimasíðuna, þær má sjá hér. 
    GTS

    23. mars 2011

    Tilkynning:
 
Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps, verður haldinn fimmtudaginn 31. mars nk. á Staðarbakka kl. 20:30.
Auk venjubundinna aðalfundarstarfa mun Sigurður Þór Guðmundsson ráðunautur, mæta á fundinn með niðurstöður úr skýrsluhaldi félagsmanna fyrir síðasta starfsár. Þá verður afhentur bikar félagsins fyrir hæst stigaða lambhrút innan félagsins haustið 2010.

Mætum öll og ræðum kynbótastarfið og annað sem félagsmönnum liggur á hjarta.

                                                                                    Stjórnin.

 
    7. mars 2011

Viðar, Guðmundur og Guðmundur T  Í kvöld kom stjórn félagsins saman til fundar hér á Staðarbakka. Það er því enn líf í félaginu þótt ekki sé nú mikið um að vera í starfssemi þess, enda er aðal starfið hjá félagsmönnum sjálfum að sinna sínu ræktunarstarfi.
  Við vorum í kvöld að undirbúa aðalfund félagsins, sem stefnt er á að halda um mánaðarmótin mars/apríl á Staðarbakka.
  Fundargerð kvöldsins má sjá hér.
        GTS
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 160
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 161950
Samtals gestir: 42081
Tölur uppfærðar: 13.11.2018 03:14:19
clockhere

Um félagið

Nafn:

Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps

Farsími:

Stefán Lárus Karlsson 865-1777 formaður

Afmælisdagur:

Stofnað 17. mars 1964

Heimilisfang:

Ytri Bægisá ll

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Stefán Lárus Karlsson 462-5897 formaður

Um:

Vef- og ritstjóri heimasíðunnar er Guðmundur Skúlason s. 846-1589

Kennitala:

431008-1650

Bankanúmer:

566-04-250446

Tenglar