Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps vertu velkomin/n á heimasíðu félagsins

Samþykktir félagsins í gildi frá 2008

Samþykktir fyrir Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps.

 

1.gr.

 

Félagið heitir Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps og er lögheimili þess lögheimili formanns hverju sinni

 

2.gr.

 

Tilgangur félagsins er að kynbæta sauðfé félagsmanna, með tilliti til aukinna og bættra afurða, hreysti og útlits.

 

3.gr.

 

Tilgangi sínum hyggst félagið að ná:

a.     Með skipulögðu úrvali úr fjárstofni félagsmanna.

b.     Með því að finna erfðaeðli einstaklinganna, með glöggum afurðaskýrslum, ættartölum og afkvæmarannsóknum.

c.      Með því að kaupa kynbótafé, sem líklegt er til að bæta fé félagsmanna.

d.     Með því að stuðla að því, að félagsmenn geti fengið ær sínar sæddar með sæði úr úrvals kynbótahrútum á sæðingarstöðvum.

 

4.gr.

 

Félagi getur hver sauðfjáreigandi orðið, sem vill vinna að markmiðum félasins og er tilbúinn að gangast undir þær skildur sem félagið setur félagsmönnum.

Stjórn félagsins afgreiðir umsókn um félagsaðild, en getur ef henni finnst ástæða til skotið henni til aðalfundar.

 

5.gr.

 

Hver félagsmaður er bundinn eftirtöldum skyldum:

a.     Að halda afurðaskýrslu yfir allt sitt fé, sem fullnægir kröfum Bændasamtaka Íslands um skýrsluhald í sauðfjárrækt.

b.      Að einstaklings merkja allt fullorðið fé og lömb.

c.      Að vigta öll ásetningslömb. Æskilegt er líka að vigta öll lömb eins fljótt eftir fyrstu réttir og við verður komið.

 

 

6.gr.

 

Félaginu skal stjórnað af þremur mönnum kosnum á aðalfundi til þriggja ára í senn og gangi einn úr árlega, sá fyrsti eftir að hafa setið í stjórn í eitt ár. (Dregið skal um lengd stjórnarsetu í upphafi)

Einn varamaður stjórnar skal kosinn árlega.

Einn maður skal kosinn til þriggja ára í senn til að endurskoðanda ársreikning félagsins.

Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum, formaður, gjaldkeri og ritari og annast öll venjuleg stjórnarstörf.

Ennfremur skal stjórnin leiðbeina nýjum félögum við skýrsluhaldið ef þeir óska þess.

 

7.gr.

 

Framlag ríkissjóðs til sauðfjárræktarfélagsins samkvæmt gildandi búfjárræktarlögum skal renna í félagssjóð.

Nægi framlag ríkissjóðs ekki til þess að standa straum af kostnaði við félagsstarfið, er félagsmönnum heimilt á aðalfundi, að leggja á árgjald, getur það annað hvort  miðast við tölu þess sauðfjár, sem hver og einn á í félaginu eða ákveðin upphæð á hvern félagsmann. Einnig er heimilt á stofnfundi að ákveða inntökugjald í félagið eða árgjald.

 

8.gr.

 

Heimilt er stjórn félagsins með samþykki aðalfundar, eða með meirihluta félagsmanna á öðrum fundi, að verja fé úr félagssjóði til eflingar kynbótastarfs félagsmanna t.d. með því að greiða niður kostnað við sæðingar, eða á annan hliðstæðan hátt.

 

9.gr.

 

Aðalfund skal halda ár hvert helst á tímabilinu 20. nóv. til 10. des., en aldrei síðar en 20. apríl.

Fundurinn er lögmætur, ef 2/3 hlutar félagsmanna eru mættir. Meiri hluti atkvæða fundarmanna ræður úrslitum mála. Þó þarf ¾ hluta atkvæða til að breyta samþykktum félagsins og sama hlutfall atkvæða til að leggja félagið niður.

Skýrsluár félgsins er frá 1. nóvember ár hvert til jafnlengdar næsta ár, en reikningsár félagsins er almanaksárið.

Á aðalfundi skal formaður gefa skýrslu yfir starfsemina síðast liðið ár.

Gjaldkeri skal leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins.

Ritari kynnir félagatalið, sem skoðast samþykkt ef ekki koma fram athugasemdir við það.

Á aðalfundi skal leggja fram niðurstöður úr skýrslum félagsmann fyrir síðasta ár. Æskilegt er að fá búfjárræktarráðunaut búnaðarsambandsins til að ræða um þær og annað í kynbótastarfinu

 

10.gr.

 

Ritari skal annast skrásetningu fullorðinsnúmera í hrúta félagsmanna. Þar sem engir tveir fullorðnir hrútar mega hafa sama númer, úthlutar hann fastri númera röð handa hverjum skýrsluhaldara, þannig að hann einn megi nota hana.

Ritari skal safna saman skýrslum frá félagsmönnum og annast færslu fylgiskjala með þeim, og senda þær til uppgjörs til Bændasamtaka Íslands eigi síðar en 15. nóv. ár hvert.

 

11.gr.

 

Geri einhver félagsmaður sig sekan um að falsa vísvitandi bókhald sitt varðandi félagsféð, skal hann skilyrðislaust rekinn úr félaginu ævilangt.

 

12.gr.

 

Leysist félagið upp eða hætti störfum, skal eignum þess ráðstafað til félagsmanna í sama hlutfalli og sauðfjár eign þeirra í félaginu hefur verið að meðaltali síðustu þrjú árin sem félagið starfar.

Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 163827
Samtals gestir: 42873
Tölur uppfærðar: 16.1.2019 08:09:55
clockhere

Um félagið

Nafn:

Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps

Farsími:

Stefán Lárus Karlsson 865-1777 formaður

Afmælisdagur:

Stofnað 17. mars 1964

Heimilisfang:

Ytri Bægisá ll

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Stefán Lárus Karlsson 462-5897 formaður

Um:

Vef- og ritstjóri heimasíðunnar er Guðmundur Skúlason s. 846-1589

Kennitala:

431008-1650

Bankanúmer:

566-04-250446

Tenglar