Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps vertu velkomin/n á heimasíðu félagsins

Fréttir 2007

  27. sept. 2007

Guðmundur Sturluson og Ólafur G Vagnsson






















 Í dag gekkst Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps fyrir hrútasýningu fyrir veturgamla hrúta og var hún haldin í Búðarnesi. Alls voru sýndir 23 hrútar, frá 5 bæjum. Útkoma sýningarinnar var ágæt: 9 hrútar fengu 84 til 86 stig, 8 fengu 82,5 til 83,5 stig og 6 fengu 80 til 82 stig.
 Að lokinni hrútasýningunni voru skoðaðir lambhrútar frá Þúfnavöllum og Búðarnesi. Búðarneshjónin Doris og Gunnar buðu svo öllum í veislukaffi í lokin. Myndir frá deginum má sjá hér.

Köggull 06-163Köggull 06163, var dæmdur besti hrútur sýningarinnar, með 86 stig. Hann er undan Mola 00882 og Eik 03342, en hún er undan Leka 00880. Köggull er að skila lömbum vel yfir meðaltali að þunga og ágætu kjötmati, þar sem hann fær 11,68 fyrir gerð og 7,41 fyrir fitu, sem hvorutveggja er nokkru betra en bús meðaltalið. Eigendur Kögguls eru Sigurður og Margrét Staðarbakka.

  

Suddi 06-261Suddi 06261, varð í öðru sæti, með 85 stig. Hann er undan Úða 01912 og Purku 02256, en hún er undan Stapa 98866. Suddi er að skila lömbum rétt undir meðaltali að þunga, en ágætu kjötmati þar sem hann er með, 11,41 fyrir gerð og 7,41 fyrir fitu. Eigendur Sudda eru Guðmundur og Sigrún Staðarbakka.

 

 

 

 

 

 

 

Dreki 06-262Dreki 06262, var dæmdur þriðji besti hrútur sýningarinnar, með 86 stig. Hann er undan Hyl 01883 og Bjöllu 02271, en hún er undan Bessa 99851. Dreki er að skila lömbum tæpu kíló yfir bús meðaltal að þunga og góðu kjötmati, fyrir gerð fær hann 11,0 og 7,08 fyrir fitu. Eigendur Dreka eru Guðmundur og Sigrún Staðarbakka.

 

 

 

 

 

 

 

   26. sept. 2007

HRÚTASÝNING !
 
  Á morgun, fimmtudaginn 27. sept. verður hrútasýning fyrir veturgamla hrúta í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps haldinn í Búðarnesi og hefst hún kl. 10:30. Félagsmenn eru hvattir til að mæta með hrúta sína á þessa árvissu menningar samkomu. Eftir hádegið verða svo metnir lambhrútar frá Þúfnavöllum og Búðarnesi.


     31. ágúst 2007

  Í kvöld kom stjórn Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps saman til fundar í Búðarnesi. Þar gerðist það helst að Guðmundur Skúlason lét af formennsku í félaginu og varð ritari og Guðmundur Sturluson sem verið hefur ritari tók við formennskunni. Þessar breytingar hafa verið fyrirhugaðar nokkuð lengi, þegar Guðmundur Sturluson næði þeim áfanga að verða tvítugur, sem hann varð 14. ágúst s.l. 
  Þá var ákveðið að halda hrútasýningu á veturgömlum hrútum síðast í september og samhliða henni verði skoðaðir lambhrútar á Þúfnavöllum og í Búðarnesi. 

      15. apríl 2007

  Í dag fór Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps í skoðunarferð að Ytri Bægisá II. Þar búa hjónin Stefán Lárus Karlsson og Elísabet Jóhanna Zitterbrat ásamt fjórum börnum sínum. Þau búa aðallega með sauðfé, um 330 kindur, en auk þess eru þau með sýnishorn af hinum ýmsu búfjártegundum t.d. svín, kanínu, hross og nautgripi. Aðal tilefni ferðarinnar var að skoða nýja gjafatækni fyrir kindurnar, sem þau komu upp í haust sem leið, þar sem rúllunum er komið fyrir í einskonar gjafagrindum, sem léttir mjög alla vinnu við að gefa heyið. Það var mjög gaman að skoða allan búskapinn hjá þeim, allt snyrtilegt og vel um gengið og búpeningurinn vel útlítandi. Að lokinni skoðun var öllum hópnum boðið inn og þáðum við þar hinar höfðinglegustu veitingar.
  Alls voru 14 í þessari heimsókn og voru allir sammála um að þetta hafi verið einstaklega vel heppnaður dagur og að ekki þurfi endilega að fara í önnur héruð í svona skoðunar ferð.

 

 

Ærnar að éta úr gjafagrind sjá fleiri myndir úr ferðinni hér.


   1. apríl 2007

  Þá er Hrútaspilskvöldið afstaðið og er skemmst frá því að segja að það þótti heppnast einstaklega vel. Það var spilað á fjórum þriggja manna borðum og spilaðar voru 20 umferðir. Spilavistin hófst rétt um kl. 21 og var spilað til kl. 23, hvert spil tók um 4-5 mínútur og svo fer alltaf smá tími eftir hvert spil í að hver skrái niður sinn hrútafjölda og skiptin á milli borðanna. Hrútakóngur kvöldsins var Guðmundur Sturluson á Þúfnavöllum, honum tókst að safna sér 396 hrútum í þessum 20 umferðum, í öðru og þriðja sæti urðu Sturla Eiðason og Hákon Þór Tómasson, þessum þremur voru veitt verðlaun fyrir árangurinn. Auk þess fékk Sturla verðlaun fyrir flesta hrúta í einu spili eða umferð 37 hrúta. Ég (GTS) var búinn að útbúa kort til að hver og einn gæti skráð sitt hrútasafn og á bakhlið þess voru svo spilareglurnar.
  Auk heimafólks (meðtaldir JBT og HÞT) mætti öll fjölskyldan á Þúfnavöllum og Viðar og Elínrós í Brakanda með dóttursoninn Viðar, sem spilaði reyndar ekki enda bara 7 ára. Alls vorum við því 14.
  Á eftir var boðið upp á kaffi og meðlæti, sem þær Sigrún og Magga voru búnar að útbúa og var setið við kaffi og spjall til kl. um 1 eftir miðnætti. Og var þá lokið þessu ánægjulega kvöldi, sem allir voru sammála um að hafi tekist það vel að ástæða væri til að hafa fleiri svona spilakvöld síðar.
Guðmundur Sturluson

  Hrútakóngur kvöldsins, sjá fleiri myndir frá kvöldinu hér.  

28 mars 2007

  Í kvöld var stjórnarfundur í Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps. Verið var að ræða ársreikning félagsins og svo var ákveðið að halda Hrútaspilskeppni fyrir félagsmenn þann 1. apríl n.k. á Staðarbakka.

    5. febr. 2007

 

Í kvöld var aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps haldinn í Brakanda. Mæting  var ágæt, vantaði aðeins frá einum bæ, Myrkárbakka. Ólafur G Vagnsson mætti að vanda á fundinn með niðurstöður úr skýrsluhaldi síðasta árs.  Meðal afurðir eftir á með lambi voru 29,4 kg. Mestu afurðirnar voru hjá Viðari og Elínrósu í Brakanda 36,2 kg. og Gunnari og Doris í Búðarnesi 34,1 kg.  Besta gerðarflokkun var á Staðarbakkabúinu 10,07.

Ólafur G Vagnsson afhenti verðlaunabikar félagsins fyrir hæst stigaða lambhrútinn 2006 fengu Sigurður og Margrét Staðarbakka hann fyrir hrútinn Vonar 06-164, hann stigaðist uppá 87,5 og var stigahæsti hrúturinn, ekki bara í félaginu hérna heldur líka á svæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

     Margrét og Sigurður, dótturdóttirin Margrét Tómasdóttir með verðlaunapeninginn um hálsinn.

 

Vonar    Hæst stigaði lambhrúturinn haustið 2006 í Sf. Skriðuhr. Vonar 06-164, eig: Sigurður og Mragrét Staðarbakka

 

Tveir hæst stiguðu hrútarnir á hrútasýningunni 2006 hjá Sf. Skriðuhr.

Þrymur 05-250      

   Þrymur 05-250, eig: Guðmundur og Sigrún Staðarbakka

Krókur 05-150

  Krókur 05-150, eig: Sigurður og Margrét Staðarbakka

Flettingar í dag: 255
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 320
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 50396
Samtals gestir: 12003
Tölur uppfærðar: 16.5.2024 08:18:29
clockhere

Um félagið

Nafn:

Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps

Farsími:

Unnar Sturluson 779-0269 formaður

Afmælisdagur:

Stofnað 17. mars 1964

Heimilisfang:

Þúfnavellir

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Unnar Sturluson 462-6754 formaður

Um:

Vef- og ritstjóri heimasíðunnar er Guðmundur Skúlason s. 846-1589

Kennitala:

431008-1650

Bankanúmer:

566-04-250446

Tenglar