Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps vertu velkomin/n á heimasíðu félagsins

Fréttir 2022

  

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps var haldinn á Syðri Reistará 22. apríl 2022

Á fundinn mættu 10 félagar: Gestur Hauksson, Hákon Þór Tómasson, Gunnar Gunnarsson, Doris Maag, Unnar Sturluson, Sigurður Skúlason, Margrét Halldórsdóttir, Hlíf Aradóttir, Ingunn Aradóttir og Valdimar Gunnarson

Á fundinum var farið yfir öll venjuleg aðalfundar störf.

Formaður Unnar Sturluson flutti skýrslu stjórnar. Gestur Hauksson gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins fyrir árið 2021.

Stefáni á Ytri-Bægisá fær farandbikar félagsins fyrir hæst stigaða lambhrút í félaginu haustið 2021. Stefán er erlendir og fær því bikarinn afhentan síðar.

Hrútur þessi hefur nú hlotið nafnið Köggull 21-704. Hann er fæddur tvílembingur en gekk einn undir. Hann vó 51 kg. Ómtölur hans voru þessar: 35 mm ómv 4,0 mm ómf og 5,0 óml. Fótleggur er 107 mm. Stigun hans var: Haus 8,0 - h/h 9,5 - b/útl. 9,5 - bak 9,5 - malir 9,5 - læri 19,0 ull 8,0 - fætur 8,0 og samræmi 8,5  = 89,5 stig. Hrútur þessi er undan Skalla 17-772 og FF er Krúni 16-636 frá Staðarbakka. Móðir  Kögguls er ær númer 17-751 en hún á ættir að rekja að Broddanesi 1 og  að Melum í Árneshreppi .

      Úrdráttur úr skýrslum fyrir haustið 2021:

Alls eru í uppgjörinu 1.555 fullorðnar ær, þeim hefur fækkað um 48 frá síðasta ári. Skýrslufærðar voru 399 veturgamlar ær, sem er fækkun um 5 milli ára. Meðalafurðir voru 30,59 kg eftir hverja fullorðna á í félaginu, sem er 1,76 kg meira en haustið 2020. Hjá einstökum félögum voru mestar afurðir hjá Stefáni Lárusi á Ytri-Bægisá 2 eða 36,4  kg eftir fullorðna á. Hver veturgömul ær í félaginu skilaði að jafnaði 11,81 kg sem er 2,43 kg meira en á síðasta ári. Mestum afurðum skiluðu gemlingarnir hjá  Gunnari og Doris í Búðarnesi 16,5 kg.

Eftir hverja á í félaginu fæddust 1,88 lömb, en 1,71 komu til nytja. Meðalfallþungi dilka í félaginu var 17,73 kg sem er 0,11 kg hærra en haustið 2020. Hæstur fallþungi var hjá Gunnari og Doris í Búðarnesi og Guðmundi og Sigrúnu á Staðarbakka 19,8 kg. Meðalflokkun lamba í félaginu var 9,53 fyrir vöðva og 6,68 fyrir fitu. Vöðvaflokkunin lækkar um 0,23 frá síðasta ári og fitan hækkar um 0,08. Besta vöðvaflokkun var hjá Gesti Haukssyni 11,67.

 

Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 320
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 50357
Samtals gestir: 11986
Tölur uppfærðar: 16.5.2024 05:35:35
clockhere

Um félagið

Nafn:

Sauðfjárræktarfélag Skriðuhrepps

Farsími:

Unnar Sturluson 779-0269 formaður

Afmælisdagur:

Stofnað 17. mars 1964

Heimilisfang:

Þúfnavellir

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Unnar Sturluson 462-6754 formaður

Um:

Vef- og ritstjóri heimasíðunnar er Guðmundur Skúlason s. 846-1589

Kennitala:

431008-1650

Bankanúmer:

566-04-250446

Tenglar